Þokkaleg veiði. Inngangur Það er æfagömul aðferð að salta og reykja matvæli eða speikja (sbr. spikilax og spægipulsa), svo að þau geymist betur en ella. Nú eru þekktar miklu betri leiðir til þess að geyma mat, og reyking er í sjálfu sér ekki góð geymsluaðferð. Engu að síður er mjög vinsælt að reykja ýmiss […]
Lesa meira »Hvað skyldu margir kannast við ofanritaða fyrirsögn? Því fór þó fjarri, að flestir skildu hvað átt var við. Fyrir þá, sem vita ekki, stóð þetta stórum stöfum framan á þekktasta eldunarbúnaði, sem verið hefur á Íslandi, næst á eftir hlóðunum. Í 1. tölublaði Samvinnunnar 1938 ritar Auður Jónasdóttir (1913-2010) eftirfarandi: »Ýmsir munu kannast við Aga-eldavélar […]
Lesa meira »Án efa eru skógar ein mesta auðlind jarðar. Þeir eru heimkynni ótal lífvera, plantna, dýra, frumvera, sveppa og baktería, og gegna mikilvægu hlutverki í hringrás efnis og orku. Þeir vernda gróðurmold og koma í veg fyrir eyðingu jarðvegs. Úr skógum fást nauðsynlegar afurðir eins og timbur, pappír, ber, sveppir og margt fleira. Ætlunin er að […]
Lesa meira »Lat. Equus, hestur og seta, hár, tagl. Þetta er eina núlifandi ættkvísl, Equisetum L., úr stórum hópi plantna, sem komu fram á devontímanum fyrir um 400 milljónum ára og átti sitt blómaskeið fram að lokum kolatímans fyrir um 280 milljón árum. Þar á meðal voru tré, sem náðu allt að 30 m hæð. Steinkol […]
Lesa meira »Eftir því sem líður á sumarið dregur smám saman úr vexti plantna. Þær taka að búa sig undir veturinn. Hér á norðurslóð verða þær að þola kulda en ekki síður þurrk til þess að lifa af. Á veturna er mestallt vatn bundið í snjó og ís, en líf hverrar frumu er háð vatni. Sé vatn […]
Lesa meira »Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir svo um færð: Hálkublettir og éljagangur er á Mývatnsöræfum, hálkublettir á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, í Jökuldal sem og á Fjarðarheiði, hálka er á Hellisheiði eystri. (Heimild: Vegagerðin, 29.8.2012.) Maður spyr sig: Hvernig er færð á Hólsfjöllum? Þau eru þó allstórt svæði á milli Mývatns- og Möðrudalsöræfa. – Hellisheiði er […]
Lesa meira »Sú saga hefur orðið ærið lífsseig, að Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður hafi kastað goðum sínum í foss í Skjálfandafljóti eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fengið nafn sitt, Goðafoss, af því. Víða í ritum og á netinu er vitnað meðal annars til Kristni-sögu í þessu sambandi (sjá til dæmis Landið þitt […]
Lesa meira »Uppruni orðsins vaccinium er óviss. Ef til vill skylt latneska orðinu bacca, ber (varla tengt vacca, kýr). Ættkvíslin bjöllulyng (Vaccinium L.) tilheyrir lyngætt (Ericaceae). Innan hennar eru uppréttir, uppsveigðir, jarðlægir eða skriðulir, oft kræklóttir, runnar og smárunnar með sívalar eða strendar greinar. Blöðin eru stilkstutt, ýmist sí- eða sumargræn, með flatar eða niðurorpnar rendur. Blóm […]
Lesa meira »Sníkjulífi er ævafornt lífsform, sem er talið hafa þróazt sem svar við minnkandi fæðuframboði í árdaga lífsins. Það felst í því að ein lífvera, sníkill, lifir í eða á annarri, hýsli. Sníkillinn dregur til sín næringu úr hýslinum, sem lætur þá oft á sjá, enda valda margir sníklar sjúkdómum. Það vakti snemma athygli, að margar […]
Lesa meira »Orðið empetrum er komið úr grísku; en-, í, á og petra, steinn, klettur; það merkir því vex á steini. Fyrrum var ættkvíslin Empetrum talin til krækilyngsættar (Empetraceae) ásamt tveimur ættkvíslum öðrum: Ceratiola og Corema. Nýlegar rannsóknir leiddu í ljós, að réttast er að telja þær til lyngættar (Ericaceae) og til undirættarinnar Ericoideae, þar sem þær […]
Lesa meira »