Lykill F – Plöntur án blómhlífarblaða, með mjög litla, ósjálega blómhlíf, eða græna, brúna eða himnukennda blómhlíf

Skrifað um October 28, 2013 · in Flóra

Vallhæra (Luzula multiflora) er með móleita og himnukennda blómhlíf. Ljósm. ÁHB.

Vallhæra (Luzula multiflora) er með móleita og himnukennda blómhlíf. Ljósm. ÁHB.


Lykill F – Plöntur án blómhlífarblaða, með mjög litla, ósjálega blómhlíf, eða græna, brúna eða himnukennda blómhlíf

Sjá: Inngangslykil

1 Stöngull marg-liðaður, greindur eða ógreindur. Smáar tennur (sem eru í raun blöð) mynda tennt slíður um stöngul. Gróhirzlur í axlíkum skipunum á stöngulenda ………………… elftingar (Equisetum)
1 Plöntur ekki eins og lýst er að ofan …………… 2

2 Blöð samsett eða skipt …………………………….. 3
2 Blöð heil, en geta verið djúp-flipótt ………….. 8

3 Blöð frá jarðstöngli, enginn ofanjarðarstöngull. Með gróhirzlur en ekki blóm …. Lykill B
3 Með ofanjarðarstöngul og blóm …………………………………. 4

4 Blöð 3-7 fingruð …………………………….. 5
4 Blöð fjöðruð …………………………………… 6

5 Blöð 3-fingruð ……………………………….. fjallasmári (Sibbaldia procumbens)
5 Blöð 5-7 fingruð …………………………….. ljónslöpp (Alchemilla alpina)

6 Blöð fjaðurskipt …………………………….. blóðkollar (Sanguisorba)
6 Blöð tvífjaðurskipt ………………………….. 7

7 Blóm í klasa ………………………………….. brjóstagrös (Thalictrum)
7 Blóm í körfu …………………………………. malurt (Artemisia vulgaris)

8 Gróplöntur ………………………….. Lykill B
8 Blómplöntur, en geta verið gróplöntur, ef blöð skiptast ekki í stilk og blöðku ……… 9

9 Blöð kransstæð eða gagnstæð, að minnsta kosti neðan til á stöngli …………………….. 10
9 Blöð stakstæð, í stofnhvirfingu eða vaxa upp af jarðstöngli ………………………………… 26

10 Blöð kransstæð ……………………………… 11
10 Blöð gagnstæð ………………………………. 13

11 Aðeins einn krans á stöngli með fjögur blöð. Blóm endastætt ……. ferlaufungur (Paris quadrifolia)
11 Blöð í mörgum krönsum. Blóm í blaðöxlum ……………………… 12

12 Vatna- og síkjaplöntur. Blóm einstök í blaðöxlum. Stönglar >2 mm að þvermáli …… lófætur (Hippuris)
12 Þurr- og votlendisplöntur. Mörg blóm í blaðöxlum. Stönglar <2 mm að þvermáli …… möðrur (Galium)

13 Blöð sepótt eða flipótt (sum nærri skipt) …………. 14
13 Blöð heil eða tennt ………………………….. 15

14 Blóm í körfu, oftast tvíkynja ……………… körfublómaætt (Asteraceae)
14 Blóm í klasa, einkynja ……………………….. hrímblöðkur (Atriplex)

15 Blöð þráðmjó eða striklaga (með samsíða hliðar) …………………… 16
15 Blöð breiðari, ekki striklaga …………………………………………………… 20

16 Blóm einstök í blaðöxlum. Blóm stilklaus eða á stuttum stilk ……….. 17
16 Blóm mörg í blaðöxlum eða á löngum legg á sprotaenda ………………. 18

17 Blóm einkynja, nakin, 1 fræfill. Efstu blöð oft í flothvirfingu …. vatnsbrúður (Callitriche)
17 Blóm tvíkynja, með blómhlíf, 4 fræflar. Engin flothvirfing ……. vatnsögn (Tillaea aquatica)

18 Blóm í axi …………………………………………….. græðisúrur (Plantago)
18 Blóm ekki í axi ………………………………………… 19

19 Blöð oft hrímhærð ………………………………. hrímblöðkur (Atriplex)
19 Blöð aldrei hrímhærð ………………………….. hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)

20 Blöð greinilega tennt ………………………………………. 21
20 Blöð heilrend eða rýr ………………………………………. 22

21 Blöð alsett brennihárum …………………………………….. netlur (Urtica)
21 Blöð án brennihára ……………………………………………. hrímblöðkur (Atriplex)

22 Blóm einstök í blaðöxlum. Blóm stilklaus eða á stuttum stilk ……. vatnsbrúður (Callitriche)
22 Blóm endastæð eða í hliðstæðum blómskipunum …………………….. 23

23 Blóm fá saman í blaðöxlum. Tvö hvít forblöð, sem líkjast blómhlíf, lykja um hvert blóm …….. lækjagrýta (Montia fontana)
23 Blóm án hvítra forblaða …………………………………………………………… 24

24 Blóm í kvíslskúfum ……………………………. hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
24 Blómskipanir ax- eða klasaleitar, oft í smáhnoðum eða skúfum ……. 25

25 Blómhlíf 3-blaða; himnukennt slíður lykur um stöngul ….. naflagras (Koenigia islandica)
25 Blómhlíf 5-blaða; ekkert slíður um stöngul …….. hélunjólaættin (Chenopodiaceae)
26 Eingöngu blöð í stofnhvirfingu. Enginn blómstöngull ………………. lykill B
26 Blöð geta verið í stofnhvirfingu en oftar á loftstöngli. Blómstöngull ….. 27

27 Blöð sepótt til djúp-flipótt (geta verið nærri skipt) …………….. 28
27 Blöð heilrend eða tennt ……………………………………………………… 32

28 Blöð handstrengjótt ………………………………………………………….. 29
28 Blöð fjaðurstrengjótt ………………………………………………………… 30

29 Blöð 5-11 sepótt eða flipótt. Blóm í skúfum ………………….. döggblöðkur (Alchemilla)
29 Blöð 3(-5) sepótt eða flipótt. Blóm í körfu ……………………. körfublómaætt (Asteraceae)

30 Öll blöð í stofnhvirfingu. Blóm í klasa eða í blaðöxlum …… krossblómaætt (Brassicaceae)
30 Stönglar með blöð …………………………………………….. 31

31 Blóm í körfu ……………………………………………………. körfublómaætt (Asteraceae)
31 Blóm ekki í körfu …………………………………………….. hélunjólaættin (Chenopodiaceae)

32 Blöð ekki striklaga (ekki með samsíða hliðar, oftast breið) ……….. 33
32 Blöð striklaga eða nærri því (sverðlaga, nállaga til þráðlaga) …….. 39

33 Blöð stjarnstrengjótt. Blóm í kollóttum sveipum ……….. vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris)
33 Blöð ekki stjarnstrengjótt ……………………………………. 34

34 Blóm í körfu …………………………………………………. körfublómaætt (Asteraceae)
34 Blóm ekki í körfu ………………………………………………. 35

35 Blöð bogstrengjótt …………………………………………….. 36
35 Blöð fjaðurstrengjótt …………………………………………. 38

36 Öll blöð í stofnhvirfingu. Blóm í þéttu axi ……………………… græðisúrur (Plantago)
36 Sönglar með blöð ……………………………………………… 37

37 Blóm óregluleg, einsamhverf, í þéttu klasa ………….. brönugrasaætt (Orchidaceae)
37 Blóm regluleg, smá, fá eða í axi, vatnaplöntur ……… nykrur (Potamogeton)

38 Með himnukennt slíður um stöngul ………………………………… súruættin (Polygonaceae)
38 Ekki með himnukennt slíður um stöngul, trékenndar plöntur ………….. víðir (Salix)

39 Stofnblöð sverðlaga, sígræn, tvíhliðstæð og virðast standa á röð hvert út frá öðru …… sýkigras (Tofieldia pusilla)
39 Stofnblöð ekki sverðlaga …………………………………………………….. 40

40 Blómhlíf greinileg, ekki mjög ummynduð …………………………… 41
40 Án blómhlífar eða með blómhlíf sem er ummynduð í hár eða burstir eða hlíf, sem fellur af snemma …… 49

41 Blóm stilklaus eða á mjög stuttum stilk í þéttum blómskipunum ……….. 42
41 Blóm annaðhvort á stilk eða einstæð eða fá saman …………………………….. 45

42 Blóm í körfu …………………………………………………… körfublómaætt (Asteraceae)
42 Blóm í axi …………………………………………………….. 43

43 Blóm kransstæð. Vatnaplöntur ………………… nykruætt (Potamogetonaceae)
43 Blóm stakstæð ………………………………………………….. 44

44 Krónublöð samvaxin. Blöð í stofnhvirfingu …………………… kattartunga (Plantago major)
44 Blómhlífablöð laus hvert frá öðru. Blöð á stöngli ………………….. súruættin (Polygonaceae)

45 Blóm í klasa ……………………………………………………… 46
45 Blóm ekki í klasa ………………………………………………. 47

46 Blóm 4-deild með bæði bikar og krónu, krónublöð hvít …….. alurt (Subularia aquatica)
46 Blóm 3-deild (6-blaða), blómhlífarblöð græn ………………… sauðlaukar (Triglochin)

47 Blöð beinstrengjótt. Blóm 3-deild (6-blaða) í samsettum skipunum …. sefættin (Juncaceae)
47 Blöð fjaðurstrengjótt. Blóm 3-5-deild …………………………….. 48

48 Með himnukennt slíður um stöngul ………………. súruættin (Polygonaceae)
48 Án slíðurs ………………………………………… hélunjólaættin (Chenopodiaceae)
49 Graskenndar tegundir …………………………………………… 50
49 Ekki graskenndar tegundir ……………… hélunjólaættin (Chenopodiaceae)

50 Stöngullinn holur. Blaðslíður opin. Öxin standa í axi eða greinóttum klasa, punti. Tvíkynja … grasætt (Poaceae)
50 Stöngullinn óholur. Blaðslíður heil. Blómskipun einstæð eða samsett ………………………………….. hálfgrasaætt (Cyperaceae)

ÁHB / 28. október 2013

 Leave a Reply