Funaria Hedw. – búamosar

Skrifað um October 8, 2014 · in Mosar · 30 Comments

Funaria hygrometrica. Þurr gróhirzla. Ljósm. ÁHB.

Funaria hygrometrica. Þurr gróhirzla. Ljósm. ÁHB.

Til ættkvíslarinnar Funaria Hedw. teljast nú um 200 tegundir. Flestar þeirra vaxa á tempruðum og heittempruðum slóðum og mynda litla bólstra eða breiður á skuggsælum og svölum stöðum. Plöntur eru 3-5 cm á hæð, uppréttar, skærgrænar til gulgrænar. Þær eru jafnan einærar eða tvíærar og fáeinar fjölærar. Stöngull er ógreindur, nema neðarlega á stöngli vex grein, þar sem karlknappur myndast, en hann þroskast fljótt og dettur af.

Efstu blöð eru stór og upprétt, aflöng, lensulaga eða egglaga til breið-egglaga, kúpt; heilrend eða fíntennt ofan miðju Rif einfalt, nær að blaðenda eða lítillega fram úr.
Frumur stórar, breidd meiri en 20 µm, tigullaga til sexhyrndar eða ferningslaga, þunnveggja, oft mjórri út við jaðar; engar sérstakar hornfrumur.
Plöntur eru tvíkynja. Karlknappur myndast á sérstakri grein neðarlega. Kvenhnappur myndast efst á plöntu. Stilkur er langur, bugðóttur eða boginn; undið upp á hann, gulur til rauðbrúnn. Gróhirzlur eru óreglulegar, oftast álútar og hrukkóttar þurrar og tómar.

Kvíslin Funaria telst til Funariaceae ásamt um 13 öðrum. Hin síðari ár hafa tilflutningar ættkvísla á milli ætta verið tíðir, svo að fjöldi kvísla er ekki ótvíræður. Hér á landi vaxa fjórar tegundir. Þær voru áður allar taldar til Funaria. Nú teljast þær til tveggja ættkvísla, tvær og tvær: Funaria Hedw. og Entosthodon Schwägr.
Nafnið Funaria er komið úr latínu; ‘funis’ merkir reipi; þar eð stilkur er snúinn minnir hann á snæri eða reipi.
Greiningarlykill að ættkvíslum:

1 Gróhirzla regluleg, upprétt, slétt ………………. Entosthodon (sjá síðar)
1 Gróhirzla óregluleg, álút, rákótt ……………….. Funaria

Greiningarlykill að tegundum Funaria:

1 Stilkur snúinn og breytist mjög við raka, 20-80 mm langur; skásett op á gróhirzla á stundum nærri samsíða lengdarási hirzlunnar. Blöð ydd; rif nær í blaðenda og á stundum fram úr ………. F. hygrometrica
1 Stilkur sveigður, oft baksveigður, 8-12 mm langur; op á gróhirzlu lítið eitt skásett miðað við lengdarás hirzlunnar. Blöð breið-ydd eða snubbótt; rif nær á stundum fram í blaðenda en endar oftar rétt þar fyrir neðan ……….. F. arctica

 

Funaria hygrometrica Hedwig – skálabúi
Mjög algeng tegund við hús og bæi, í gróðurhúsum og blómapottum. Þetta er fyrsta mosategundin, sem fannst í Surtsey. Þar óx hún í götuslóða, sem lá að fyrstu háplöntunni, sem spratt þar upp. Það er því alveg ljóst, hvernig tegundin barst út í eyjuna.

Funaria hygrometrica. Þurrkað eintak. Ljósm. ÁHB.

Funaria hygrometrica. Þurrkað eintak. Ljósm. ÁHB.

Funaria hygrometrica. Dæmigerður blaðendi. Smásjármynd ÁHB.

Funaria hygrometrica. Dæmigerður blaðendi. Smásjármynd ÁHB.


Funaria arctica (Berggren) Kindberg – jörfabúi
Aðeins fundin á einum stað á Austurlandi í fyrsta sinni 2009.

 

Um nafngiftir

Í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar nr. 15 (september 1990) telur Bergþór Jóhannsson þrjár tegundir ættarinnar allar til sömu ættkvíslar, Funaria, sem hann nefnir bólmosa. Eina tegund nefnir hann bólmosa, en við hinar tvær notar hann endinguna -seti, laugaseti og hveraseti.

Áður hafði hann skýrt ástæðu fyrir nafngift á þessa leið, en þá var honum aðeins kunnugt um eina tegund hérlendis:

Bólmosi: Funaria. 1 teg.
Af no. ból, „býli“. Vex helst í byggð og við bæi, jafnvel utan í húsveggjum, í gróðurhúsumog blómapottum. (Sjá Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 1, 1985.)

Í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar nr. 22 (desember 1992) hefur hann skilið tvær tegundir frá Funaria og skipar þeim í kvíslina Entosthodon, sem hann nefnir setmosa, og tegundirnar halda nöfnum sínum.

Áður hefur verið gerð grein fyrir þeim meginreglum, sem Bergþór fylgdi, við nafngiftir (sjá Fjölrit Vistfræðistofu n:r 40, Rvík 2010). Samkvæmt þeim eru nöfn ættkvísla í fleirtölu og endar á -mosar (sbr. setmosar).
Ef tvær eða fleiri tegundir eru innan ættkvíslar, endar seinna orð í samsettu tegundarnafni á orði í ættkvíslarheiti; dæmi: laugaseti. Sé hins vegar aðeins ein tegund innan kvíslar, fær hún nafn ættkvíslar í eintölu; dæmi: bólmosi.

Nú hefur ein tegund bætzt við innan Funaria, eins og greint er frá hér að ofan. Þá dugar nafnið bólmosi ekki lengur fyrir tegundina F. hygrometrica. Ekki þótti tækt að láta nýtt nafn enda á -bóli, og því varð að finna annað nafn.
Eftir nokkurn umþóttunartíma varð nafnið búamosar fyrir valinu á kvíslinni Funaria; tegundirnar tvær fá nafnið skálabúi, sbr. skáli í merkingunni hús, og jörfabúi, sbr. jörfi í merkingunni sandmelur.

P.s. Lýsingar á einstökum tegundum, teikninga og litmyndir munu birtast smám saman.

 

Helztu heimildir:
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit Vistfræðistofu n:r 40. Reykjavík.
Bergþór Jóhannsson 1985. Tillögur um nöfn á íslenskar mosaættkvíslir. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 1.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 15. September 1990.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 22. Desember 1992.
Elsa Nyholm, 1998: Illustrated Flora of Nordic Mosses. Fasc. 4. Copenhagen and Lund.
Tomas Hallingbäck et al.: Bladmossor: Sköldmossor-blåmossor. ArtDatabanken, Sveriges lantbruksuniversitet. Uppsala 2008.
Tomas Hallingbäck, Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. Interpublishing. Stockholm.

http://www.mobot.org/plantscience/bfna/F27/27-12Funariaceae1.pdf

 

ÁHB / 8. október 2014

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.

 

Leitarorð:

30 Responses to “Funaria Hedw. – búamosar”
 1. Hi, i believe that i noticed you visited my site thus i got here to “return the desire”.I am attempting to in finding things to enhance my website!I guess its ok to make use of a few of your ideas!!

 2. I feel this is one of the such a lot important information for me. And i’m happy reading your article. But should statement on some common things, The site taste is wonderful, the articles is really nice : D. Excellent task, cheers

 3. F*ckin¦ tremendous issues here. I¦m very satisfied to look your article. Thank you so much and i’m having a look forward to contact you. Will you please drop me a e-mail?

 4. After examine just a few of the weblog posts in your web site now, and I truly like your approach of blogging. I bookmarked it to my bookmark web site checklist and will be checking back soon. Pls try my website as properly and let me know what you think.

 5. I was reading some of your blog posts on this site and I think this website is really instructive! Retain posting.

 6. I was just looking for this info for some time. After six hours of continuous Googleing, finally I got it in your site. I wonder what’s the lack of Google strategy that don’t rank this kind of informative websites in top of the list. Normally the top sites are full of garbage.

 7. I am often to blogging and i really appreciate your content. The article has really peaks my interest. I am going to bookmark your site and keep checking for new information.

 8. Some genuinely wonderful content on this website , thankyou for contribution.

 9. you have a great blog here! would you like to make some invite posts on my blog?

 10. I am glad to be one of the visitants on this great site (:, regards for posting.

 11. Awsome site! I am loving it!! Will come back again. I am bookmarking your feeds also.

 12. Your style is so unique compared to many other people. Thank you for publishing when you have the opportunity,Guess I will just make this bookmarked.2

 13. Rattling nice design and style and excellent written content, absolutely nothing else we require : D.

 14. As soon as I noticed this website I went on reddit to share some of the love with them.

 15. Thank you for sharing with us, I conceive this website genuinely stands out : D.

 16. Hello! Do you use Twitter? I’d like to follow you if that would be okay. I’m undoubtedly enjoying your blog and look forward to new updates.

 17. Together with every little thing that appears to be developing within this subject matter, many of your perspectives are rather exciting. Nonetheless, I appologize, but I do not subscribe to your entire theory, all be it exciting none the less. It appears to everybody that your commentary are not totally rationalized and in actuality you are generally your self not really completely convinced of the point. In any case I did take pleasure in examining it.

 18. We are a bunch of volunteers and starting a brand new scheme in our community. Your site offered us with useful information to paintings on. You have done an impressive activity and our whole community might be grateful to you.

 19. I enjoy the efforts you have put in this, thank you for all the great content.

 20. I like this post, enjoyed this one regards for posting. “We are punished by our sins, not for them.” by Elbert Hubbard.

 21. I?¦ve learn a few just right stuff here. Certainly price bookmarking for revisiting. I wonder how much effort you place to create such a excellent informative web site.

 22. Wonderful blog! I found it while surfing around on Yahoo News. Do you have any suggestions on how to get listed in Yahoo News? I’ve been trying for a while but I never seem to get there! Appreciate it

 23. I’ve recently started a website, the information you provide on this site has helped me greatly. Thanks for all of your time & work. “The only winner in the War of 1812 was Tchaikovsky” by Solomon Short.

 24. Nice post. I used to be checking continuously this blog and I’m impressed! Extremely useful info specifically the closing phase 🙂 I take care of such info much. I was looking for this particular information for a long time. Thanks and best of luck.

 25. You actually make it appear really easy together with your presentation but I find this matter to be actually one thing that I think I would by no means understand. It seems too complicated and extremely large for me. I’m looking forward to your subsequent post, I will try to get the grasp of it!

 26. Simply a smiling visitant here to share the love (:, btw outstanding design.

 27. Hey! Do you know if they make any plugins to safeguard against hackers? I’m kinda paranoid about losing everything I’ve worked hard on. Any tips?

 28. I’ve learn a few just right stuff here. Certainly price bookmarking for revisiting. I wonder how much effort you place to create this type of excellent informative site.

 29. Some genuinely interesting information, well written and generally user genial.

Leave a Reply