Starir – Carex

Skrifað um October 12, 2013 · in Flóra · 71 Comments

Ósamsett ax á stráenda; karlblóm efst, kvenblóm neðst; fræni 2. Þetta er hnappstör. Ljósm. ÁHB.

Ósamsett ax á stráenda; karlblóm efst, kvenblóm neðst; fræni 2. Þetta er hnappstör. Ljósm. ÁHB.

Starir (Carex L.) heyra til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum ættkvíslum (Kobresia, Eleocharis, Trichophorum og Eriophorum). Þetta er ein tegundaríkasta kvíslin víðast hvar, en talið er, að tegundir séu á milli 1500 og 2000. Þær vaxa í flestum heimshlutum, en þó fer lítið fyrir þeim í hitabeltum jarðar. Flestar starir vaxa í votlendi, allt frá hálfdeigjum til stöðuvatna, en þó tæplega í dýpra vatni en hálfum metra. Starir eru oft ríkjandi í gróðri, ekki sízt á norðlægum slóðum, í graslendi, skóglendi og á heiðum hátt til fjalla.

Starir eru fjölærar, graskenndar jurtir, sem geta náð um eins metra hæð en eru jafnan mun lægri. Þær eru flestar langlífar, þó að einstaka tegund geti náð að blómgast á fyrsta ári og drepast síðan, eins og gullstör (C. viridula). Starir vaxa upp af jarðstöngli, sem er afar breytilegur. Sumar tegundir vaxa í mjög þéttum þúfum en aðrar mynda jarðrenglur og vaxa í stórum breiðum. Strá eru oftast þrístrend og mergfyllt, en stöku sinnum sívöl. Blöð vaxa bæði frá jarðstöngli og loftstöngli. Blöð eru ýmist flöt (slétt), rennulaga, samanbrotin (V-laga í þverskurði), samanlögð (M-laga í þverskurði), innundin eða burstkennd. Blöð eru sjaldnast breiðari en 20 mm, vísa í þrjár áttir (þríhliðstæð) og greipa um stráið með lokuð slíður. Slíðurhimna er á mótum stöngulblaða og strás. Séu blöð slétt er miðtaug greinileg. Strá og blöð eru stíf og snörp, meðal annars vegna þess, að í frumuveggjum er mikil kísilsýra.

Blaðlögun. A: slétt; B: rennulaga; C: samanlagt; D: samanbrotið; E: innundið. Teikn. ÁHB

Blaðlögun. A: slétt; B: rennulaga; C: samanlagt; D: samanbrotið; E: innundið. Teikn. ÁHB

Blóm stara eru ætíð einkynja og sitja í einu eða fleirum öxum. Í karlblómi eru aðeins þrír fræflar, sem sitja í öxl á himnukenndu stoðblaði (axhlíf). Þar eru engin merki um blómhlífarblöð af neinu tagi, svo að blómin eru algjörlega nakin.

Karlblóm stara. A: blómagraf; B: 3 fræflar í hverju blómi; C: Fræflar og axhlíf. Teikn. ÁHB.

Karlblóm stara. A: blómagraf; B: 3 fræflar í hverju blómi; C: Fræflar og axhlíf. Teikn. ÁHB.

Kvenblómin eru lítið eitt flóknari. Innan við himnukennt stoðblað (axhlíf) er ekki blómið, heldur mjög stuttur hjásproti með eitt blað, háblað, sem veit á móti stráinu. Í blaðöxl þessa blaðs, sem samsvarar blaði á blómlegg annarra einkímblöðunga, situr kvenblómið. Hjá störum hringast þetta blað um sprotann og frævuna. Það myndar flöskulaga hulstur (utriculus) með einu opi efst. Fræni og jafnvel hluti af stíl frævunnar ganga út um þetta op, sem oft gengur fram í mjóan stút og nefnist trjóna. Á nokkrum tegundum, meðal annars línstör, hefur háblaðið ekki náð að vaxa saman í trjónunni og þar er því rifa eða rák. Axhlíf kvenblóma styður því við sprota eða grein og er því ekki sams konar myndun og axhlíf karlblóma, sem styðja beint við blóm.

Kvenblóm stara. A: blómagraf, a, hullstur; B: langskorið kvenblóm, a, hulstur, b, axhelma; C: þverskorið kvenblóm, séð að ofan. Teikn. ÁHB.

Kvenblóm stara. A: blómagraf, a, hullstur; B: langskorið kvenblóm, a, hulstur, b, axhelma; C: þverskorið kvenblóm, séð að ofan. Teikn. ÁHB.

Kvenblómin eru á hinn bóginn eins og karlblómin algjörlega nakin, án nokkurra blómhlífa, þó að þau virðist það ekki við fyrstu sýn. Á flestum störum er ekki hægt að greina, hvort kvenblómin sitji efst á blómskipunarlegg eða eru á hliðarsprotum. Á einni íslenzkri tegund, broddastör, má þó sjá, að grænn broddur vex upp úr hulstrinu við aldinþroskun. Þetta er blómskipunarleggurinn, öðru nafni axhelma, og því eru kvenblóm broddastarar á hliðargreinum.

Eins og áður sagði er frævan umlukt hulstrinu og inni í því þroskast aldinið, sem er hneta.

Þegar á allt er litið er ljóst, að bygging og blóm stara eru ekki mjög margbreytileg. Á hinn bóginn er mikill fjölbreytileiki hvað varðar röðun blóma í blómskipanir. Oft er störum skipt í þrjá hópa eftir gerð blómskipunar. Mikið hefur verið um það rætt, hvort þessi skipting hafi flokkunarfræðilegt gildi. Nokkrir hafa viljað halda því fram og gefið hópunum stöðu sem undirættir, það er Primocarex, Vignea og Eucarex, en það er ekki gert í þessari samantekt. Hópar þessir eru:

Hópur 1. Monostachyae
Til þessa hóps teljast tegundir með eitt ósamsett ax á stráendanum. Í þessu axi eru oftast bæði karlblóm og kvenblóm. Algengast er, að karlblómin séu efst í axinu og kvenblómin neðst. Ein íslenzk tegund, sem ýmist er nefnd tvíbýlisstör eða sérbýlisstör (C. dioica), hefur karlblóm og kvenblóm sitt á hvorum plöntueinstaklingi (sjá síðar). Þá hafa sumar tegunda þessa hóps tvö fræni en aðrar þrjú.
Fræni 2:
Sérbýlisstör (C. dioica)
Hnappstör (C. capitata)
Finnungsstör (C. nardina)
Hagastör (C. pulicaris)
Fræni 3:
Broddastör (C. microglochin)
Móastör (C. rupestris)

Hópur 2. Homostachyae
Í þessum hópi eru tvö eða fleiri öx, sem öll eru eins. Öxin eru legglaus. Á sumum tegundum eru karlblóm efst í hverju smáaxi og kvenblóm þá neðst (basigynous), en á öðrum tegundum snýst þetta við, kvenblómin efst, karlblómin neðst (acrogynous). Fyrir getur komið, að einstakt smáax hafi eingöngu annaðhvort karl- eða kvenblóm. Allar íslenzkar tegundir þessa hóps hafa tvö fræni.
Bjúgstör (C. maritima)
Blátoppastör (C. canescens)
Gljástör – (C. pallescens)
Heiðastör – (C. heleonastes)
Heigulstör (C. glareosa)
Ígulstör (C. echinata)
Kollstör (C. macloviana)
Línstör (C. brunnescens)
Rjúpustör (C. lachenalii)
Safastör (C. diandra)
Skriðstör (C. mackenziei)
Vetrarkvíðastör (C. chordorrhiza)

Hópur 3. Heterostachyae
Í þessum hópi eru tvö eða fleiri öx, en mismunandi. Sum eða öll öxin eru leggjuð og annaðhvort með eintómum karlblómum og eingöngu kvenblómum; í einstaka öxum eru þó bæði karl- og kvenblóm. Innan þessa hóps eru tegundir ýmist með tvö eða þrjú fræni.
Fræni 2
Hvítstör (C. bicolor)
Rauðstör (C. rufina)
Fjallastör (C. norvegica)
Hrísastör (C. adelostoma)
Sótstör (C. atrata)
Fræni 3
Belgjastör (C. panicea)
Dúnhulstrastör (C. pilulifera)
Dvergstör (C. glacialis)
Flóastör (C. limosa)
Flæðastör (C. subspathacea)
Fölvastör (C. livida)
Grástör (C. flacca)
Grænstör (C. demissa)
Gullstör (C. viridula)
Gulstör (C. lyngbyei
Hárleggjastör (C. capillaris)
Hengistör (C. rariflora)
Hrafnastör (C. saxatilis)
Keldustör (C. paupercula)
Marstör (C. ramenskii)
Mýrastör (C. nigra)
Slíðrastör (C. vaginata)
Stinnastör (C. bigelowii)
Tjarnastör (C. rostrata)
Toppastör (C. krausei)
Trjónustör (C. flava)
Vorstör (C. caryophyllea)

Greining á störum
Við greiningu á störum er nauðsynlegt, að eintakið sé með fullþroskuð hulstur. Yfirleitt er ógjörningur að greina starir til tegunda, nema hulstrið sé vel þroskað, því að gerð, lögun og litur þess eru mikilvæg einkenni. Oft eru frænin þá fallin af, en fara má nærri um, hvort þau voru tvö eða þrjú af lögun frævu. Ef fræva er flatvaxin hafa þau sennilega verið tvö, en þrjú, ef hún er belgmikil.
Þegar rætt er um axhlífar er ávallt átt við axhlífar kvenblóma (nema annað sé tekið fram).

Myndin sýnir tvö hulstur, með og án trjónu. Teikn. ÁHB.

Myndin sýnir tvö hulstur, með og án trjónu. Teikn. ÁHB.

Kynblendingar (bastarðar) eru ekki óalgengir meðal stara. Greining þeirra er jafnan erfið. Hafi störin ekki þroskað fræ, eru frævurnar tómar, og er það eitt megineinkenni kynblendinga.

Hér fylgir greiningarlykill. Allar ábendingar um hvað betur má fara, svo og almennar athugasemdir,eru vel þegnar. Lýsingar og myndir af einstöku tegundum munu svo fylgja smám saman í kjölfarið.

 

Greiningarlykill að störum:

1 Ax aðeins eitt, endastætt (ein- eða tvíkynja) …………………… Lykill A
1 Öx tvö eða fleiri ……………………………………………. 2

2 Fræni 2 ………………………………… 3
2 Fræni 3 ………………………………… 4

3 Öx öll eins, legglaus, öll eða flest bæði með karl- og kvenblóm …… Lykill B
3 Öx mismunandi, sum eða öll leggjuð, annaðhvort með karlblóm eða kvenblóm, sum öx með hvoru tveggja ….. Lykill C

4 Oftast ekkert sérstakt karlax; öx tvíkynja eða kvenöx. Öll öx virðast eins ………….. Lykill D
4 Aðskilin karl- og kvenöx, á stundum einnig nokkur tvíkynja öx. Öll öx mismunandi …….. Lykill E

 

Lykill A

1 Ax einkynja, karl- og kvenplöntur aðskildar ………… C. dioica (36)
1 Ax tvíkynja, kvenblóm neðantil, karlblóm ofantil ……. 2

2 Fræni 2 ………………………………………… 3
2 Fræni 3 ………………………………………… 6

3 Langskriðull jarðstöngull, strá gisstæð, blöð styttri en strá. Hulstur taugaber ….. C. chordorrhiza (44)
3 Strá í þéttum þúfum. Hulstur taugalaus eða gistauga ……………………………… 4

4 Hulstur gisstæð, mjó, löng (4-5 mm), gljáa, vísa beint út eða niður … C. pulicaris (17)
4 Hulstur þéttstæð, mött ……………………………. 5

5 Hulstur gistauga; strá sívöl og slétt ofantil, álíka löng og blöð eða styttri ……… C. nardina (7)
5 Hulstur taugalaus; strá þrístrend og snörp ofantil, talsvert lengri en blöð ………. C. capitata (22)

6 Hulstur upprétt-útstæð, breiðust ofantil og styttri en axhlífar ……………………. C. rupestris (31)
6 Hulstur beinast út og niður, breiðust um miðju eða neðantil og lengri en axhlífar ……. C. microglochin (4)

Lykill B

1 Karlblóm efst í axi (stundum eintóm karlblóm) ……………………. 2
1 Karlblóm neðst í axi ………………………………………….. 4

2 Jarðstöngull langskriðull, strá gisstæð, blöð <2,5 mm breið …………………………. 3
2 Engar renglur, strá þéttstæð; blöð 2-3 mm breið; blóm mynda 2-3 cm langan dúsk; hávaxin …. C. diandra (35)

3 Strá jafnlangt blöðum eða styttra, bogsveigt, blöð 0,5-1 mm breið …………… C. maritima (2)
3 Strá lengra en blöð, beinvaxið, blöð 1-2,5 mm breið …………………………. C. chordorrhiza (44)

4 Stoðblöð rauð- eða svartbrún, miklu dekkri en hulstrin ……………………. 5
4 Stoðblöð rauðbrún, brún eða ljós með nær sama lit og hulstrin ……………… 6

5 Hulstur hvít, trjónulaus; blöð styttri en strá ………………………………. C. bicolor (25)
5 Hulstur græn, stutttrýnd; blöð lengri en strá ……………………………. . C. rufina (33)

6 Öx þétt saman á enda strásins ………………………………….. 7
6 Nokkur aflöng eða hnöttótt öx í röð, a.m. k. hin neðstu aðskilin ……. 12

7 Hulstur með breiðan, snarprendan, himnukenndan væng ……………… C. macloviana (28)
7 Hulstur vængjalaus en með greinilega trjónu, þótt hún geti verið stutt …….. 8

8 Hulstur útstætt; trjóna um 1/3 af lengd þess, ax hnöttótt …………. C. echinata (26)
8 Hulstur útstæð-upprétt; trjóna styttri; öx egglaga til aflöng ………… 9

9 Toppax kylfulaga vegna þess að neðarlega í því eru eingöngu karlblóm; grængul hulstur álíka löng og axhlífar, engin langrák …… C. mackenziei (37)
9 Toppax egglaga til aflangt; hulstur greinilega lengri en axhlífar og ganga fram í nokkuð langa, nærri slétta trjónu, með greinilega langrák á lengd við trjónu; axhlífar dökk brúnar …. 10

10 Blöð grágræn, innan við 1 mm breið; strá leggjast út af við þroskun, vex nærri sjó ……… C. glareosa (20)
10 Blöð græn-gulgræn eða blágræn, breiðari en 1 mm; vaxa til fjalla í giljum eða flóum …………….. 11

11 Blöð græn, 1,5-2 mm breið, strá snörp; vex í giljum og til fjalla; mjög algeng …………….. C. lachenalii (34)
11 Blöð oft blágræn, 1-1,5 mm breið, strá mjög snörp; vex í flóum; mjög sjaldgæf …………. C. heleonastes (19)

12 Hulstur útstæð, 4-5 mm á lengd ……………………………….. C. echinata (26)
12 Hulstur upprétt, um 2,5 mm á lengd ……………………………. 13

13 Trjóna með langrák. Öx smá, móleit ………………….. C. brunnescens (29)
13 Trjóna rákarlaus. Öx stærri, hvítleit eða ljósgræn ………… C. canescens (3)

Lykill C

1 Eitt eða fleiri karlöx ………………………….. 2
1 Ekkert sérstakt karlax ……………………… 7

2 Hulstur hvorki gljáir né er uppblásið, engin trjóna eða mjög stutt 3
2 Hulstur gljáir, er uppblásið, nærri hrafnsvart, trjóna stutt ……….. C. saxatilis (23)

3 Stoðblöð og flest önnur blöð eru hærri en strá með öxum ………… 4
3 Stoðblöð og flest blöð önnur jafnan styttri en strá með öxum …………. 6

4 Kvenöx legglöng og hanga; blöð með niðurornar raðir ………………… C. lyngbyei (16)
4 Kvenöx legglaus eða leggjuð en upprétt; blöð flöt …………………. 5

5 Strá jafnan lægri en 7 cm; blöð 1-3 mm breið, slíður stoðblaðs hólkvítt …………… C. subspathacea (10)
5 Strá 10-20 cm á hæð; blöð 2-4 mm breið ………………………………….. C. ramenskii (C. salina) (30)

6 Blöð V-laga í þverskurði, verpast upp á við við þurrkun, mest 3 mm breið; strá snörp ofantil; jarðrenglur ekki bogsveigðar …….. C. nigra (32)
6 Blöð M-laga í þverskurði, verpast niður á við við þurrkun, 3-7 mm breið; strá lítið sem ekkert snörp; jarðrenglur bogsveigðar …. C. bigelowii (40)

7 Hulstur hvít, trjónulaus; blöð jafnan styttri en strá …………………………….. C. bicolor (25)
7 Hulstur græn, stutttrýnd; blöð jafnan lengri en strá …………………………… C. rufina (33)

 

Lykill D

1 Strá stinn, upprétt, öx upprétt ……………………….. 2
1 Strá lin, öx hanga jafnan …………………………….. 3

2 Öx mjög þéttstæð. Hulstur snarprend með tvíydda trjónu ………………. C. norvegica (8)
2 Neðsta ax aðskilið frá hinum. Hulstur með ógreinilegri eða engri trjónu; …… C. adelostoma (24)

3 Axhlífar svartar eða sótrauðar, álíka langar og hulstur; fræni 3 ……………. C. atrata (39)
3 Axhlífar dökkbrúnar með grænni miðrák, styttri en hulstur; fræni 2 ………….. C. bicolor (25)

 

Lykill E

1 Strá með aðeins einu karlaxi ………………………………. 2
1 Strá með tveimur eða fleiri karlöxum (á stundum nær aðeins eitt þroska) ……….. 18

2 Hulstur hærð ……………………………… 3
2 Hulstur hárlaus …………………………… 4

3 Kvenöx nærri hnóttótt; stoðblað þess með mjög stutt eða ekkert slíður …….. C. pilulifera (5)
3 Neðsta kvenaxið nokkuð aflangt; stoðblað þess með greinilegt slíður ……….. C. caryophyllea (45)

4 Kvenöx upprétt, legglaus eða á stuttum legg ………………………… 5
4 Kvenöx álút eða hangandi (upprétt í fyrstu), greinilega leggjuð ………………… 13

5 Hulstur með langa trjónu, minnst 1/4-1/5 af lengd hulsturs …………….. 6
5 Hulstur með stutta trjónu (styttri en 1/4 af lengd hulsturs) eða trjónulaust ……. 8

6 Hulstur 5-6 mm á lengd; trjóna 1/3-1/2 af lengd hulsturs, niðurbeygð. Blöð 3-5 mm breið …. C. flava (43)
6 Hulstur mest 5 mm á lengd; trjóna ekki lengri en 1/3 af lengd hulsturs. Blöð 1,5-3,5 mm breið …….. 7

7 Hulstur haldast lengi græn, 3-5 mm á lengd. Oftast er eitt kvenax langt fyrir neðan hin á stráinu ……… C. demissa (14)
7 Hulstur verða snemma gul, 2-3,5 mm á lengd. Öll kvenöx ofarlega á strái …………………. C. viridula (C. serotina) (15)

8 Kvenöx þéttblóma, nærri hrafnsvört, ef þau eru ljós eru neðstu blaðslíður hærð ………………… 9
8 Kvenöx gisblóma, oftast ljósleit-móleit …………………………………………….. 10

9 Kvenöx ljósgræn-ljósbrún. Hulstur trjónulaus. Neðstu blaðslíður hærð …….. C. pallescens (12)
9 Kvenöx hrafnsvört. Hulstur með stuttri, sívalri trjónu. Blaðslíður hárlaus … C. saxatilis (23)

10 Vex í þéttum smátoppum. Toppax 0,5-2 cm á lengd. Stoðblað án blöðku ………. C. glacialis (6)
10 Vex í breiðum eða stökum stráum. Toppax lengra en 2 cm. Stoðblað með blöðku …… 11

11 Fagurgrænar plöntur. Hulstur með greinilega trjónu; slíður stoðblaðs uppblásið …….. C. vaginata (38)
11 Blágrænar plöntur. Hulstur trjónulaus eða með stutta trjónu; slíður ekki uppblásið …………… 12

12 Hulstur uppblásin, bogin, trjóna stutt. Blöð flöt, M-laga í þverskurði, styttri en strá ………. C. panicea (1)
12 Hulstur aflöng, trjónulaus. Blöð samanlögð, V- eða U-laga í þverskurði, jafnan lengri en strá ….. C. livida (11)

13 Neðstu blaðslíður hærð. Hulstur trjónulaus ……………………………….. C. pallescens (12)
13 Neðstu blaðslíður hárlaus. Hulstur með trjónu ……………………………….. 14

14 Kvenöx ljósgræn eða gulbrún (móleit), gisblóma ……………………………… 15
14 Kvenöx græn eða dökk, oftast þéttblóma, ef ekki er strá sljóstrent og mjúkt ……. 16

15 Toppax eingöngu með karlblómum ………………………………………… C. capillaris (18)
15 Toppax bæði með nokkrum kvenblómum efst ……………………….. C. krausei (42)

16 Strá sljóþrístrend. Kvenöx gisblóma, blómfá. Axhlífar svartbrúnar eða svartar ………….. C. rariflora (21)
16 Strá hvassþrístrend. Kvenöx allblómþétt. Axhlífar brúnar ……………………. 17

17 Axhlífar mun mjórri en hulstur, ganga ekki fram í langan odd. Blöð græn eða lítið eitt rauðbrún, 2-3 mm breið ….. C. paupercula (27)
17 Axhlífar lítið eitt mjórri en hulstur, ganga fram í langan odd. Blöð blágræn, 1-2 mm breið …….. C. limosa (9)

18 Hulstur gulgljáandi, útsperrt, uppblásin, taugaber og hnöttótt og ganga fram í langa tvítennta trjónu …. C. rostrata (41)
18 Hulstur nöbbótt, taugalaus með mjög stutta trjónu eða trjónulaus …………….. C. flacca (13)

Tegundir:

1. Belgjastör – C. panicea L.
2. Bjúgstör – C. maritima Gunnerus
3. Blátoppastör – C. canescens L. –
4. Broddastör – C. microglochin Wahlenb.
5. Dúnhulstrastör – C. pilulifera L.
6. Dvergstör – C. glacialis Mackenzie
7. Finnungsstör – C. nardina Fries
8. Fjallastör – C. norvegica Retz.
9. Flóastör – C. limosa L. –
10. Flæðastör – C. subspathacea Wormsk.
11. Fölvastör – C. livida (Wahlenb.) Willd.
12. Gljástör – C. pallescens L.
13. Grástör – C. flacca Schreber
14. Grænstör – C. demissa Hornem.
15. Gullstör – C. viridula Michx. (C. serotina)
16. Gulstör – C. lyngbyei Hornem.
17. Hagastör – C. pulicaris L.
18. Hárleggjastör – C. capillaris L.
19. Heiðastör – C. heleonastes Ehrh. ex L. fil.
20. Heigulstör – C. glareosa Wahlenb.
21. Hengistör – C. rariflora (Wahlenb.) Sm.
22. Hnappstör – C. capitata L.
23. Hrafnastör – C. saxatilis L.
24. Hrísastör – C. adelostoma W.I.Krecz.
25. Hvítstör – C. bicolor All.
26. Ígulstör – C. echinata Murray
27. Keldustör – C. paupercula Michx.
28. Kollstör – C. macloviana d’Urv.
29. Línstör – C. brunnescens (Pers.) Poiret
30. Marstör – C. ramenskii Kom. – (C. salina)
31. Móastör – C. rupestris All.
32. Mýrastör – C. nigra (L.) Reichard
33. Rauðstör – C. rufina Drejer
34. Rjúpustör – C. lachenalii Schkuhr
35. Safastör – C. diandra Schrank
36. Sérbýlisstör – C. dioica L.
37. Skriðstör – C. mackenziei V.I.Krecz.
38. Slíðrastör – C. vaginata Tausch
39. Sótstör – C. atrata L.
40. Stinnastör – C. bigelowii Torrey ex Schweinitz
41. Tjarnastör – C. rostrata Stokes
42. Toppastör – C. krausei Boeck.
43. Trjónustör – C. flava L.
44. Vetrarkvíðastör – C. chordorrhiza Ehrh. ex L. fil.
45. Vorstör – C. caryophyllea Latourr.

ÁHB / 12. okt. 2013

Leitarorð:

71 Responses to “Starir – Carex”
 1. Yün cami halısı, doğal bir ham madde olan yünden üretildiğinden insan sağlığına ve çevreye hiçbir zararı yoktur. Yün cami halı desenleri, kışın sıcak tutar ve …

 2. 1447 Erectile Dysfunction And Pe

 3. Enquide says:

  http://prednisonebuyon.com/ – buy prednisone online no prescription

 4. joypehops says:

  http://buyneurontine.com/ – gabapentin 200mg

 5. Neurontine says:

  Viagra Da Dolor De Cabeza

 6. Propecia says:

  comprar viagra generico online

 7. Tadalis Sx En France En Ligne

 8. Некероване кохання 14 серія Некероване кохання 14 серія
  yunb ddnznz Смотреть онлайн сериал Некероване кохання / Любовь без тормозов 14 серия
  Некероване кохання / Любовь без тормозов: 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 СЕРИЯ (украина)

 9. Некероване кохання 14 серія Некероване кохання 14 серія
  yunb ddnznz Смотреть онлайн сериал Некероване кохання / Любовь без тормозов 14 серия
  Некероване кохання / Любовь без тормозов: 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 СЕРИЯ (украина)

 10. Viagra says:

  precio cialis 5 mg

 11. Некероване кохання 14 серія Некероване кохання 14 серія
  yunb ddnznz Смотреть онлайн сериал Некероване кохання / Любовь без тормозов 14 серия
  Некероване кохання / Любовь без тормозов: 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 СЕРИЯ (украина)

 12. Cialis says:

  Prednisone For Dogs Dosage Chart

 13. Viagra says:

  Can Amoxicillin Stain Teeth

 14. Priligy says:

  Keflex For Caninie Diarrhea

 15. Lasix says:

  Forum Ou Acheter Cialis

 16. Prednisone says:

  Buy Misoprostol Online

 17. AlfredHip says:

  no login sex games
  swingers sex games
  space paws adult sex games walkthrough

 18. Chrisneurn says:

  online 3d sex games
  girl games sex
  sex games newgrounds

 19. MichaelTophy says:

  sex games at home
  3d adult sex games free
  sex games videos

 20. Davidbap says:

  mature gay sex games
  wii u sex games
  bbw sex games

 21. DeweyNag says:

  gay sex games
  sex games to play on phone
  spring break sex games

 22. DavidMeess says:

  write a personal essay
  persuasive essay writing
  write a good essay

 23. QuintonRed says:

  i hate writing essays
  writing an essay for college
  writing college admission essays

 24. Richardvitef says:

  write a conclusion for an essay
  write a narrative essay
  pay someone to write my essay

 25. Davidwew says:

  writing a biography essay
  creative writing essay
  essays about writing

 26. Clydeinjub says:

  write essays online
  focus on writing paragraphs and essays
  write an analytical essay

 27. Anthonyseart says:

  website that write essays for you
  writing compare and contrast essay
  writing an expository essay

 28. FrankSal says:

  essay writing online
  write an argument essay
  write descriptive essay

 29. Henryslady says:

  writing essays for college
  writing essay image
  tourism introduction essay

 30. ChriswoW says:

  essay on wealth and income
  writing a comparative essay
  narrative essay themes

 31. Walterrop says:

  apa essay format example
  to the lighthouse essay
  passion for cooking essay

 32. wepsmerywsao says:

  where to buy tadalafil on line tadalafil drug

 33. wegowtwb says:

  where to order tadalafil tablets cheap cialis pills for sale

 34. wegoenks says:

  side effects of tadalafil buy generic cialis online with mastercard

 35. top vpn
  [url=”https://addonsvpn.com”]vpn router buy[/url]
  top rated vpn services

 36. free essay
  [url=”https://anenglishessay.com”]conclusion examples essay[/url]
  essay thesis statement

 37. critical thinking exercises
  critical vs creative thinking
  critical thinking vs analytical thinking

 38. critical thinking com
  critical thinking company
  synonyms for critical thinking

 39. how to use critical thinking
  critical thinking involves quizlet
  critical thinking practice

Leave a Reply