Almennt

Hvar eru Möðrudalsöræfi?

Skrifað um May 16, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Eitt langar mig til þess að bera undir menn almennt. Í nær daglegum tilkynningum frá Vegagerðinni er færð lýst á helztu leiðum. Meðal annars er sagt frá færð um Mývatnsöræfi og síðan Möðrudalsöræfi. Aldrei getið um færð á Hólsfjöllum. Nú veit eg reyndar ekki, hve gamalt örnefnið Möðrudalsöræfi er, en hvergi hef eg séð það […]

Lesa meira »

Zink-mengun

Skrifað um May 13, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Haustið 2006 vann eg að umhverfismati á flóru og gróðri vegna fyrirhugaðrar háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík. Þá tók eg eftir því, að við gamla línu frá Selfjalli að Hamranesi bar allmikið á gróðurskemmdum. Á um 10-15 metra breiðu belti og um 20-50 metra í norðvestur frá möstrunum voru allar mosa- og fléttutegundir dauðar. Blómplöntur […]

Lesa meira »

Skilaboð frá ::Vistfræðistofunni::

Skrifað um May 10, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Skilaboð :: Vistfræðistofan :: Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, fil. dr. Laugateigi 39 • 105 Reykjavík Tölvupóstur agusthbj@gmail.com Símar 553 6306 og 662 1199 Reykjavík, í maí 2013 Nú fer sumarið í hönd og það er sá tími, sem grasafræðingar reyna að nýta sem bezt, enda ekki ýkja langt. Eg vil vinsamlega vekja athygli á, að […]

Lesa meira »

Glettin grein eftir Jón R. Hjálmarsson (með bessaleyfi)

Skrifað um April 20, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Fræðaþulurinn Jón R. Hjálmarsson reit kímna grein í Heima er bezt 3. tbl. 63. árg. 2013 um ótíndan langferðarbílstjóra. Minni Jóns og skýrleiki er með eindæmum, en hann er rúmlega níræður að aldri. Þá sakar ekki að minna á þetta einstaka tímarit, Heima er bezt, sem er sneisafullt af margvíslegum fróðleik eftir marga skilríka heiðursmenn. […]

Lesa meira »

Efnisyfirlit III • (12.2.2013 – 13.4. 2013)

Skrifað um April 14, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Efnisyfirlit III • (12.2.2013 – 13.4. 2013) Efnisyfirlit I • (15.7. 2012 – 5.12. 2012) Efnisyfirlit II • (6.12. 2012 – 11.2. 2013) Yfirlit í tímaröð (12.2-13.4. 2013) Þrílaufungur – Gymnocarpium dryopteris • 13.4. 2013 Tófugras – Cystopteris fragilis • 13.4. 2013 Fjöllaufungar – Athyrium • 11.4. 2013 Liðfætluætt – Woodsiaceae • 11.4. 2013 Þistlar […]

Lesa meira »

Hvað eru tegundirnar margar?

Skrifað um April 4, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Carl von Linné (1707-1778) skilgreindi tegundarhugtakið út frá útliti lífvera: Species tot numeramus, quot diversæ formæ in pricipio sunt creatæ, eins og það hljóðar á latínu. Við upphaf 20. aldar var hugtakið tegund skilgreint út frá lífsstarfseminni (sjá: Ernst Mayr 1904-2005) og hljóðar þannig: Allir einstaklingar, sem í öllum meginatriðum eru eins að gerð og […]

Lesa meira »

Blóm á grösum

Skrifað um March 18, 2013, by · in Flokkur: Almennt

ÞAÐ ER eilítið undarlegt, þegar menn sjá grös komin í blóma, koma orðin hirðuleysi og seinlæti fyrst upp í hugann. Þessu er öfugt farið við öll blóm önnur, þar sem menn kætast, þegar þeir sjá fyrstu krókusa á vorin og vetrarblóm lítur dagsins ljós. Þá eru sumir, sem trúa því alls ekki, að blóm séu […]

Lesa meira »

Enn og aftur um þarma-flóru

Skrifað um March 6, 2013, by · in Flokkur: Almennt

PISTLARNIR um Þarmaskolun (detox) og saurgjafir og Meira um þarma-flóru virðast hafa vakið talsverða athygli, ef dæma má eftir heimsóknum á þennan vef. Þar var meðal annars bent á, að lið lækna og lyfjaiðnaðar hafa sýnt þessu máli lítinn áhuga. Nú hlýtur að verða breyting á afstöðu þeirra til þessara mála, því að nýverið birtist […]

Lesa meira »

Hvað er til ráða?

Skrifað um February 26, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Láta mun nærri, að það séu tíu sinnum fleiri gerlafrumur (1014) í og á einum manni en líkamsfrumurnar (1013) sjálfar. Með öðrum orðum erum við gegnumsmogin af gerlum (bakteríum) og ekki bara af einni gerð, heldur munu það vera nálægt eitt þúsund tegundir. Þessar örsmáu lífverur gera sitt gagn á ótal mismunandi hátt, vinna vítamín […]

Lesa meira »

Heilsa á fullu tungli

Skrifað um February 24, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Óneitanlega erum við haldin ýmsum bábiljum og hjátrú. Ýmsir kunna að segja, að það geri ekkert til, því að það gefi lífinu bara aukið gildi. Því hafa margir til að mynda trúað um langan aldur, að tunglið hafi mikil áhrif á líf okkar og störf. Um þetta hafa verið skrifaðar margar bækur til þess að […]

Lesa meira »
Page 12 of 19 1 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 19