Stuttu eftir, að höfundur þessa pistils tók við formennsku í stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags 1984, kom upp sú hugmynd að gefa út veggspjald með helztu íslenzku plöntutegundum. Einn stjórnarmanna, Axel Kaaber, átti slíkt spjald frá Bretlandi og leizt flestum vel á hugmyndina. Mér sem formanni var falið að ræða við Eggert Pétursson, myndlistarmann, en hann […]

Lesa meira »

Lausn á annarri vísnagátu

Written on February 7, 2013 · in Almennt

Einn sendi inn lausn á síðustu vísnagátu en rataði ekki á rétta orðið. Lausnarorðið er grænn, sem skýrist þannig: Vera á þessum viði‘ er gott; [gott að vera á grænni grein] verður oft með hvelli. [gerist í einum grænum er oft sagt] Hljóta slíkir háð og spott; [þeir sem eru grænir, græningjar, eru reynslulausir] helzt […]

Lesa meira »

Ódaunn af mosa

Written on February 5, 2013 · in Mosar

  Beinadjásn – Tetraplodon mnioides (Hedw.) B. & S. Mosi þessi vex í þéttum, grænum eða gul-grænum bólstrum, 1-5 (sjaldan 7-8) cm á hæð, oft greinóttur. Blöð eru 2-5 cm á lengd, egglaga til öfugegglaga eða lensulaga, heilrend, þéttstæð, þurr blöð lítið eitt undin, og ganga fram í langan, bugðóttan odd. Rif nær fram í […]

Lesa meira »

Köngull

Written on February 2, 2013 · in Almennt

Þær plöntur, sem fjölga sér með fræi, nefnast fræplöntur. Gömul venja er að skipta þeim í tvo hópa: a) BERFRÆVINGA (Gymnospermae; gríska gymnos, nakinn, ber) b) DULFRÆVINGA (Angiospermae; gr. angeion, kista; smækkunarorð af angos, umbúðir, ílát.) Í berfrævingum eru fræin nakin eða „ber“ á milli hreisturskenndra blaða í svo kölluðum könglum. Í dulfrævingum eru fræin […]

Lesa meira »

Frumvarp til laga um náttúruvernd

Written on January 30, 2013 · in Almennt

… misjafnt úthlutar hún [::náttúran] mörgum jarðargróða, segir í Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson. Undanfarið hefur höfundur þessa pistils verið að kynna sér frumvarp til laga um náttúruvernd, þingskjal 537 — 429. mál. Kannski gefst ráðrúm til þess að fjalla um einstök efnisatriði síðar.   Það sem einkum vekur athygli er klamburslegt orðfæri, þó að maður […]

Lesa meira »

Meira um þarma-flóru

Written on January 29, 2013 · in Almennt

Í pistlinum Þarmaskolun (detox) og saurgjafir var sagt frá því, að tekizt hafði að greina á milli þriggja megingerða af þarma-gerlum í mönnum. Þar mátti greina á milli þriggja vistgerða: Bacteroides, Prevotella og Ruminococcus. Nú hafa sex bandarískir fræðimenn fundið svipaðar þarma-vistgerðir (enterotypes) í simpönsum, sem lifa villtir í þjóðgarðinum Gombe Stream í Tanzaníu. Af […]

Lesa meira »

Önnur vísnagáta og lausn á hinni fyrri

Written on January 29, 2013 · in Almennt

Enginn sendi inn lausn á vísnagátunni á dögunum. Lausnarorðið var: renna (no. og so.) Jafnan er á húsum hám; [(þak-)renna] holdugir þess óska. [renna, leggja af] Hlaupararnir tipla‘ á tám; [renna, hlaupa] tvístrast á svelli ljóska. [rennur, verður gliðsa] Þá kemur hér önnur. Lausnarorðið er sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð. Vera á þessum viði‘ er gott; […]

Lesa meira »

Nálmosi – Leptobryum pyriforme

Written on January 26, 2013 · in Mosar

Einn er sá mosi, sem lætur lítið yfir sér, en vex þó mjög víða á rökum, oft lítt grónum stöðum, þar sem hann lendir ekki í samkeppni við aðra mosa, eins og í klettum, sjávarbökkum, áreyrum, skurðbökkum, þúfum, við heitar uppsprettur og hvers konar ruðninga. Þá er hann líka algengur í blómapottum og gróðurhúsum, […]

Lesa meira »

Akrafjall og Skarðsheiði …

Written on January 25, 2013 · in Almennt

… eins og fjólubláir draumar, segir í þekktu kvæði eftir Sigurð Þórarinsson.   Ekki kann sá, sem þessar línur ritar, að útskýra fjólubláa drauma. Hitt er sennilegt, að þessi tilvitnun sé sótt í bók eftir sænska listamanninn, rithöfundinn og teiknarann Albert Engström (1869-1940). Árið 1913 gaf hann út bókina Åt Häcklefjäll – minnen från […]

Lesa meira »

Vísnagáta

Written on January 23, 2013 · in Almennt

Til tilbreytingar kemur hér ein létt vísnagáta. Eftir viku kemur önnur og þá fylgir lausn á þessari, sem er reyndar lauf-létt. Jafnan er á húsum hám; holdugir þess óska. Hlaupararnir tipla‘ á tám; tvístrast á svelli ljóska.   ÁHB /23.1. 2013

Lesa meira »
Page 30 of 41 1 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 41