Zink-mengun

Skrifað um May 13, 2013 · in Almennt

Enginn mosi nær að vaxa næst staurnum, því að zinki skolar niður með regnvatni. Ljósm. ÁHB.

Enginn mosi nær að vaxa næst staurnum, því að zinki skolar niður með regnvatni. Ljósm. ÁHB.

Haustið 2006 vann eg að umhverfismati á flóru og gróðri vegna fyrirhugaðrar háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík. Þá tók eg eftir því, að við gamla línu frá Selfjalli að Hamranesi bar allmikið á gróðurskemmdum. Á um 10-15 metra breiðu belti og um 20-50 metra í norðvestur frá möstrunum voru allar mosa- og fléttutegundir dauðar. Blómplöntur voru lifandi en sumar hverjar æði rytjulegar.

Á sínum tíma var ráðizt í umfangsmiklar athuganir á því, hver orsökin kynni að vera fyrir þessum plöntudauða, og ítarleg skýrsla skrifuð þar um. Allar vísbendingar gáfu til kynna, að þessi dauði stafaði af zinki, sem skolaðist af möstrum í rigningartíð.

Um þetta má lesa hér.

Þegar betur var að gáð, þurfti ekki að fara upp á heiði til þess að sjá afleiðingar zink-eitrunar á plöntur. Hér í bæ eru víða zink-stólpar hafðir í grindverk og girðingar. Eins og sjá má á þessum myndum, þrífst enginn mosi næst staurunum, þar sem zinki skolar niður.

Á íþróttasvæðinu í Laugardal er yfirbyggt áhorfendasvæði. Þar er regnvatn látið leka niður í rennum, og ekkert gengið frá því frekar. Þar má glöggt sjá áhrif zink-eitrunar. Þar sem vatnið af þakinu flæðir yfir, nær enginn gróður að vaxa og áhrif regnvatnsins á reynivið eru augljós. Myndin hér fyrir neðan er til vitnis um það.

Við íþrottaasvæði Þróttar í Laugardal. Ljósm. ÁHB

Við íþrottaasvæði Þróttar í Laugardal. Ljósm. ÁHB

 

ÁHB / 13. maí 2013

Leitarorð:


Leave a Reply