Cirriphyllum Grout – broddmosar

Skrifað um October 5, 2014 · in Mosar · 19 Comments

Cirriphyllum Grout – broddmosar

Mosar þessarar ættkvíslar, Cirriphyllum Grout, eru liggjandi blaðmosar, glansandi grænir, allstórvaxnir eða í meðallagi stórir. Plöntur eru fjaðurgreindar eða óreglulega greinóttar. Stofnblöð niðurhleypt, egglaga til langegglaga, mjókka snögglega fram í stuttan til langan, mjóan eða breiðan odd. Rif nær upp eða upp fyrir blaðmiðju.

Frumur í blaðmiðju aflangar og mjóar, lengd 6-12 sinnum breidd, sléttar. Hornfrumur meira eða minna greinilegar. Engin íslenzkra tegunda hefur fundizt með gróhirzlur.

Getið hefur verið um rúmlega 30 tegundir innan þessarar kvíslar en aðeins 11 eru almennt viðurkenndar; þá er að geta þess, að sumar að minnsta ksoti hafa verið fluttar yfir í aðrar ættkvíslir. Hér á landi vaxa aðeins tvær, en ein tegund var nýlega flutt í ættkvíslina Brachythecium; hún er þó höfð hér með í lykli.

Greiningarlykill að tegundum:

1 Blöð mjókka snöggt fram í langan, mjóan odd; mjög kúpt ………………………. 2
1 Blöð mjókka nokkuð snöggt fram í stuttan, breiðan odd; kúpt ……………… C. crassinervium

2 Plöntur fjaðurgreindar. Greinar yddar. Vex í graslendi, hraunum og skógarbotnum ……. C. piliferum
2 Plöntur óreglulega greinóttar. Greinar snubbóttar. Vex í skriðum og klettum …….. Brachythecium cirrosum (syn. Cirriphyllum cirrosum)


Cirriphyllum Grout

C. crassinervium (Taylor) Loeske & M.Fleisch. — bakkabroddur
C. piliferum (Hedw.) Grout — engjabroddur

Brachythecium cirrosum (Schwägr. in Schultes) Schimp. — urðalokkur (syn. Cirriphyllum cirrosum (Schwägr.) Grout)

P.s. Lýsingar á einstökum tegundum, teikningar og litmyndir munu birtast smám saman.

 

Helztu heimildir:
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit Vistfræðistofu n:r 40. Reykjavík.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 33. Júní 1997.
Elsa Nyholm, 1965: Illustrated Moss Flora of Fennoscandia. II. Musci Fasc. 5. Lund.
Tomas Hallingbäck, Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. Interpublishing. Stockholm.

 

ÁHB / 5. október 2014

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.

 

Leitarorð:

19 Responses to “Cirriphyllum Grout – broddmosar”
 1. ile takip�i kazandim tesekk�r ederim??

 2. Cialis says:

  cialis and caduet interaction

 3. I had a broken day but now I’m happy

 4. Lasix says:

  Cialis Y La Diabetes

 5. AmyJab says:

  [url=http://sixtablets.com/]orlistat usa[/url]

 6. CarlJab says:

  [url=http://antibioticsbuyonline.com/]keflex cost generic[/url]

 7. NickJab says:

  [url=http://tadalafilgenericbuy.com/]best place to buy cialis online[/url]

 8. TeoJab says:

  [url=http://effimeds.online/]ivermectin cream 1%[/url] [url=http://viagragd.online/]online viagra coupon[/url] [url=http://viagrahey.online/]generic viagra 150 mg[/url] [url=http://cialislowcost.online/]brand cialis australia[/url]

 9. JudyJab says:

  [url=http://bestivermectinforsale.com/]ivermectin 3mg tab[/url]

Leave a Reply