Lykill C – Plöntur, sem hafa ekki laufgrænu að miklum hluta Sjá: Inngangslykil 1 Stöngull marg-liðaður, greindur eða ógreindur. Smáar tennur (sem eru í raun blöð) mynda tennt slíður um stöngul. Gróhirzlur í axlíkum skipunum á stöngulenda ……… elftingar (Equisetum) 1 Stöngull ekki liðaður. Blöð stakstæð eða engin. Blómplöntur ………………. 2 2 Blóm í klasa […]
Lesa meira »Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum Sjá Inngangslykil 1 Plöntur með gagnstæð blöð; með litla blaðsprota í blaðöxlum, sem falla af og verða að nýjum plöntum ………………………………………………………………. hnúskakrækill (Sagina nodosa) 1 Plöntur með stakstæð blöð eða blöð í stofnhvirfingu. Blóm ummynduð í æxliknappa eða með æxliknappa í blaðöxlum ………………………………………………………………………….. 2 2 Grastegundir […]
Lesa meira »Inngangslykill (greiningarlykill) að ættum, ættkvíslum eða tegundum æðaplantna 1 Plöntur fjölga sér með æxliknöppum (geta einnig haft blóm eða gróhirzlur) ………. Lykill A 1 Plöntur með blóm eða gróhirzlur ……………………………………………. 2 2 Plöntur, sem augljóslega fjölga sér með gróum …………………. Lykill B 2 Plöntur með blóm, kynhirzlur (barrviðir) eða gróhirzlur …………. 3 3 Plöntur eru […]
Lesa meira »Skollafingur – Huperzia Bernh. Ættkvíslin er nefnd eftir þýskum eðlis- og garðyrkjufræðingi, Johann Peter Huperz (1771-1816). Til ættkvíslar þessarar teljast um 400 tegundir (1-3 hér). Á stundum er henni skipt á tvær kvíslir, Huperzia í þröngri merkingu með um 10-15 tegundir í tempraða beltinu og á heimsskautasvæðinu og síðan allar hinar Phlegmariurus, sem vaxa einkum í hitabeltinu og hinu heittempraða; margar […]
Lesa meira »Til Caryophyllaceae (hjartagrasaættar) heyra einærar, tvíærar og fjölærar jurtir, en lágvaxin tré, runnar og klifurplöntur eru mjög sjaldséð innan hennar. Stöngull er uppréttur eða jarðlægur, oft með upphlaupin liðamót, jafnan jurtkenndur; sjaldan trékenndur við grunn. Blöð á stilk eða stilklaus, gagnstæð, skinkransstæð, í hvirfingu en sjaldan stakstæð; án axlarblaða eða með; allaga til striklaga, spaðalaga […]
Lesa meira »Langflestar tegundir ættarinnar Ranunculaceae (sóleyjaættar) eru jurtkenndar, einærar eða fjölærar; stöku tegundir eru runnar og klifurplöntur. Þær hafa stakstæð blöð eða í stofnhvirfingu, sjaldan gagnstæð (Clematis) eða kransstæð, sem eru heil til flipótt eða samsett. Blaðrendur heilar, tenntar eða skertar; hand- eða fjaðurstrengjótt. Axlarblöð eru engin eða mjög sjaldgæf (Thalictrum). Blóm eru regluleg, þá oftast […]
Lesa meira »Hófsóleyjar – Caltha Ættkvíslin hófsóleyjar (Caltha L.) tilheyrir sóleyjaætt (Ranunculaceae). Til kvíslarinnar teljast á milli fimmtán og tuttugu tegundir, bæði á norður- og suðurhveli. Í Evrópu vex aðeins ein tegund, sem þó oft er skipt í nokkrar tegundir. Ein amerísk tegund er ræktuð hér í görðum, fjallahófsóley (C. leptocephala DC.). Þetta eru fjölærar, hárlausar jurtir, […]
Lesa meira »Á ahb.is hefur áður verið fjallað um bakteríur (gerla) í þörmum (sjá til dæmis hér og einnig hér. Hin síðari ár hefur mönnum orðið æ betur ljóst en áður, að bakteríur hafa mun meiri áhrif á starfsemi líkamans en menn héldu. Nýverið var greint frá því, að ofurþungar mýs, sem voru mataðar á sérstakri þarma-bakteríu, […]
Lesa meira »Eitt langar mig til þess að bera undir menn almennt. Í nær daglegum tilkynningum frá Vegagerðinni er færð lýst á helztu leiðum. Meðal annars er sagt frá færð um Mývatnsöræfi og síðan Möðrudalsöræfi. Aldrei getið um færð á Hólsfjöllum. Nú veit eg reyndar ekki, hve gamalt örnefnið Möðrudalsöræfi er, en hvergi hef eg séð það […]
Lesa meira »Haustið 2006 vann eg að umhverfismati á flóru og gróðri vegna fyrirhugaðrar háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík. Þá tók eg eftir því, að við gamla línu frá Selfjalli að Hamranesi bar allmikið á gróðurskemmdum. Á um 10-15 metra breiðu belti og um 20-50 metra í norðvestur frá möstrunum voru allar mosa- og fléttutegundir dauðar. Blómplöntur […]
Lesa meira »