Orð, sem hefjast á sl…

Skrifað um August 7, 2016 · in Almennt

 

sl
Á stundum blaða eg í orðabókum mér til hugarhægðar ekki síður en í öðrum bókum. Um daginn staldraði eg við orð, sem hefjast á sl… Þá þóttist eg taka eftir því, að meiri hluti þeirra orða hafa neikvæða eða slæma merkingu. Mér þótti þetta stórfurðulegt en ekki veit eg, hvort þetta er rétt. Hér fylgja dæmi:

Slabb, slaðra, slafra, slafur, slag, slaga, slagi, slagna, slagsa, slagsíða, slagsmál, slagta, slagur, slagveður, slaki, slakur, slambra, slampast, slang, slangra, slanni, slap, slappa, slappleiki, slappur, slarfi, slarka, slarkfær, slá, sláni, slápur, slátra, sleði, slef, slefberi, slefmæltur, slefugur, sleifarlag, sleikja, sleikjuháttur, slekja, slen, slensía, slepja, sletta, slig, sliga, slingra, slit, slitna, slím, slímugur, slíta, sljór, sljóvga, slokkna, slor, slóðaskapur, slókur, slóra, slóttugheit, slubb, sludda, sluddmenni, slufra, slufsa, slugsa, sluma, slumpaður, slundur, slunnalegur, slupra, slussaralegur, slussari, slúbbert, slúðra, slúskaður, slyðra, slyppur, slys, slytti, slyttulegur, slý, slægð, slægur, slægvitur, slækja, slæmska, slæmur, slæpast, slæpingi, slæva, slöðra, slöttólfur, slöttungur og slöttur.

Þetta er ekki einleikið.

Leitarorð:


Leave a Reply