Mosar

Scorpidium – krækjumosar

Skrifað um October 29, 2016, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Scorpidium (Schimp.) Limp. – krækjumosar – telst til Calliergonaceae (hrókmosaættar) ásamt sex öðrum, en af þeim vaxa fimm hér á landi: Straminergon (seilmosar) Loeskypnum (hómosar) Calliergon (hrókmosar) Warnstorfia (klómosar) Sarmentypnum (kengmosar) Ein ættkvísl til viðbótar telst til ættarinnar en vex ekki hér á landi: Hamatocaulis. Til kvíslar teljast aðeins þrjár tegundir og vaxa þær […]

Lesa meira »

Calliergon – hrókmosar

Skrifað um October 27, 2016, by · in Flokkur: Mosar

Calliergon (Sult.) Kindb. – hrókmosar Kvíslin er af ættinni Calliergonaceae – hrókmosaætt – ásamt sex öðrum og teljast 20 til 25 tegundir til hennar. Aðrar kvíslir hér á landi eru: Straminergon (seilmosar) Loeskypnum (hómosar) Scorpidium (krækjumosar) Warnstorfia (klómosar) Sarmentypnum (kengmosar) Til Calliergon heyra 4 til 6 tegundir og vaxa þrjár þeirra hér á landi, einum […]

Lesa meira »

Straminergon – seilmosar

Skrifað um October 26, 2016, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Straminergon Hedenäs tilheyrir ættinni Calliergonaceae (hrókmosaætt) ásamt Calliergon (hrókmosum), Loeskypnum (hómosum) Scorpidium (krækjumosum) Warnstorfia (klómosum) Sarmentypnum (kengmosum) Ein ættkvísl til viðbótar telst til ættarinnar en vex ekki hér á landi: Hamatocaulis. Straminergon stramineum (Brid.) Hedenäs – seilmosi Plöntur eru meðalstórar eða litlar, ljósgrænar, hvítleitar eða grængular, lítið eða ekki greinóttar, jarðlægar eða uppréttar, 5-12 […]

Lesa meira »

Nýr greiningarlykill

Skrifað um October 26, 2016, by · in Flokkur: Mosar

  Fjölrit n:r 43 frá ::Vistfræðistofu:: er komið út. Það ber heitið Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt 40 ættkvíslarlyklum. – Reykjavík 2016. 89 bls. Hefti þetta er prentað sem handrit einkum ætlað til æfinga og kennslu í mosafræði. Unnt er að greina til allra ættkvísla hérlenda mosa og um rúmlega helmings tegunda. – […]

Lesa meira »

Tegundaskrá um íslenzka blaðmosa (Musci) 2015

Skrifað um March 18, 2015, by · in Flokkur: Mosar

::Vistfræðistofan Ágúst H. Bjarnason, fil. dr. Laugateigi 39 • 105 Reykjavík       Tegundaskrá um íslenzka blaðmosa (Musci) 2015 Önnur útgáfa     Ágúst H. Bjarnason         Fjölrit Vistfræðistofu n:r 42   Reykjavík í marz 2015         Önnur útgáfa 2015               […]

Lesa meira »

Plagiopus – bólsturmosar

Skrifað um February 1, 2015, by · in Flokkur: Mosar

  Ættkvíslin Plagiopus Brid. (bólsturmosar) telst til Bartramiaceae (strýmosaættar) ásamt þremur öðrum kvíslum hérlendis, Philonotis (hnappmosum), Bartramia (strýmosum) og Conostomum (þófamosum). Aðeins ein tegund tilheyrir ættkvíslinni í heiminum og því dugir lýsing á henni. Ættkvíslarnafnið plagiopus er komið úr grísku, plagios, skásettur, á skakk; viðskeyti –pus, fótaður, komið af pous, fótur. Sennilega kemur nafnið til […]

Lesa meira »

Bartramia – strýmosar

Skrifað um February 1, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Bartramia Hedw. (strýmosar) telst til Bartramiaceae (strýmosaættar) ásamt þremur öðrum kvíslum hérlendis, Philonotis (hnappmosum), Conostomum (þófamosum) og Plagiopus (bólsturmosum). Rúmlega 70 tegundum hefur verið lýst og af þeim eru 28 almennt viðteknar. Fjórar tegundir vaxa á Norðurlöndum, þar af þrjár á Íslandi.   Greiningarlykill að tegundum innan ættkvíslarinnar Bartramia: 1. Blaðgrunnur hvítleitur og lykur […]

Lesa meira »

Conostomum – þófamosar

Skrifað um February 1, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Conostomum Sw. ex F. Weber & D. Mohr (þófamosar) telst til Bartramiaceae (strýmosaættar) ásamt þremur öðrum kvíslum hérlendis, Philonotis (hnappmosum), Bartramia (strýmosum) og Plagiopus (bólsturmosum). Innan kvíslar Conostomum eru sex tegundir. Hér á Norðurlöndum er aðeins ein tegund, C. tetragonum, og því er látið hjá líða að lýsa kvíslinni nánar hér. Ættkvíslarnafnið conostomum, keiluop, […]

Lesa meira »

Philonotis – hnappmosar

Skrifað um January 25, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Philonotis Brid. (hnappmosar) heyrir til Bartramiaceae (strýmosaætt). Um 170 tegundum hefur verið lýst innan kvíslarinnar en um 60 eru almennt viðurkenndar. Hér á landi vaxa sex tegundir en sjö á Norðurlöndum öllum. Mikill breytileiki er innan kvíslar og getur nafngreing því reynzt harla erfið. Varast skal að skoða ung blöð. Plöntur eru grænar eða […]

Lesa meira »

Bartramiaceae – strýmosaætt

Skrifað um January 25, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Innan ættarinnar Bartramiaceae (strýmosaættar) eru fjórar ættkvíslir hérlendis en fimm annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru meðalstórar til stórar plöntur, uppréttar, oftar ógreindar en greindar; á stundum eru greinakransar fyrir neðan karlkynhirzlur ofarlega á stöngli. Blöð eru margvísleg, egglaga til striklaga, ydd eða snubbótt, slétt eða með langfellingar, tennt og ójöðruð. Rif er einfalt, sterklegt, […]

Lesa meira »
Page 3 of 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9