Lausn á annarri vísnagátu

Skrifað um February 7, 2013 · in Almennt

Einn sendi inn lausn á síðustu vísnagátu en rataði ekki á rétta orðið. Lausnarorðið er grænn, sem skýrist þannig:

Vera á þessum viði‘ er gott; [gott að vera á grænni grein]
verður oft með hvelli. [gerist í einum grænum er oft sagt]
Hljóta slíkir háð og spott; [þeir sem eru grænir, græningjar, eru reynslulausir]
helzt það prýðir velli. [grænir vellir þykja fallegir]

Fleiri verða gáturnar ekki að sinni.

ÁHB / 7.2. 2013Leave a Reply