Almennt

Öll prótín í mannslíkama. Einstök uppgötvun

Skrifað um November 11, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í dag, 11. nóvember, kynna sænskir vísindamenn kort (atlas) af öllum prótínum í mannslíkama. Þetta er dýrasta og stærsta framtak fræðimanna til þessa og ekki síður markvert en gerð korts af genum fyrir rúmum áratug. Mathias Uhlén, prófessor í örverufræði í Kungliga tekniska högskolan (KTH) í Stokkhólmi, hefur leitt verkefnið Human protein atlas. Þar eru […]

Lesa meira »

Laktósi og laktósaóþol

Skrifað um November 6, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í allri mjólk spendýra (og þar á meðal manna) er sykur, sem nefnist laktósi. Nafnið er dregið af latneska orðinu lac, mjólk, og því er hann einnig nefndur mjólkursykur. Sykurinn kemur hvergi annars staðar fyrir í náttúrunni, en hann er í misjafnlega miklu magni (2-8% af þyngd) eftir því um hvaða tegund lífvera er að […]

Lesa meira »

Er mjólk óholl? Rannsókn bendir til þess

Skrifað um November 2, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Flestir eru aldir upp við það, að mjólk sé holl. Enda er það svo, að í henni eru flest lífsnauðsynleg næringarefni, meðal annars þau, sem eru ómissandi fyrir beinagrind, eins og kalsíum, fosfór og D-vítamín. Nú hefur á hinn bóginn birzt grein í læknatímaritinu British Medical Journal, þar sem niðurstöður viðamikillar rannsóknar benda eindregið til […]

Lesa meira »

Styttan af Einari Benediktssyni

Skrifað um October 31, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Árið 1964 var eg staddur á Klambratúni, þegar styttan af Einari Benediktssyni var afhjúpuð. Eg heyrði þá, þegar Örlygur Sigurðsson vék sér að Ásmundi Sveinssyni og sagði við hann eitthvað í þeim dúr, að nú dytti umferðarhraði niður á Miklubraut, því að allir héldu, að Einar væri umferðarlögregluþjónn, þar sem hann blasti við sjónum manna. […]

Lesa meira »

Póstur

Skrifað um October 29, 2014, by · in Flokkur: Almennt

  Í dag þurfti eg að senda smá blaðastranga austur á Egilsstaði með póstinum (nánar 46 blöð af A3). Í fyrstu þótti mér dýrt að borga 800 krónur fyrir sendingu. Þá varð mér litið upp og sá þá auglýsingu frá póstinum, sem sýnir, hvernig póstsamgöngum er háttað á Íslandi á tækniöld. Allir verða að fá […]

Lesa meira »

Kettir fyrir bjór

Skrifað um October 28, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Valtýr Albertsson (1896-1984) frá Flugumýrarhvammi var mikils metinn læknir hér á landi í áratugi. Að loknu prófi héðan frá H.Í. hélt hann til Noregs í framhaldsnám og las lífeðlisfræði við háskólann í Osló veturinn 1924/25. Þennan sama vetur dvöldu allnokkrir Íslendingar í Osló við nám og störf eða höfðu þar stutta viðdvöl. Af þeim má […]

Lesa meira »

Gist í Fornahvammi í Norðurárdal

Skrifað um September 30, 2014, by · in Flokkur: Almennt

  Um miðjan ágúst 1968 lagði eg af stað úr Reykjavík á rússajeppa mínum. Ferðinni var heitið norður í land til þess að safna plöntum, en þó aðallega mosum. Á leiðinni stoppaði eg á nokkrum stöðum og safnaði mosum rétt við þjóðveginn.   Um kaffileytið var eg staddur neðst í Norðurárdal í Borgarfirði og fór […]

Lesa meira »

Efnisyfirlit VI • (24.11.2013 – 29.9. 2014)

Skrifað um September 30, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Efnisyfirlit I • (15.7. 2012 – 5.12. 2012) Efnisyfirlit II • (6.12. 2012 – 11.2. 2013) Efnisyfirlit III • (12.2.2013 – 13.4. 2013) Efnisyfirlit IV • (14.4.2013 – 22.7. 2013) Efnisyfirlit V • (23.7.2013 – 23.11. 2013) Yfirlit í tímaröð (24.11. 2013 – 29.9. 2014) Grimmia Hedw. – Skeggmosar • 29.9. 2014 Timmia […]

Lesa meira »

Hnoðstaka

Skrifað um September 8, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Sonardóttirin, Sólveig Freyja, var hnuggin yfir því að missa fyrstu barnatennurnar. Afinn reyndi að hugga hana með þessari hnoðstöku: Hvorki stoðar vol né vein, þér verður bættur skaðinn. Þótt tennur hverfi, ein og ein, aðrar koma‘ í staðinn.

Lesa meira »

Sveppir

Skrifað um August 27, 2014, by · in Flokkur: Almennt

  „Eins og þegar er getið, hafa sveppir lengi verið álitnir fremur dularfullar verur, sem stafar af því meðal annars, að mestöll lífsstarfsemi þeirra fer fram niðri í moldinni, hulin sjónum vorum og jafnvel venjulegum rannsóknatækjum.”   Helgi Hallgrímsson, 1987: Sveppabaugar og huldurendur   „Svöppur k. »sveppur, svampur; knöttur, kúla, …«, svöppur líkl. <*swampu-, sbr. svampur og […]

Lesa meira »
Page 8 of 19 1 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 19