Horblöðkuætt – Menyanthaceae Plöntur þær, sem teljast til horblöðkuættar (Menyanthaceae), heyrðu eitt sinn til maríuvandarættar (Gentianaceae). Þetta eru um 60 tegundir, sem skiptast á fimm ættkvíslir. Kvíslirnar Menyanthes (horblöðkur) og Nephrophyllidium vaxa aðeins á norðurhvelinu, Liparophyllum og Villarsia á suðurhveli en tegundir innan Nymphoides eru dreifðar um heiminn. Til ættarinnar teljast fjölærar votlendisjurtir með stakstæð […]
Lesa meira »Ættkvíslin hjartagrös (Silene L.) heyrir undir Caryophyllaceae (hjartagrasaætt) og teljast um 500 tegundir til hennar. Hér á landi eru þær tvær villtar, lambagras (S. acaulis L.) og holurt (S. uniflora Roth), en fjórar teljast til slæðinga. Auk þessara tegunda eru allmargar ræktaðar til skrauts í görðum. Tegundir ættkvíslarinnar eru ein- til fjölærar jurtir, ýmist hárlausar eða hærðar. Oft […]
Lesa meira »Ættkvíslin brjóstagrös (Thalictrum) telst til sóleyjaættar (Ranunculaceae). Um 330 tegundir heyra til ættkvíslinni, en aðeins ein tegund vex villt hér á landi, brjóstagras (Thalictrum alpinum). Þá eru nokkrar tegundir ræktaðar till skrauts í görðum. Þetta eru fjölærar jurtir, jafnan hárlausar og oft stórvaxnar; stöngull uppréttur með engin eða fá, gisin blöð. Blöð stofnstæð, mjög oft […]
Lesa meira »Einn morgun fyrir skömmu gekk eg þjóðveg úr Ásbyrgi í Kelduhverfi langleiðina að Skinnastað í Axarfirði (Öxarfirði). Birki- og víðikjarr sýndist mér vel sprottið og lítil sem engin óværa hrjáði plönturnar. Í landi Ferjubakka og Skinnastaðar tók eg hins vegar eftir því, að gulvíðikjarr og einstaka birkihrísla meðfram veginum var lauflaust og dautt. Skyndilega flaug […]
Lesa meira »Efnisyfirlit I • (15.7. 2012 – 5.12. 2012) Efnisyfirlit II • (6.12. 2012 – 11.2. 2013) Efnisyfirlit III • (12.2.2013 – 13.4. 2013) Yfirlit í tímaröð (14.4.-22.7. 2013) Lúpína og Hjörleifur • 22.7. 2013 Allrahanda úrkoma • 19.7. 2013 Aldarminning Guðna Guðjónssonar grasafræðings • 18.7. 2013 Drjúpa döggvartár • 14.7. 2013 Calliergonella cuspidata – geirsnuddi […]
Lesa meira »Hjörleifur Guttormsson skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu og fjallaði þar um ofurvöxt og útbreiðslu alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis). Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Hjörleifur skrifar um þetta efni og má því ætla, að það liggi þungt á honum. Því miður fór greinin framhjá mér og eg sá hana ekki fyrr en í gær. […]
Lesa meira »Hér koma nokkur huggunarorð til þeirra, sem sjá sjaldan til sólar: Á Hawaí-eyju einni rignir í 350 daga á ári, að meðaltali 12‘350 mm á ári hverju. Þurrasta meginland jarðar er Suðurskautslandið. Meira rignir í þéttbýli en strjálbýli, því að vegna óhreininda í lofti yfir slíkum stöðum þéttist vatnsgufan á þessum ögnum. Einnig vegna hitauppstreymis […]
Lesa meira »Í dag, 18. júlí, eru hundrað ár frá fæðingu Guðna Guðjónssonar grasafræðings, en hann var með efnilegustu grasafræðingum þessa lands. Sjálfsagt eru þeir ekki margir, sem kunna skil á þessum manni, því að hann lézt óvænt um aldur fram 31. desember 1948. Guðni var ættaður úr Rangárvallasýslu, alinn upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá […]
Lesa meira »Svo kölluð táramyndun (guttation, latína gutta, dropi) í plöntum er merkilegt fyrirbæri. Það eru ekki nema um 300 tegundir háplantna, sem sýna veruleg merki um þetta fyrirbrigði. Vatn, sem seytlar út við táramyndun, er ekki hreint, heldur inniheldur það ýmis steinefni, lífrænar sýrur og jafnvel enzým. Þegar táradöggvar gufa síðan upp af blöðum geta […]
Lesa meira »Calliergonella cuspidata – Geirsnuddi Í raun eru margir mosar auðþekktir úti í náttúrunni. Hér kemur ein tegund, sem er frekar stórvaxin og myndar oft stórar breiður við ár og læki, á tjarnarbakka og hvarvetna í votlendi, en einnig í rökum klettum um land allt. Tegundin, Calliergonella cuspidata (Hedw.) Loeske, eða geirsnuddi, þekkist á því, að […]
Lesa meira »