Hörður Kristinsson: Íslenskar fléttur 392 tegundum lýst í máli og myndum Bókaútgáfan Opna og Hið íslenska bókmenntafélag, 2016 468 bls. Höfundi þessa pistils áskotnaðist góð gjöf fyrir fáum dögum. Sannur vinur að austan kom færandi hendi á sólstöðum með nýútkomna bók, Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson. Það er ætíð sérstök tilhlökkun, þegar út kemur bók í grasafræði, […]
Lesa meira »Almennt
Flestir telja, að Þórhallur Vilmundarson (1924-2013), prófessor og forstöðumaður Örnefnastofnunar, sé höfundur að svo kallaðri náttúrunafnakenningu. Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófessor, kemst meðal annars svo að orði á Vísindavefnum: „Örnefni voru líka gengisfelld sem heimildir um 1970, með svonefndri náttúrunafnakenningu. Höfundur hennar er Þórhallur Vilmundarson sem flutti röð rómaðra fyrirlestra árið 1966 og á næstu […]
Lesa meira »Mér er kunnugt um tvær ríkisstofnanir, sem veita mönnum verðlaun. Það er hvorki ÁTVR né ríkisskattstjóri, heldur Landgræðsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands. Í þau 25 ár, sem Landgræðsla hefur veitt verðlaun hafa samtals 88 einstaklingar, félög eða stofnanir fengið verðlaun. Verðlaun eða viðurkenningar Náttúrufræðistofnunar eru tvenns konar. A) Heiðursviðurkenning fyrir ómetanlegt framlag á sviði náttúrufræða […]
Lesa meira »Það hefur verið almenn skoðun, að jurtafeiti, einkum sú, sem er rík af línólsýru, verndi menn gegn hjarta- og æðasjúkdómum, einkum vegna þess, að kólesteról í blóði lækki umtalsvert. Samkvæmt nýjustu athugunum minnkar ekki hætta á hjartaáfalli við það að innbyrða fjölómettuð fituefni. Hins vegar kom í ljós, að fyrir hver 30 mg/dL sem kólesteról […]
Lesa meira »Fésbókar-raus Á þessum blöðum eru pistlar, sem eg hef sett á fésbókina; á stundum af sérstöku tilefni en oftar tilefnislaust. Hér er þó sleppt mörgum klausum, sem vísa inn á síðuna ahb.is, og eru það einkum greinir í grasafræði. – Greinarkorn þessi eru af ýmsum toga, en sérlega skillítil og eiga sjaldnast nokkurt erindi […]
Lesa meira »Þótt veturinn markist af veðraþyt mun veröldin skarta fögrum lit við stjörnuhimins geislaglit; við höldum nú jól að helgum sið og hljóðlega skulum við boða frið, svo öllu lífi gefist grið. Við finnum öll hvað eitt lítið ljós lifnar og glæðist við minnsta hrós. Sendi öllum, sem vilja meðtaka kveðju mína, óskir um […]
Lesa meira »Grær allt sem girt er Hugleiðing um græðslu mela HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ MELA Á LÁGLENDI? Bágt er að trúa því, að nokkrum heilvita manni sé annt um gróðurlausa láglendis-mela. Í raun og veru hvílir sú skylda á okkur að rækta þá til nytja. Mér er ekki kunnugt um neina þjóð, sem nytjar […]
Lesa meira »Líkræða yfir gömlum drykkjumanns ræfli Fyrir skömmu birti eg stuttan pistil „Vandasamt þjófnaðarmál“, þar sem sagt er frá meiðyrðamáli, sem Rannveig Helgadóttir á Kotströnd höfðaði á hendur séra Ólafi Magnússyni í Arnarbæli í nafni líks hálfbróður hennar, Eyjólfs ljóstolls. Nú hefur ágætur vinur minn bent mér á, að kafli úr líkræðu prests birtist í […]
Lesa meira »Margir hafa heyrt nefndan Eyjólf Magnússon „ljóstoll“, sem fæddist á Hraunhöfn í Staðarsveit 1841 en sálaðist á heimili systur sinnar Rannveigar á Kotströnd í Ölfusi 1911. Séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli hélt yfir honum ræðurnar, en mæltist svo miðurlega, að Rannveig fór í meiðyrðamál við prest – fyrir hönd líksins. Málinu var skotið til sýslumanns, […]
Lesa meira »Maður er nú orðinn svo gamall, að maður kippir sér ekki upp við það, þó að vaðið sé yfir mann. Við endurprentun á veggmyndinni Flóra Íslands, sem var gefin út af Hinu Ísl. náttúrufræðifélagi með styrk frá Ferðamálaráði 1985, var sagt í kynningu, „að við val á tegundum og uppröðun á myndflötinn naut Eggert aðstoðar […]
Lesa meira »