Lykill I – Blómhlíf myndar einn krans, ef fleiri þá öll blómhlíf eins

Skrifað um March 16, 2014 · in Flóra

Þurrkað eintak af skollaberi (Chamaepericlymenum suecicum), sem er sjaldgæf planta og vex í snjódældum. Ljósm. ÁHB.

Þurrkað eintak af skollaberi (Chamaepericlymenum suecicum), sem er sjaldgæf planta og vex í snjódældum. Ljósm. ÁHB.

Lykill I – Blómhlíf myndar einn krans, ef fleiri þá öll blómhlíf eins

Á stundum er annar af tveimur krönsum lítið sem ekkert þroskaður. Plöntur með óþroskaða blómhlíf, græna eða brúna getur verið að finna í lykli F. Ef bikarinn er mjög ummyndaður er ráð að leita undir lykli J.
Slæðingar og ræktaðar plöntur eru ekki feitletruð.

Sjá Inngangslykil
1 Blöð samsett, skipt eða mjög djúpskert ……………… 2
1 Blöð heil eða tennt ………………………………. 5

2 Blóm í sveip eða samsettum sveipum; Tveir kransar blómhlífarblaða en bikar sést varla ……… sveipjurtaætt (Apiaceae)
2 Blóm ekki í sveip ………………………………… 3

3 Blóm ekki í skúfum en í klasa eða hálfkvísl. Öll blómhlífarblöð eins ……. sóleyjaætt (Ranunculaceae)
3 Blóm smá í þéttum skúfum, axi eða kolli; 4-deild, engin krónublöð ………. 4

4 Með utanbikar. Blöð handstrengjótt, skert eða fingruð …… döggblöðkur (Alchemilla)
4 Án utanbikars. Blöð stakfjöðruð …………………………………….. blóðkollar (Sanguisorba)

5 blóm óregluleg (einsamhverf) ……………… 6
5 Blóm regluleg …………………………… 8

6 Blóm í sveip ……………………………. sveipjurtaætt (Apiaceae)
6 Blóm ekki í sveip ……………………….. 7

7 Blöð aflöng og bogstrengjótt. 3-deild blóm ………… brönugrasaætt (Orchidaceae)
7 Blöð fjaður- eða handstrengjótt …………………………… sóleyjaætt (Ranunculaceae)

8 Blöð kransstæð eða gagnstæð ……………………………….. 9
8 Blöð stakstæð eða í stofnhvirfingu við jörð ………………… 14

9 Blöð kransstæð ………………………….. möðruætt (Rubiaceae)
9 Blöð gagnstæð …………………………… 10

10 Fjögur, stór, hvít, krónukennd reifablöð lykja um blómskipun …………… skollaber (Chamaepericlymenum suecica)
10 Engin stór reifablöð við blómskipun …………………………………. 11

11 2 forblöð, sem líkjast bikarblöðum, lykja um hvert blóm ……………….. grýtuætt (Portulacaceae)
11 Engin forblöð undir blómum …………………………………………. 12

12 Rósrauð krónublaðkennd bikarblöð ……………… sandlæðingur (Glaux maritima)
12 Blóm hvít ………………………………………………………… 13

13 Blóm ekki í kvíslskúf. Himnukennd axlablöð mynda slíður um stöngul. Ofurlítil smájurt ………. naflagras (Koenigia islandica)
13 Blóm í kvíslskúf. Ekki smájurtir ……………….. hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)

14 Blöð hand- eða fjaðurstrengjótt (aðallega tvíkímblöðungar) ……………… 15
14 Blöð bein- eða bogstrengjótt (aðallega einkímblöðungar) ………………… 17

15 Himnukennt slíður lykur um stöngul. Blóm 2-5-deild, smá. Fræflar færri en 10 ………………. súruætt (Polygonaceae)
15 Ekkert axlaslíður ………………………………………………….. 16

16 Blóm í sveip eða samsettum sveip. Blóm 5-deild; með krónublöð, bikarblöð engin eða lítt þroskuð …………. sveipjurtaætt (Apiaceae)
16 Blóm ekki í sveip. Blóm 5-deild eða meira …………… sóleyjaætt (Ranunculaceae)

17 Blóm í sveip. Jarðsprotar laukar …………………………… laukar (Allium)
17 Blóm ekki í sveip, keldur axleitum eða kollóttum klasa. Eitt stöngulblað neðan til; öll önnur blöð stofnstæð og tvíhliðstæð …….. sýkigras (Tofieldia pusilla)
Allmargar fleiri ættkvíslir ræktaðra plantna falla undir lykilatriði 17. Má þar nefna Crocus, Narcissus, Galanthus, Hemerocallis og Convallaria, svo að nokkrar séu nefndar. Þegar og ef um þær verður fjallað síðar verður lykillinn lengdur.

ÁHB / 16. marz 2014

Leitarorð:


Leave a Reply