Dagbog fra Island – Ferðasaga eftir Harald Krabbe – Barátta við sullarveiki

Skrifað um July 18, 2012 · in Almennt · 22 Comments

BÆKUR – Náttúrufræðirit
Dagbog fra Island – Ferðasaga eftir Harald Krabbe. 112 bls.
Útgef. er Ivan Kati. Kaupmannahöfn 2000. – Ritdómur Morgunblaðið 19. apríl 2000:40.

ÖLDUM saman herjaði sullaveiki á Íslendinga og olli miklum bágindum. Orsök sjúkdómsins var óþekkt fram á miðja nítjándu öld, en þá varð mönnum loks ljóst, að sníklar voru valdir að þessum hörmungum fólks. Bandormur, sem lifir meðal annars í þörmum hunda, verpir eggjum, sem berast ofan í menn (eða sauðfé) og þroskast þar í lirfu, sem borar sér leið í gegnum þarmavegginn. Síðan getur lirfan borizt í blóðrás um líkamann, sest að í einhverju líffæri og myndað um sig hjúp eða blöðru, sem er fyllt vökva. Kallast það sullur, sem getur orðið æði stór og valdið heilsuleysi, þar sem hann þrýstir á viðkvæm líffæri. Hér á landi höfðu hómópatar, skottulæknar og læknar reynt um langan aldur að létta sullaveikum mönnum þjáningar með ýmsum ráðum og jafnvel holskurði án þess þó, að þeir gerðu sér grein fyrir orsök. En það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, sem mönnum varð ljóst, hvernig hundar koma þar við sögu. Um svipað leyti birti danskur læknir yfirlit yfir helztu sjúkdóma á Íslandi og komst að því, að sullaveiki hrjáði tæp 20% Íslendinga og væri mikill bölvaldur í landinu. Á þessum árum hafði ungur maður, Harald Krabbe, nýlokið námi í læknisfræði og hafið störf sem kennari í líffæra- og lífeðlisfræði í dýralækninga- og landbúnaðarháskólanum í Danmörku. Sérstakt áhugamál hans var sníkjudýrafræði, og í ljósi nýrra uppgötvana á því sviði ákvað hann að fara til Íslands og kynna sér ástand og horfur í þeim málum. Hann lagði af stað í fyrstu ferð sína 8. maí 1863. Í dagbókum sínum lýsir hann ferðalagi sínu oft og tíðum mjög ítarlega, einkum í upphafi. Þá kom hann tvívegis seinna, 1870 og 1871, og þá bregður svo við, að dagbókarslitrurnar verða því óburðugri sem líður á ferðina. Sjálfsagt hefur hann haft ýmsum öðrum hnöppum að hneppa, því að í síðustu ferð sinni kvæntist hann íslenzkri konu, Kristínu, dóttur Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs, og eignuðust þau fjóra syni. Margir kannast án efa við tvo þeirra, Jón, sendiráðsritara í Kaupmannahöfn og Thorvald vitamálastjóra, sem skrifaði hina gagnmerku bók »Island og dets tekniske udvikling gennem tiderne« 1946.

Í inngangi að bókinni segir útgefandi hennar frá því, hvernig hann fékk í hendur ljósrit af handriti dagbókarinnar í upphafi áttunda áratugar en lét ekki verða af því fyrr en nú að gefa hana út. Að hans dómi er dagbókin merk heimild um líf og störf Íslendinga á þessum árum, en hún lýsir ekki síður dugmiklu starfi Haralds. Það er ekki ofmælt, að Harald Krabbe lagði grunninn að baráttunni við sullaveikina með rannsóknum sínum, þó að allmörg ár liðu þangað til henni væri nær alveg útrýmt. Í dagbókinni segir Harald frá því,
hvernig Íslendingar komu honum fyrir sjónir, greinir frá allmörgu sullaveiku fólki, sem hann reyndi að hjálpa og síðast en ekki sízt var
hann mikill áhugamaður um almenna náttúrufræði og veitti dýrum og plöntum eftirtekt. Meðal annars telur hann sig hafa fundið klettafrú í Almannagjá; sennilegra er þó að það hafi verið bergsteinbrjótur. Aðallega beindist athygli hans þó að hundum í leit að bandormum og þar fór hann ekki erindisleysu. Nær allir hundar, sem hann rannsakaði, voru
með bandorma, og um 30% með þá tegund, sem mönnum stafaði mest hætta af. Harald ritaði síðan bækling, »Athugasemdir handa Íslendingum um sullaveikina og varnir móti henni«, sem var dreift á hvert heimili í landinu. Þar með var baráttan við sullaveikina hafin. Margvíslega vitneskju er að finna í bókinni og er frásögnin bæði skemmtileg og fróðleg. Harald kynntist mörgu fólki og segir frá því tæpitungulaust. Ýmsu fékk hann að kynnast á ferð sinni og fræg er frásögn hans, þegar hann var látinn sofa í kirkju á Mosfelli við hliðina á líkkistu. Harald skrifaði sjálfur 1867 ítarlega grein um ferð sína (Erindringer fra en Reise paa Island i sommeren 1863) og byggðist hún á dagbók hans. Svo undarlegt sem það er, þá er ekki sagt frá grein þessari í bókinni. Svo virðist sem útgefanda hafi ekki verið kunnugt um hana.

Dagbókin er yfirleitt auðlesin en þó hnýtur maður um allmargar skammstafanir, sem þó er leyst úr fremst; þá er getið allmargra manna, og ekki er alltaf auðvelt að átta sig á hverjir það eru, þó að flestra sé getið á kápusíðu. Æskilegt hefði verið að skýra betur en gert er ýmis atriði, sem Harald rétt tæpir á, en til þess hefði þurft mann, sem
er kunnugur sögu landsins á þessum tíma. Dagbók þessi, þótt ekki sé hún stór í sniðum, varpar skýru ljósi á, hve alvarlegur sjúkdómur sullaveikin var á sínum tíma, en hún lýsir einnig ýmsum smáatriðum í lífi og starfi fólks, sem gaman er að kynnast og menn hafa kannski ekki gert sér fulla grein fyrir áður. Auk dagbókarinnar er í bókinni stutt yfirlit yfir lífsferil sullaveikibandorms eftir Kristínu Helgu Þórarinsdóttur (prófritgerð 1999) og gömul grein eftir Pál A. Pálsson um útrýmingu sullaveikinnar á Íslandi. Allmargar myndir eru í bókinni en þær eru nokkuð hver úr sinni áttinni.

Harald Krabbe tókst að skýra orsakir sullaveikinnar og hann benti okkur á ráð til þess að forðast hana. Starf hans bar ríkulegan ávöxt og hann er fyllilega þess verður að minningu hans sé á loft haldið. Óhætt er að segja um þá feðga þrjá, að þeir hafi verið Íslendingum miklir haukar í horni.

Leitarorð:

22 Responses to “Dagbog fra Island – Ferðasaga eftir Harald Krabbe – Barátta við sullarveiki”
  1. DeShofsGtv says:

    best drugstore highlighter canada world pharmacy quality rx pharmacy

  2. DevShofsGtv says:

    adipex canada pharmacy manor pharmacy store locator reliable rx pharmacy coupon

  3. RtShofsDev says:

    how does viagra work viagra online pharmacy viagra for sale

Leave a Reply