Raunir 61 árs gamallrar konu munu ekki vera einsdæmi. Hún var skorin upp vegna bak-meiðsla og í kjölfarið fékk hún lungnabólgu. Sýkla-lyf voru gefin og komu að gagni – en höfðu það í för með sér að drepa eðlilegar þarma-bakteríur. Konan léttist um 27 kg á átta mánuðum, hafði enga stjórn á hægðum, missti […]
Lesa meira »Hanatoppar ─ Bartsia L. Ættkvíslin hanatoppar (Bartsia L.) hefur til þessa verið jafnan talin til grímublómaættar (Scrophulariaceae). Nú benda rannsóknir til, að skynsamlegra sé að telja hana til ættarinnar Orobanchaceae, sem hefur verið nefnd sníkjurótarætt (Stóra blómabók Fjölva 1972), ásamt ættkvíslunum Rhinanthus, Pedicularis, Melampyrum og Euphrasia. Til ættarinnar heyra um 2000 tegundir innan um 90 […]
Lesa meira »Fræflar og frævur nefnast einu nafni æxlunarblöð. Þetta eru meira eða minna ummynduð blöð, sem sjá um kynæxlun. Fræfill er hið karllega æxlunarfæri blóms og fræva hið kvenlega. Fræflar (stamen, ft. stamina) eru fremur einfaldir að byggingu. Meðal frumstæðra plantna halda þeir enn blaðlögun sinni (sjá t.d. Degeneria). Oftast eru þeir þó byggðir þannig, að […]
Lesa meira »Innan grímublómaættar (Scrophulariaceae) eru um 275 ættkvíslir með um það bil 5000 tegundum. Hér á landi eru 7 innlendar ættkvíslir með 14 tegundum; að auki eru einar 3 ættkvíslir aðrar og um 13 tegundir, sem vaxa hér sem slæðingar. Þá má geta þess, að allmargar tegundir ættarinnar eru ræktaðar í görðum. Tegundirnar eru ýmist einærar […]
Lesa meira »Sullaveiki var með skelfilegri sjúkdómum hér á landi á fyrri tíð. Um miðja 19. öld komst Harald Krabbe að orsökum veikinnar og upp úr því tókst smám saman að ráða niðurlögum hennar. Sjá hér. Orsök sullaveikinnar er í stuttu máli sú, að bandormur (Echinococcus granulosus) lifir í þörmum hunds (eða tófu). Með saur dýranna berst […]
Lesa meira »Hnútagrös ─ Polygonum Til ættkvíslarinnar hnútagrasa (Polygonum L.) af súruætt (Polygonaceae) teljast einærar tegundir, með jarðlæga eða upprétta, oft marggreinda, stöngla. Blöð stilkstutt eða stilklaus, sporbaugótt eða öfugegglaga, geta verið mjólensu- eða striklaga og stofnendi blöðku yddur eða ávalur. Axlarslíður brún- eða hvítleit. Blóm eru lítil, tvíkynja, í blaðöxlum eða einstök. Blómhlífarblöð fimm, grænleit með […]
Lesa meira »Blóm: Bikar og króna Blóm er sproti eða sprotaendi, sem gegnir því hlutverki að sjá um kynæxlun í blómplötum. Blóm eru til af ótal stærðum og gerðum. Hér verður aðeins fjallað um grundvallargerð fullkomins blóms; annars vegar bikar og krónu og hins vegar fræfla og frævur (sjá síðar). Stöngullinn, sem blómið stendur á, nefnist blómleggur, […]
Lesa meira »Við áramót setja ýmsir sér markmið til að stefna að á árinu. Allt er það gott og blessað. Nýkjörinn biskup stefnir að því til dæmis að safna fyrir tækjum til handa landspítalanum. Án efa þekkir hann söfnuð sinn og er ljóst, að þar eru margir, sem geta borgað meira til samfélagsins heldur en fæst með […]
Lesa meira »Í upphafi nýs árs er rétt og skylt að vekja athygli á því, að hér verður engu lofað um framhaldið. Engu að síður er efnið óþrjótandi en við liggur, að manni hrjósi hugur við að takast á við það í frístundum. Í íslenzku flórunni eru um 500 tegundir af háplöntum (æðaplöntum öðru nafni) og tæpar […]
Lesa meira »Í skammdeginu eru ýmsar umgangs-pestir í algleymingi, bæði af völdum gerla (baktería) og veirna. Ástæðan fyrir því er ekki að fullu þekkt, en líklegt er, að fólk hittist oftar og hafi meira samneyti en á öðrum árstíma; einnig geta varnir líkamans verið veikari um þessar mundir en ella. Mikilvirkasta aðferðin við að koma í veg […]
Lesa meira »