Hinn 24. október n.k. eru 96 ár síðan afi minn, Ágúst H. Bjarnason, móttók bréf frá Stephani G. Stephanssyni, setti það í umslag, innsiglaði og skrifaði svo hljóðandi framan á það: Hér innan í liggur „test“ frá Stephan G. Stephansson sent mér í lokuðu ábyrgðarbréfi og meðtekið kl. 3½ á hád. í dag. […]
Lesa meira »Nokkur brot úr ævi hans Ágúst H. Bjarnason tók saman Sjera Ólafur Indriðason Eftirfaraqndi pistill birtist í tímaritinu Íslendingi þriðja ári frá 19. apríl 1862 til 25. apríl 1863: „Sá, sem ritar línur þessar, var fyrir rúmum 30 árum barn að aldri, og átti þá heima austur í Múlasýslum. Hann minnist enn á fullorðins-árunum hins fagra […]
Lesa meira »Ættkvíslin skúfar (Eleocharis R. Br.) heyrir til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum kvíslum (Carex, Kobresia, Trichophorum og Eriophorum). Þetta eru fjölærar (mjög sjaldan einærar), oftast lágvaxnar votlendisjurtir. Vaxa í þéttum þúfum eða eru með skriðular jarðrenglur. Auðvelt er að þekkja skúfa, því að þetta eru blaðlausar tegundir með einu axi á endanum. Fyrir kemur, að ax […]
Lesa meira »Starir (Carex L.) heyra til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum ættkvíslum (Kobresia, Eleocharis, Trichophorum og Eriophorum). Þetta er ein tegundaríkasta kvíslin víðast hvar, en talið er, að tegundir séu á milli 1500 og 2000. Þær vaxa í flestum heimshlutum, en þó fer lítið fyrir þeim í hitabeltum jarðar. Flestar starir vaxa í votlendi, allt frá […]
Lesa meira »Ættkvíslin fífur (Eriophorum L.) telst til hálfgrasaættar (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum kvíslum (Carex, Kobresia, Trichophorum og Eleocharis). Til kvíslarinnar teljast um 25 tegundir, sem vaxa aðallega á norðurhveli jarðar og ekki sízt í votlendi á heimsskautasvæðunum. Þetta eru fjölærar plöntur, þýfðar eða stakar, meðalstórar með sívala eða nærri þrístrenda stöngla með eitt eða fleiri blöð, jafnvel blöðkulaust slíður. […]
Lesa meira »Inngangur Mig minnir, það hafi verið vorið 1978, sem eg var aðstoðarmaður Egils Jónassonar Stardals við grenjavinnslu í Kjalarneshreppi. Á löngum vornóttum var um ýmislegt rætt á meðan beðið var eftir, að dýrin skiluðu sér heim í grenið. Meðal annars rifjuðum við upp svo nefndar Sláttuvísur, sem eg kunni aðeins hrafl í. Þá kom í […]
Lesa meira »Mýrafinnungar – Trichophorum Innan hálfgrasaættar (Cyperaceae) var ættkvíslin Scirpus í eina tíð langstærst með um 400 tegundir. Síðan var kvíslin smám saman skorin niður í um 120 tegundir og hinar tegundirnar dreifðust á ýmsar kvíslir. Af þeim eru aðeins tvær hérlendis, Eleocharis og sú, sem er til umfjöllunar hér, Trichophorum. Þar sem aðeins ein tegund […]
Lesa meira »Á næstu árum munu viðarafurðir, sem falla til hér á landi, aukast gríðarlega. Ætla má, að verulegur hluti þeirra fari til brennslu og verði nýttur til upphitunar í einu eða öðru formi. En viðarbrennsla er flókið fyrirbrigði og til í ýmsum myndum. Hér verður aðeins vikið að brennslu í litlum viðarofni. Þegar eg fékk viðarbrennsluofn […]
Lesa meira »Til hálfgrasaættar (Cyperaceae) teljast ein- og fjölærar, graskenndar jurtir með jarðstöngul. Á stundum vaxa þær í þéttum þúfum og þá er jarðstöngull lóðréttur en séu þær með skriðulan jarðstöngul eru stönglar gisstæðir eða lausþýfðir; trefjarætur. Stönglar með blómum á spretta upp af jarðstöngli en einnig oft aðeins blöð. Stönglar eru strákenndir, þrístrendir en oft sívalir, […]
Lesa meira »Dagana 18. til 24. september sótti eg heim Uppsali í Svíþjóð. Ástæða fyrir heimsókninni var, að nokkrum fyrrverandi nemendum þótti við hæfi, að allir, sem höfðu brautskráðst frá Växtbiologiska Institutionen við háskólann í Uppsölum, verðu saman tveimur dögum og rifjuðu upp gamla tíma og kynntust rannsóknum, sem væru stundaðar við stofnunina nú. Svíar kalla slíka […]
Lesa meira »