Kiaeria I. Hagen (hnúskmosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt) en tilheyrði áður Dicranaceae (brúskmosaætt). Almennt er talið, að sex tegundir teljist til ættkvíslarinnar og vaxa fjórar hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru uppréttir, fremur lágvaxnir blaðmosar (1-5(-8) cm), sem vaxa á móbergi, steinum, klettum, í þúfnakollum, melum, jarðvegsfylltu undirlagi, snjódældum, […]
Lesa meira »Mosar
Arctoa Bruch & Schimp. (totamosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt) en tilheyrði áður Dicranaceae (brúskmosaætt). Til ættkvíslarinnar teljast þrjár tegundir og vaxa tvær þeirra hér á landi. Þetta eru uppréttir, lágvaxnir blaðmosar, sem vaxa á móbergi, steinum, klettum, í þúfnakollum, melum og jarðvegsfylltu undirlagi. Þeir líkjast Dicranum tegundum, en eru jafnan minni (0,5-3 cm á […]
Lesa meira »Ættkvíslin Hedwigia P. Beauv., brámosar, er eina ættkvíslin í ættinni Hedwigiaceae (brámosaætt) og innan kvíslar eru aðeins fjórar tegundir kunnar. Á Norðurlöndum vaxa þrjár, en aðeins ein á Íslandi. Sérstök lýsing á ættkvísl er því óþörf. Hedwigia er dregið af nafni þýzks manns, sem hét Johann Hedwig (1730-1799) og oft hefur verið kallaður faðir mosafræðinnar. […]
Lesa meira »Til ættkvíslarinnar Funaria Hedw. teljast nú um 200 tegundir. Flestar þeirra vaxa á tempruðum og heittempruðum slóðum og mynda litla bólstra eða breiður á skuggsælum og svölum stöðum. Plöntur eru 3-5 cm á hæð, uppréttar, skærgrænar til gulgrænar. Þær eru jafnan einærar eða tvíærar og fáeinar fjölærar. Stöngull er ógreindur, nema neðarlega á stöngli vex […]
Lesa meira »Cirriphyllum Grout – broddmosar Mosar þessarar ættkvíslar, Cirriphyllum Grout, eru liggjandi blaðmosar, glansandi grænir, allstórvaxnir eða í meðallagi stórir. Plöntur eru fjaðurgreindar eða óreglulega greinóttar. Stofnblöð niðurhleypt, egglaga til langegglaga, mjókka snögglega fram í stuttan til langan, mjóan eða breiðan odd. Rif nær upp eða upp fyrir blaðmiðju. Frumur í blaðmiðju aflangar og mjóar, lengd […]
Lesa meira »Ættkvíslin Brachythecium W. P. Schimper, lokkmosar, er í víðri merkingu (sensu lato) allstór ættkvísl með um 300 tegundum. Að vísu hefur verið höggvið í hana hin síðari ár (kvíslirnar Brachytheciastrum og Sciuro-hypnum), svo að nú eru kannski ekki nema um 150 tegundir henni tilheyrandi. Ættkvíslin hefur þótt erfið í greiningu, því að tegundir eru náskyldar. Alltaf […]
Lesa meira »Encalypta Hedw. – klukkumosar Til ættkvíslarinnar Encalypta Hedw. – klukkumosa teljast um 25 tegundir. Hér á landi vaxa sex tegundir en samtals 15 annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru uppréttar og kvíslgreindar, brúnar til gulgrænar plöntur, allt að 5 cm á hæð. Blöð eru stór, tungu- til lensulaga, snubbótt eða ydd og oftast með hárodd. […]
Lesa meira »Grimmia Hedw. – skeggmosar Um 120 tegundum hefur verið lýst innan Grimmia-ættkvíslar, en aðeins um helmingur þeirra er almennt viðurkenndur. Hér á landi vaxa 12 tegundir, en annars staðar á Norðurlöndum vaxa 28 tegundir. Á stundum hefur kvíslinni verið skipt í Dryptodon og Hydrogrimmia en það er ekki gert hér. Allar tegundir kvíslar eru meira […]
Lesa meira »Timmia Hedw. – Toppmosar Uppréttir blaðmosar. Fremur sterklegir og stórvaxnir mosar í gulgrænum þúfum á jarðvegi eða klettum og í gjótum á rökum stöðum, oft í skugga. Blöð eru stór, 5-10 mm á lengd, og mynda aðlægt, litlaust, gulleitt eða rauðleitt slíður að stöngli. Rif er sterklegt og endar rétt neðan við blaðodd, en gengur […]
Lesa meira »Amphidium Schimp. – Gopamosar Uppréttir blaðmosar, 1-6 cm á hæð. Stöngull þríhyrndur í þverskurði og því sitja blöðin nokkurn veginn í þremur röðum. Rætlingar brúnir og sléttir. Rök blöð eru upprétt eða útstæð en bugðótt eða hrokkin þurr. Vaxa í þéttum þúfum í rökum klettum, hraunum og urðum. Hér vaxa tvær tegundir. Önnur er tvíkynja […]
Lesa meira »