Póstur

Skrifað um October 29, 2014 · in Almennt

Kemst pakkinn til skila?

Kemst pakkinn til skila?

 

Í dag þurfti eg að senda smá blaðastranga austur á Egilsstaði með póstinum (nánar 46 blöð af A3).

Í fyrstu þótti mér dýrt að borga 800 krónur fyrir sendingu. Þá varð mér litið upp og sá þá auglýsingu frá póstinum, sem sýnir, hvernig póstsamgöngum er háttað á Íslandi á tækniöld.

Allir verða að fá eitthvað fyrir snúð sinn, hugsaði eg, á 654 kílómetra langri leið. Undarlega ódýrt.

 

ÁHB / 29. október 2014

 

 Leave a Reply