Hjartagrös – Silene

Skrifað um September 8, 2013 · in Flóra · 52 Comments

 

Þúfur lambagrass setja á vordögum svip á snauðan holta og melagróður. Ljósm. ÁHB.

Þúfur lambagrass setja á vordögum svip á snauðan holta- og melagróður. Fjöldi blóma á einni þúfu getur skipt þúsundum. Ljósm. ÁHB.


Ættkvíslin hjartagrös (Silene L.) heyrir undir
Caryophyllaceae (hjartagrasaætt) og teljast um 500 tegundir til hennar. Hér á landi eru þær tvær villtar, lambagras (S. acaulis L.) og holurt (S. uniflora Roth), en fjórar teljast til slæðinga. Auk þessara tegunda eru allmargar ræktaðar til skrauts í görðum.

Tegundir ættkvíslarinnar eru ein- til fjölærar jurtir, ýmist hárlausar eða hærðar. Oft með gilda stólparót. Stöngull greindur eða ógreindur. Blöð eru gagnstæð og heilrend; á stilk (stofnstæð blöð) eða stilklaus (stöngulblöð).
Blóm eru jafnan tvíkynja, sjaldan einkynja; jafnan fá saman eða einstæð. Bikar er samblaða, fimm-deildur og á stundum útþaninn, grænn, hvítur eða fjólubláleitur, 10-30 mm á lengd. Krónublöð eru fimm, hvít eða rósrauð, heil, skert eða klofin, með hjákrónu. Fræflar eru 10, sjaldan færri. Stílar 3 eða 5 (sjaldan 4). Eggleg einrýmt, á stundum þrí- eða fimmrýmt neðst og einrýmt efst. Aldin er hýði, egglaga til hnöttótt, sem opnast oft með sex eða tíu tönnum. Fræ eru mörg (15-100(-500)), nýrlaga, rauðleit, grá eða svört; fræskurn með upphækkaða bletti með eða án miðsætrar vörtu.

Ættkvíslarnafnið, Silene, er dregið annaðhvort af grísku orðunum selas, gljái, eða selene, máni. Síðari skýringin kann að vísa til þess, að margar tegundir blómgast að næturlagi, eins og til dæmis S. noctiflora (rökkurholurt).

Á stundum eru ættkvíslunum Lychnis, Melandrium og Viscaria slegið saman við Silene og þá teljast um 700 tegundir til kvíslarinnar. Það hefur reynzt erfitt að fá botn í skyldleika tegunda innan allra þessara hópa, en hér eru nokkrar tegundir Melandrium taldar til kvíslarinnar Silene.

Hér fer á eftir greiningarlykill að tveimur íslenzkum tegundum og lýsing á þeim. Þar á eftir er greiningarlykill að helztu slæðingum og ræktuðum tegundum ættkvíslarinnar.

 

Lykill að íslenzkum tegundum:
1 Bikar uppblásinn, egglaga. Krónublöð hvít, klofin í broddinn ………. holurt (S. uniflora)
1 Bikar ekki uppblásinn, uppvíður, bikarlaga. Krónublöð rauðblá, örlítið oddnumin …. lambagras (S. acaulis)


Lambagras – Silene acaulis (L.) Jacq.

Upp af djúpstæðri stólparót, holtarótinni, vaxa margir stönglar þétt saman og verða að þybbnum, hvelfdum þúfum eða flötum gróðurtorfum. Plantan er fjölær og sígræn. Stönglar eru stuttir og greinóttir. Blöð eru strik- eða sýllaga, 0,4-1,5 cm á lengd og 0,8-1,5 mm á breidd, ljósgræn og stutthærð á röndum, einkum neðst.
Hver stöngull ber eitt blóm, 8-10 mm að þvermáli, á stuttum stilk (2-40 mm) og ná lítið sem ekkert upp fyrir þúfuna. Bikar samblaða, bikarlaga; með 10 strengi eftir endilöngu, rauðleitur, oft grænn neðst, bikarpípa 6-9 mm, bikartennur 1-2 mm. Krónublöð rósrauð til fölbleik, sjaldan hvít, oddnumin, 2,5-3,5 mm á lengd. Fræflar eru tíu; ein fræva með þrjá stíla.

Oft má sjá þrjár mismunandi gerðir blóma í sömu þúfu: (a) Tvíkynja blóm, sem eru stærst og fagur-rósrauð; (b) karlblóm eru nærri eins stór, ber mikið á rjómagulum fræflum, en á stundum sér í óþroskaða frævu; (c) kvenblóm eru minnst og fölbleik á lit. Þau þekkjast á þremur löngum, S-beygðum stílum.

Þessi blóm eru öll tvíkynja. Ljósm. ÁHB.

Þessi blóm eru öll tvíkynja. Ljósm. ÁHB.

Þessi blóm eru öll karlblóm, fræva óþroskuð. Ljósm. ÁHB.

Þessi blóm eru öll karlblóm, fræva óþroskuð. Ljósm. ÁHB.

Þessi blóm eru öll kvenblóm. Ljósm. ÁHB.

Þessi blóm eru öll kvenblóm. Ljósm. ÁHB.

Aldin er sívalt hýði, aflangt og stendur upp úr bikarnum. Fræ eru ljósbrún eða dökkgrá, nýrlaga, um 1 mm á breidd.

Vex á melum og í holtum um land allt. Blómgast semma, oft í maí. Þó að hver sproti sé ekki nema rétt innan við 10 cm, geta þúfurnar orðið all háar.

Plöntur, sem vaxa í skugga, eins og í klettaskorum, eru oft með mun lengri blöð og blómstöngla.

Holtarætur, öðru nafni harðaseigjur eða -sægjur, þóttu mesta toræti, nema vel soðnar, fyrst í vatni og síðan í mjólk; samanber máltækið: Flest er það matur, sem í magann kemst, nema holtarótin óseydd. Úr þeim var gerður grautur og þótti góður matur þeimm, er áttu við sult að búa. Einnig má steikja rætur á pönnu í smjöri og hafa með öðrum mat.

Viðurnafnið acaulis þýðir ‘án stönguls’ og er dregið af latneska orðinu caulis, stöngull, og a-, sem merkir án (ekki).

Samnefni: Cucubalus acaulis L.

Nöfn á erlendum málum:
Enska: moss campion
Danska: Tue-Limurt
Norska: fjellsmelle
Sænska: fjällglim
Finnska: tunturikohokki
Þýzka: Stängellose Leimkraut, Polsternelke
Franska: silène acaule

 

 

Holurt – Silene uniflora Roth

Holurt er auðþekkt og líkist engri annarri íslenzkri plöntu. Í bikarbelgnum eru oft flugur af ýmsu tagi. Ljósm. ÁHB.

Holurt er auðþekkt og líkist engri annarri íslenzkri plöntu. Í bikarbelgnum eru oft flugur af ýmsu tagi. Ljósm. ÁHB.

Fjölær planta með marga greinótta, uppsveigða eða jarðlæga, gáraða stöngla, sem vaxa upp af gildri stólparót. Blöðin eru breið-lensulaga eða oddbaugótt, gagnstæð, kjötkennd, blágrá á lit og sitja flest neðarlega á stönglum. Háblöð eru jurtkennd, græn- eða rauðleit. Öll er plantan hárlauus.
Blóm eru einstök eða í fáblóma skipunum á stöngulenda, fimm-deild. Bikar er samblaða og uppblásinn, græn- eða rauðleitur með dökkt æðanet. Krónublöð klofin í oddinn, hvít á lit, 1,5-2,5 cm á lengd, með tvítennta hjákrónu. Fræflar eru 10, fræva er ein með 4-6 stílum.
Aldin er hnöttótt eða hjartlaga (hjartagras), þunnveggja hýði, innlukt í bikarnum, enda styttra. Fræ eru um 2 mm á lengd, nýrlaga með gadda.

Vex á melum og holtum. Algeng um land allt nema á norðanverðum Vestfjörðum. Blómgast í júní. 10-40 cm á hæð.

Hér hefur bikarinn verið numinn á brott og sér í hýðin, sem eru miklu lægri og innlukt í honum. Ljósm. ÁHB.

Hér hefur bikarinn verið numinn á brott og sér í hýðin, sem eru miklu lægri og innlukt í honum. Ljósm. ÁHB.

Holurt líkist mjög garðaholurt (S. vulgaris), sem er slæðingur, og var á stundum talin undirtegund af henni. Garðaholurt er með himnukennd háblöð, ógreinilega hjákrónu og upprétta stöngla með greinótta, margblóma blómskipun.

Viðurnafnið uniflora er dregið af latnesku orðunum unus, einn og flos, blóm; enda eru blóm oft einstök á stöngulenda eða blómskipun mjög fáblóma.
Annars staðar á Norðurlöndum er tegundinni skipt í undirtegundir.

Rót holurtar má mala og nota sem mjöl. Með blómunum var kláði læknaður. Þar sem tegundin er mjög algeng og með sérkennilegan, uppblásinn bikar, eru til á henni mörg nöfn. Af þeim má nefna: Blöðrujurt, fálkapung, flugnapung, galtarpung, melapung, prestapung og pungagras. Nafnið hjartagras er dregið af lögun aldina en laxerarfi af örvandi niðurgangsverkun plöntunnar.

Samnefni: S. maritima With., S. vulgaris (Moench) Garcke ssp. maritima (With.) A. Löve & D. Löve; S. vulgaris (Moench) Garcke var. islandica (A. Löve & D. Löve) A. Löve & D. Löve; S. maritima With. ssp. petraea Fr. ex Hartm.

Nöfn á erlendum málum:
Enska: sea campion
Danska: Strand-Limurt
Norska: strandsmelle
Sænska: strandglim, strandtarald, alvarglim (ssp. petraea)
Finnska: merikohokki
Þýzka: Einblütiges Leimkraut, Strandleimkraut, Klippenleimkraut
Franska: silène à une fleur, silène maritime

Greiningarlykill að slæðingum og ræktuðum plöntum innan ættkvíslarinnar Silene.

Tegundir, sem tilheyrðu kvíslinni Melandrium voru kenndar til stjarna (til dæmis dagstjarna), en Silene-tegundir til holurta, að lambagrasi einu undanskildu.

1 Mjög lágvaxin, verður aðein fáir sentímetrar á hæð, en vex í þéttum þúfum, sem geta orðið býsna háar … S. acaulis (lambagras)
1 Litlar til stórvaxnar plöntur …………………………………… 2

2 Blóm ein- eða tvíkynja; 5 stílar eða enginn í karlblómum …………. 3
2 Blóm tvíkynja; 3 stílar ………………………………………. 6

3 Blóm einkynja. Krónublöð hvít eða rósrauð ………………………. 4
3 Blóm tvíkynja. Krónublöð fölrauð, á stundum falin í bikarnum ……… 5

4 Oftast ein- eða tvíær. Blóm hvít. Stöngull stutthærður. Hýði með uppréttar tennur …. S. latifolia (syn. Melandrium album; aftanholurt, náttholurt)
4 Fjölær. Blóm oftast rósrauð. Stilkur lang-mjúkhærður. Hýði með baksveigðar tennur … S. dioica (syn. Melandrium rubrum; dagholurt)

5 Stöngull kirtilhærður. Blóm upprétt, bikar snúinn, svo og krónublöð, sem eru töluvert lengri en bikarinn … S. furcata (túndruholurt)
5 Stöngull án kirtilhára. Blóm drúpa, bikar verulega uppblásinn, krónublöð styttri eða lítið eitt lengri en bikar ……. S. wahlbergella (krepjuholurt)

6 Krónublöð með grunnri skerðingu, hvít eða rósrauð ……….. 7
6 Krónublöð djúpt klofin, hvít eða hvítleit ………………. 9

7 Hærð jurt. Bikar uppblásinn með upphleypta strengi. Krónublöð rósrauð ………. S. conica (keiluholurt)
7 Hárlaus jurt. Bikar ekki uppblásinn, sléttur. Krónublöð rósrauð eða hvít ……. 8

8 Blóm í þéttum skúfum. Krónublöð rósrauð …………. S. armeria (rósaholurt)

8 Blóm einstæð í gisnum skúfum. Krónublöð hvít ……… S. rupestris (klettaholurt)

9 Hárlausar jurtir. Bikar uppblásinn, netstrengjóttur …….. 10
9 Hærðar jurtir, oft kirtilhærðar. Bikar ekki uppblásinn, beinstrengjóttur …. 11

10 Stöngull uppréttur; blóm í greinóttum blómskipunum. Efri stoðblöð himnukennd. Blóm með ógreinilega hjákrónu .. S. vulgaris (garðaholurt)
10 Stöngull jarðlægur til uppréttur, blóm einstök eða í fáblóma skipunum. Efri stoðblöð jurtkennd. Blóm með greinilega hjákrónu … S. uniflora (holurt)

11 Fjölær. Blóm drúpa eða hanga, hin neðri langleggjuð …… S. nutans (sauðaholurt)
11 Einær. Blóm hvorki drúpa né hanga, blómleggur stuttur … 12

12 Blóm einstök eða fá saman …. S. noctiflora (rökkurholurt)
12 Blóm í margblóma, klasaleitinni blómskipun ….. 13

13 Stöngull og blöð þétt kirtilhærð, slímug. Blóm án hjákrónu, í alhliða blómskipun … S. viscosa (límholurt)
13 Stöngull og blöð án kirtilhára, ekki slímug. Blóm með hjákrónu, í einhliða, kvíslgreindri blómskipun ….. S. dichotoma (kvíslholurt)

ÁHB / 8. sept. 2013


52 Responses to “Hjartagrös – Silene”
 1. Xqsiwx says:

  getting a provigil prescription – provigil order provigil online

 2. Fbedwx says:

  canadian online pharmacy accutane – price of accutane accutane cost

 3. Ncbtow says:

  order Amoxil – amoxicillin brand over the counter kroger amoxicillin price

 4. Ofjlwq says:

  buy cialis and vardenafil onlinevardenafil coupon – vardenafil 20 mg vardenafil price

 5. Flifja says:

  cheapest generic cialis 20mg – cialis 60 cialis price in usa

 6. Mkfyzc says:

  is ivermectin a prescription drug – ivermectin 5ml can i buy ivermectin online

 7. Avkamp says:

  how to get accutane prescription – where to get accutane in south africa accutane australia

 8. Bffksy says:

  lyrica best price – lyrica 75 mg price in usa canada pharmacy online

 9. Ftmjbx says:

  can you buy cialis online in australia – tadalafil pharmacy canadian pharmacy 24

 10. Nampea says:

  stromectol ivermectin tablets – stromectol 6 mg ivermectin 1mg

 11. Rsyoop says:

  prednisone 59 mg – prednisone india prednisone tablets

 12. Dclhpu says:

  order provigil online – modafinil anxiety modafinil interactions

 13. Bswvie says:

  z pack – generic zithromax 500mg azithromycin zithromax

 14. Zgbopk says:

  tadalafil 20 mg best price in india – tadalafil 5mg tadalafil 20mg price in india

 15. Kbnocn says:

  ivermectin 10 mg – ivermectina 6mg ivermectin 10 ml

 16. Hehkcd says:

  online casino usa – online casino casino slot games

 17. Hpehjj says:

  non prescription erection pills – non prescription ed drugs gnc ed pills

 18. Thfxvb says:

  buy prednisone 10mg – buy prednisone from canada buying prednisone from canada

 19. Nwhjpj says:

  can i buy viagra in canada over the counter – where can you buy real generic viagra sildenafil 100mg

 20. Kmnzwu says:

  stromectol australia – purchase stromectol ivermectin purchase

 21. Gromwr says:

  ed treatment pills – cures for ed pills for erection

 22. Qgdgvn says:

  buy ventolin inhaler – ventolin price canada ventolin purchase

 23. Fanflt says:

  cost of neurontin 600mg – buy levothyroxine online no prescription synthroid 150 mcg coupon

 24. Paasrb says:

  sildenafil 100mg order – buy viagra 100mg online india

 25. Xscwtm says:

  cialis south africa price – cialis gel tabs online pharmacy pain medicine

 26. Psdwqc says:

  vardenafil – vardenafil generic date buy vardenafil 20 mg online

 27. Pfofdl says:

  stromectol 3 mg price – ivermectin human ivermectin cream canada cost

 28. Cvdrlb says:

  prednisone generic brand – prednislon prednisone 10 mg online

 29. Ztbcbu says:

  accutane from mexico – cheapest generic accutane accutane online uk

 30. Wwruid says:

  buy amoxicillin 500 mg india – amoxicillin rash amoxicillin for humans for sale

 31. Ikfalc says:

  medrol 4mg price – buy medrol online medication lyrica 75 mg

 32. Zgsuco says:

  essay for you – essay writers cheap speechwriters

 33. Wcdzwi says:

  20 mg sildenafil cost – Buy cheap viagra purchase viagra uk

 34. buy lasix online without prescription lasix online IteLi Tenny

 35. Ihxepa says:

  online tadalafil 20mg – Cialis store tadalafil 2.5 mg generic

 36. Jdadgq says:

  cost stromectol – stromectol price comparison ivermectin humans

 37. Bkbnfs says:

  canada pharmacy deltasone – pharmacy cost of prednisone prednisone pill

 38. Twenly says:

  drugs and medicines stromectol ivermectin tablets stromectol 3mg tablets dosage ivermectin over the counter canada

 39. Rvkwal says:

  lasix pills – buy lasix online india furosemide medication

 40. Ertwea says:

  ventolin medication – ventolin price uk ventolin inhaler

 41. Abnobe says:

  Hjartagros – Silene reputable indian online pharmacy ivermectin for humans amazon stromectol buy stromectol pills

 42. Jvcvij says:

  buy cytotec online with paypal – cytotec cost singapore cytotec 800 mcg

 43. Oizrnv says:

  doxycycline prices australia – doxycycline uk online buy prednisolone 5mg without prescription uk

Leave a Reply