Margir velta fyrir sér, hver áhrif hlýnunar eru á vöxt og viðgang plantna. Engum blandast hugur um, að þau geti orðið býsna mikil, þó að mjög erfitt sé að segja fyrir um hverjar breytingarnar verða. Annars vegar geta orðið umskipti á flórunni, það er einstökum tegundum plantna, og hins vegar á gróðrinum eða gróðurfélögum […]
Lesa meira »Ættkvíslin Mertensia A. W. Roth er innan munablómsættar (Boraginaceae; sjá síðar). Til kvíslarinnar teljast um 45 tegundir. Þetta eru fjölærar jurtir, jafnan blágrænar að lit; oftast hárlausar eða hærðar á neðra borði blaða. Stönglar jafnan margir frá trékenndum jarðstöngli, jarðlægir eða uppréttir. Blöðin eru gisstæð, ketkennd, egglaga til lensulaga eða oddbaugótt, ydd eða snubbótt; […]
Lesa meira »Inngangur Kartöfluættin eða náttskuggaættin (Solanaceae) er stór ætt með um 2600 tegundum, sem deilast á um 90 ættkvíslir. Þetta eru einærar eða fjölærar jurtir, runnar, tré og jafnvel klifurplöntur. Blómin eru stök eða í kvíslskúfum, oft stór, flöt eða trektlaga, tvíkynja. Bæði bikar og króna eru samblaða. Aldin er ber eða hýði. Margar þekktar […]
Lesa meira »Ættkvíslin Alchemilla L., döggblöðkur, tilheyrir rósaætt (Rosaceae) og teljast á milli 200 og 300 tegundir til hennar. Þetta eru fjölærar jurtir, sem vaxa víða á norðurhveli jarðar, en einnig í Asíu, í fjöllum Afríku og Andes-fjöllum í Suður-Ameríku. Blöð og stönglar vaxa upp af kröftugum, trékenndum jarðstöngli. Flestar tegundir hafa heil, nýrlaga, sepótt eða flipótt, […]
Lesa meira »Sú frétt flaug um bæinn í dag, að samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands hafi verið undirritað 22. október. Í sérkennilegri fréttatilkynningu, sem send var út, kemur lítið sem ekkert fram til viðbótar því, sem í lögum segir um samskipti þessara stofnana, nema það, að starfsmenn safnsins fái um tíma inni hjá Náttúrufræðistofnun. […]
Lesa meira »Hinn 13. október s.l. var eg á gangi í Vatnshlíð á Bleiksteinshálsi ofan við Hvaleyrarvatn í gróðurreit fjölskyldunnar. Þar staldraði eg við dautt þriggja metra hátt sitkagrenitré (Picea sitchensis (Bong.) Carr.). Í tæplega tveggja metra hæð á stofni óx lítill, nýrlaga, hvítur sveppur, sem eg kannaðist ekki við. Eg safnaði nokkrum eintökum, en var því […]
Lesa meira »Fyrir rúmu ári skoraði eg opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið […]
Lesa meira »Nafnið Arctostaphylos er komið úr grísku »arktoy stafyle«, norrænt ber; bjarnarber af arktos, björn (norrænn). Ættkvíslin sortulyng (Arctostaphylos Adanson) heyrir til lyngætt (Ericaceae) ásamt 120 öðrum ættkvíslum. Nú teljast 66 tegundir til kvíslarinnar og vaxa þær í Norður-Ameríku, Mexíkó, Mið-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þetta eru fjölærir, lágvaxnir eða skriðulir runnar; einstaka tegund er þó all […]
Lesa meira »Til blöðrujurtarættar teljast fimm ættkvíslir: Pinguicula, (lyfjagrös) Utricularia (blöðrujurtir), Genlisea, Isoloba og Vesiculina. Hinar þrjár síðast töldu eru framandi og koma ekki frekar við sögu. Plöntur ættarinnar eru votlendis- eða vatnajurtir; fáeinar eru ásætur. Stönglar eru uppréttir, jarðlægir eða á floti. Sumar tegundir eru rótlausar. Blöð eru einföld, stakstæð eða í stofnhvirfingu, eða margskipt […]
Lesa meira »Fyrir skömmu var höfundur þessa pistils að safna botnplöntum í Víkingavatni í Kelduhverfi. Þá tók hann eftir því, að í fjöruborði lágu hér og hvar litlir, grænir hnoðrar, sem rekið hafði á land í svo nefndum Syðri-bol rétt neðan við bæinn Voga. Stærstu hnoðrarnir voru um 4 cm að þvermáli en flestir rétt rúmur einn […]
Lesa meira »