Ættkvíslin Hedwigia P. Beauv., brámosar, er eina ættkvíslin í ættinni Hedwigiaceae (brámosaætt) og innan kvíslar eru aðeins fjórar tegundir kunnar. Á Norðurlöndum vaxa þrjár, en aðeins ein á Íslandi. Sérstök lýsing á ættkvísl er því óþörf. Hedwigia er dregið af nafni þýzks manns, sem hét Johann Hedwig (1730-1799) og oft hefur verið kallaður faðir mosafræðinnar. […]
Lesa meira »