Mosar

Meesia – snoppumosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Meesia Hedwig, (snoppumosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt ásamt kvíslunum Amblyodon (dropmosum), Leptobryum (nálmosum) og Paludella (rekilmosum). Í kvíslinni eru alls 12 tegundir blaðmosa, fjórar tegundir á Norðurlöndum og af þeim tvær hér á landi. Þetta eru meðalstórar, uppréttar plöntur, 2-10 cm á hæð, dökkgrænar til gulgrænar, vaxa í þúfum í margs konar sólríku votlendi. Blöð eru […]

Lesa meira »

Meesiaceae – snoppumosaætt

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Innan ættarinnar Meesiaceae vaxa fjórar ættkvíslir á Norðurlöndum. Flestar tegundir vaxa í litlum, þéttum þúfum, nema Paludella squarrosa, sem getur myndað stórar breiður. Plöntur eru jafnan ógreindar og uppréttar. Blöð eru egglensu- til mjólensulaga, upprétt, útstæð eða baksveigð. Rif er einfalt og sterklegt; endar neðan við blaðenda. Gróhirzlur eru perulaga, oftast bognar með langan háls […]

Lesa meira »

Paludella – rekilmosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Paludella Ehrhardt ex Bridel (rekilmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt ásamt kvíslunum Amblyodon (dropmosum), Leptobryum (nálmosum) og Meesia (snoppumosum). Í kvíslinni er aðeins ein tegund blaðmosa. Það er því nóg að lýsa tegundinni. Ættkvíslarnafnið paludella er komið úr latínu, ‘palus’ votlendi og ‘-ellus’ er smækkunarviðskeyti. Það er til merkis um, að tegundin vaxi í votlendi. Paludella […]

Lesa meira »

Leptobryum – nálmosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Leptobryum (nálmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt kvíslunum Meesia (snoppumosum), Amblyodon (dropmosum) og Paludella (rekilmosum). Að minnsta kosti sex tegundum hefur verið lýst innan kvíslarinnar, en á Norðurlöndum er aðeins ein tegund. Það er því nóg að lýsa henni einni. – Ættkvíslin var áður talin til Bryaceae (hnokkmosaættar). Ættkvíslarnafnið leptobryum merkir magur eða þunnur Bryum; á […]

Lesa meira »

Amblyodon – dropmosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Amblyodon P. Beauv. (dropmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt kvíslunum Meesia (snoppumosum), Leptobryum (nálmosum) og Paludella (rekilmosum). Í kvíslinni er aðeins ein tegund blaðmosa. Það er því nóg að lýsa tegundinni. Ættkvíslarnafnið amblyodon merkir sljótenntur; á grísku er amblys, snubbóttur, oddlaus; –odon af odous, tönn. – Sennilega er nafnið tilkomið vegna þess, að ytri kranstennur eru snubbóttar […]

Lesa meira »

Dicranum – brúskmosar

Skrifað um January 16, 2015, by · in Flokkur: Mosar

  Um það bil eitt hundrað tegundir eru skráðar í ættkvísinni Dicranum Hedwig – brúskmosum, sem tilheyrir hinni fornu ætt Dicranaceae (brúskmosaætt). Í gjörvallri Evrópu vaxa 29 tegundir, á Norðurlöndum öllum 26 en einungis ellefu tegundir hérlendis. Flestar tegundir kvíslarinnar eru fremur stórvaxnar og grófar með löng, mjó blöð, sem mjókka smám saman fram í […]

Lesa meira »

Dicranoweisia – kármosar

Skrifað um January 12, 2015, by · in Flokkur: Mosar

  Ættkvíslin Dicranoweisia Lindberg ex Milde (kármosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt), en taldist áður til Dicranaceae (brúskmosaætt). Til kvíslarinnar teljast um 20 tegundir, þrjár vaxa annars staðar á Norðurlöndum en aðeins ein hérlendis, D crispula. Þar af leiðandi er lýsing á henni látin nægja. Þess má geta, að um 100 tegundir blaðmosa hafa fundizt á Suðurskautslandinu […]

Lesa meira »

Dichodontium – glætumosar

Skrifað um December 17, 2014, by · in Flokkur: Mosar

Dichodontium – glætumosar Ættkvíslin Dichodontium Schimp. (glætumosar) telst til Rhabdoweisiaceae (kármosaættar) ásamt sjö kvíslum öðrum, sem eru: Amphidum, Arctoa, Cynodontium, Dicranoweisia, Glyphomitrium, Kiaeria og Oncophorus. Áður fyrr tilheyrðu allar þessar kvíslir Dicranaceae (brúskmosaætt). Um fimm tegundum hefur verið lýst innan kvíslar og vaxa tvær hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Önnur tegundin – […]

Lesa meira »

Dicranella – rindilmosar

Skrifað um December 15, 2014, by · in Flokkur: Mosar

  Dicranella – rindilmosar Ættkvíslin Dicranella (Müll. Hal.) Schimp. (rindilmosar) telst til Dicranaceae (brúskmosaættar) ásamt tveimur ættkvíslum öðrum, Dicranum og Aongstroemia. Rétt rúmlega 200 tegundum hefur verið lýst innan kvíslar, en aðeins um 70 eru almennt viðurkenndar. Á Norðurlöndum vaxa ellefu tegundir og af þeim eru átta hérlendis. Ein tegund, sem áður var talin til […]

Lesa meira »

Ætt Dicranaceae sensu lato

Skrifað um December 4, 2014, by · in Flokkur: Mosar

Ættin klofin Í eina tíð töldust um sjötíu ættkvíslir blaðmosa (baukmosa) til ættar Dicranaceae s.l. (sensu lato, í víðri merkingu; brúskmosaætt[1]). Hér á landi eru ellefu þeirra, með rétt rúmlega fjörutíu tegundum, en annars staðar á Norðurlöndum eru um tuttugu kvíslir með liðlega sjötíu tegundum. Þannig var þessu háttað, þegar Fjölrit Náttúrufræðistofnunar um brúskmosaætt kom […]

Lesa meira »
Page 4 of 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9