Hedwigia – brámosar

Skrifað um October 27, 2014 · in Mosar · 17 Comments

Hedwigia stellata. Ljósm. ÁHB.

Hedwigia stellata. Ljósm. ÁHB.

Ættkvíslin Hedwigia P. Beauv., brámosar, er eina ættkvíslin í ættinni Hedwigiaceae (brámosaætt) og innan kvíslar eru aðeins fjórar tegundir kunnar. Á Norðurlöndum vaxa þrjár, en aðeins ein á Íslandi. Sérstök lýsing á ættkvísl er því óþörf.

Hedwigia er dregið af nafni þýzks manns, sem hét Johann Hedwig (1730-1799) og oft hefur verið kallaður faðir mosafræðinnar.

Johann Hedwig eða Joannis Hedwig, eins og nafn hans var ritað á latínu, var bæði læknir og grasafræðingur. Hann fæddist í Rúmeníu og nam læknisfræði í háskólanum í Leipzig, þar sem hann lauk prófi 1759. Næstu tuttugu árin sinnti hann læknisstörfum en hafði grasafræði sem tómstundagaman. Sagt var, að hann færi út snemma morguns áður en vinna hæfist og safnaði mosum. Að dagsverki loknu sneri hann sér að mosum á kvöldin. Hann varð prófessor í læknisfræði við háskólann 1786 og síðan í grasafræði 1789, jafnframt því að verða forstöðumaður Grasagarðsins í Leipzig.

Hann varð fyrstur til að skilgreina karl- og kvenkynhirzlur mosa, rannsakaði spírun gróa og þroska frumþals (protonema). Reyndar varð hann ekki hinn fyrsti til þess að sá gróum og fá þau til að spíra; þar var annar maður að verki, Hollendingurinn David Meese (1723-1770), sem ættkvíslin Meesia (snoppumosar) er kennd til.

Höfuðrit Johanns Hedwigs, Species Muscorum Frondosorum, var gefið út að honum látnum 1801. Þar er lýst nær öllum þekktum mosum á þeim tíma, og er þetta rit talið upphaf að latneskum nafngiftum mosa, nema hjá Sphagnum.

Hedwigia stellata Hedenäs – brámosi

Plöntur 2-7 cm á hæð, vaxa í lausum breiðum eða þúfum, gul- eða blágrænar en gráleitar efst, óreglulega greinóttar. Blöð eru kúpt, egglaga, um 2 mm, aðlæg blöð þurr með útsveigðan hárodd; rök blöð útstæð eða upprétt. Framan til í blöðum tekur við litlaust, aflangt svæði, sem gengur fram í tenntan og vörtóttan hárodd. Litlaus hluti blaðs um 30-40% af blaðlengd. Blaðjaðar greinilega útundinn neðan til upp að miðju. Kvenhlífarblöð eru stærri en stöngulblöð, aflöng og á jöðrum þeirra eru litlausir, langir, tenntir þræðir, sem líkjast kögri. Blaðgrunnur er rauður. Blöð riflaus. Rætlingar á neðri hluta stönguls, sem oft er blaðlaus; rætlingar brúnir og sléttir.

Hedwigia stellata. Hér sést greinilega litlaus, tenntur hároddur. Ljósm. ÁHB.

Hedwigia stellata. Hér sést greinilega litlaus, tenntur hároddur. Ljósm. ÁHB.

Frumur í blaðgrunni, blaðmiðju og blaðoddi eru aflangar; aðrar frumur egglaga til ferhyrndar eða ferningslaga og með þykka veggi, um 12 µm á breidd.

Frumur vörtóttar, nema í miðjum blaðgrunni og neðst í blaðrönd. Jafnan aðeins ein varta á hverri frumu; getur verið mjög há (10 µm) og kvíslótt eða stjörnulaga, 2-6 armar.

Plantan er tvíkynja og gróhirzlur því algengar. Kvenknappar eru á greinaendum og þar sem nýjar greinar myndast jafnan fyrir neðan þá, virðast kvenknappar vera hliðstæðir (hallandi mosi). Karlknappar eru í blaðöxlum. Stilkur mjög stuttur eða enginn og gróhirzla því hulin af kvenhlífarblöðum. Hirzlan er öfugegglaga eða nærri hnöttótt, slétt, upprétt og rauðbrún við gróhirzluopið. Lok rauðbrúnt, flatt eða með stutta trjónu. Enginn opkrans. Gró 20-30 µm að þvermáli, gulleit; á yfirborði þeirra eru stutt bogin strik.

Hedwigia stellata. Hér sést greinilega, að það er enginn opkrans á gróhirzlunni. Takið eftir hvítu, litlausu kögri á kvenhlífarblöðum. Ljósm. ÁHB.

Hedwigia stellata. Hér sést greinilega, að það er enginn opkrans á gróhirzlunni. Takið eftir hvítu, litlausu kögri á kvenhlífarblöðum. Ljósm. ÁHB.

 

Tegundin líkist að nokkru Grimmia og Racomitrium tegundum, en tegundir í þeim kvíslum eru allar með rif.

Viðurnafnið stellata er dregið af latínu stellatus, stjörnulaga; lat. stella, stjarna; viðskeytið –atus (lat.). Þegar horft er á þurr blöð ofan frá, minna þau á stjörnu.

H. stellata vex á þurrum, sólríkum klöppum og steinum, oft innan um aðrar tegundir. Fundin á fjórum stöðum á Suð-Austurlandi, einum á Suðurlandi og sex stöðum á Vesturlandi.

 

Helztu heimildir:
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit Vistfræðistofu n:r 40. Reykjavík.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 16. Nóvember 1990.
Elsa Nyholm, 1998: Illustrated Flora of Nordic Mosses. Fasc. 4. Copenhagen and Lund.
Tomas Hallingbäck et al.: Bladmossor: Kompaktmossor-kapmossor. ArtDatabanken, Sveriges lantbruksuniversitet. Uppsala 2008.
Tomas Hallingbäck, Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. Interpublishing. Stockholm.

 

ÁHB / 27. október 2014

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.

 

Leitarorð:

17 Responses to “Hedwigia – brámosar”
 1. Hi there I am so delighted I found your weblog, I really found you by mistake, while I was searching on Digg for something else, Nonetheless I am here now and would just like to say thanks for a remarkable post and a all round enjoyable blog (I also love the theme/design), I don’t have time to go through it all at the minute but I have book-marked it and also added in your RSS feeds, so when I have time I will be back to read a great deal more, Please do keep up the superb job.

 2. Thank you for the good writeup. It in fact was a amusement account it. Look advanced to more added agreeable from you! By the way, how can we communicate?

 3. Utterly indited subject matter, regards for selective information.

 4. I enjoy reading through and I believe this website got some really utilitarian stuff on it! .

 5. I will right away take hold of your rss feed as I can not to find your email subscription link or newsletter service. Do you’ve any? Kindly let me recognize in order that I may subscribe. Thanks.

 6. I would like to thnkx for the efforts you have put in writing this blog. I am hoping the same high-grade blog post from you in the upcoming as well. In fact your creative writing abilities has inspired me to get my own blog now. Really the blogging is spreading its wings quickly. Your write up is a good example of it.

 7. Write more, thats all I have to say. Literally, it seems as though you relied on the video to make your point. You definitely know what youre talking about, why throw away your intelligence on just posting videos to your site when you could be giving us something informative to read?

 8. It is best to participate in a contest for the most effective blogs on the web. I’ll recommend this site!

 9. I always was interested in this subject and stock still am, regards for putting up.

 10. Great write-up, I am normal visitor of one?¦s website, maintain up the excellent operate, and It’s going to be a regular visitor for a lengthy time.

 11. Hello there! Quick question that’s totally off topic. Do you know how to make your site mobile friendly? My blog looks weird when browsing from my apple iphone. I’m trying to find a theme or plugin that might be able to correct this issue. If you have any recommendations, please share. Cheers!

 12. Good post. I be taught one thing more challenging on totally different blogs everyday. It will always be stimulating to learn content material from different writers and observe a bit of one thing from their store. I’d want to use some with the content material on my weblog whether you don’t mind. Natually I’ll give you a hyperlink on your net blog. Thanks for sharing.

 13. Hiya, I’m really glad I’ve found this information. Today bloggers publish only about gossips and net and this is actually frustrating. A good web site with interesting content, that’s what I need. Thanks for keeping this site, I will be visiting it. Do you do newsletters? Can’t find it.

 14. Hey there would you mind stating which blog platform you’re using? I’m looking to start my own blog soon but I’m having a hard time making a decision between BlogEngine/Wordpress/B2evolution and Drupal. The reason I ask is because your layout seems different then most blogs and I’m looking for something unique. P.S My apologies for getting off-topic but I had to ask!

 15. My developer is trying to persuade me to move to .net from PHP. I have always disliked the idea because of the expenses. But he’s tryiong none the less. I’ve been using Movable-type on several websites for about a year and am anxious about switching to another platform. I have heard fantastic things about blogengine.net. Is there a way I can transfer all my wordpress posts into it? Any help would be greatly appreciated!

 16. What i don’t understood is in fact how you’re now not actually much more neatly-liked than you might be right now. You’re so intelligent. You already know therefore considerably when it comes to this matter, produced me in my view consider it from so many varied angles. Its like men and women are not fascinated until it is one thing to accomplish with Woman gaga! Your personal stuffs outstanding. Always care for it up!

 17. I have been absent for some time, but now I remember why I used to love this website. Thank you, I will try and check back more often. How frequently you update your website?

Leave a Reply