Í dag, 11. nóvember, kynna sænskir vísindamenn kort (atlas) af öllum prótínum í mannslíkama. Þetta er dýrasta og stærsta framtak fræðimanna til þessa og ekki síður markvert en gerð korts af genum fyrir rúmum áratug. Mathias Uhlén, prófessor í örverufræði í Kungliga tekniska högskolan (KTH) í Stokkhólmi, hefur leitt verkefnið Human protein atlas. Þar eru […]
Lesa meira »Recent Posts by Águst
Í allri mjólk spendýra (og þar á meðal manna) er sykur, sem nefnist laktósi. Nafnið er dregið af latneska orðinu lac, mjólk, og því er hann einnig nefndur mjólkursykur. Sykurinn kemur hvergi annars staðar fyrir í náttúrunni, en hann er í misjafnlega miklu magni (2-8% af þyngd) eftir því um hvaða tegund lífvera er að […]
Lesa meira »Flestir eru aldir upp við það, að mjólk sé holl. Enda er það svo, að í henni eru flest lífsnauðsynleg næringarefni, meðal annars þau, sem eru ómissandi fyrir beinagrind, eins og kalsíum, fosfór og D-vítamín. Nú hefur á hinn bóginn birzt grein í læknatímaritinu British Medical Journal, þar sem niðurstöður viðamikillar rannsóknar benda eindregið til […]
Lesa meira »Árið 1964 var eg staddur á Klambratúni, þegar styttan af Einari Benediktssyni var afhjúpuð. Eg heyrði þá, þegar Örlygur Sigurðsson vék sér að Ásmundi Sveinssyni og sagði við hann eitthvað í þeim dúr, að nú dytti umferðarhraði niður á Miklubraut, því að allir héldu, að Einar væri umferðarlögregluþjónn, þar sem hann blasti við sjónum manna. […]
Lesa meira »Í dag þurfti eg að senda smá blaðastranga austur á Egilsstaði með póstinum (nánar 46 blöð af A3). Í fyrstu þótti mér dýrt að borga 800 krónur fyrir sendingu. Þá varð mér litið upp og sá þá auglýsingu frá póstinum, sem sýnir, hvernig póstsamgöngum er háttað á Íslandi á tækniöld. Allir verða að fá […]
Lesa meira »Valtýr Albertsson (1896-1984) frá Flugumýrarhvammi var mikils metinn læknir hér á landi í áratugi. Að loknu prófi héðan frá H.Í. hélt hann til Noregs í framhaldsnám og las lífeðlisfræði við háskólann í Osló veturinn 1924/25. Þennan sama vetur dvöldu allnokkrir Íslendingar í Osló við nám og störf eða höfðu þar stutta viðdvöl. Af þeim má […]
Lesa meira »Ættkvíslin Hedwigia P. Beauv., brámosar, er eina ættkvíslin í ættinni Hedwigiaceae (brámosaætt) og innan kvíslar eru aðeins fjórar tegundir kunnar. Á Norðurlöndum vaxa þrjár, en aðeins ein á Íslandi. Sérstök lýsing á ættkvísl er því óþörf. Hedwigia er dregið af nafni þýzks manns, sem hét Johann Hedwig (1730-1799) og oft hefur verið kallaður faðir mosafræðinnar. […]
Lesa meira »Til ættkvíslarinnar Funaria Hedw. teljast nú um 200 tegundir. Flestar þeirra vaxa á tempruðum og heittempruðum slóðum og mynda litla bólstra eða breiður á skuggsælum og svölum stöðum. Plöntur eru 3-5 cm á hæð, uppréttar, skærgrænar til gulgrænar. Þær eru jafnan einærar eða tvíærar og fáeinar fjölærar. Stöngull er ógreindur, nema neðarlega á stöngli vex […]
Lesa meira »Cirriphyllum Grout – broddmosar Mosar þessarar ættkvíslar, Cirriphyllum Grout, eru liggjandi blaðmosar, glansandi grænir, allstórvaxnir eða í meðallagi stórir. Plöntur eru fjaðurgreindar eða óreglulega greinóttar. Stofnblöð niðurhleypt, egglaga til langegglaga, mjókka snögglega fram í stuttan til langan, mjóan eða breiðan odd. Rif nær upp eða upp fyrir blaðmiðju. Frumur í blaðmiðju aflangar og mjóar, lengd […]
Lesa meira »Ættkvíslin Brachythecium W. P. Schimper, lokkmosar, er í víðri merkingu (sensu lato) allstór ættkvísl með um 300 tegundum. Að vísu hefur verið höggvið í hana hin síðari ár (kvíslirnar Brachytheciastrum og Sciuro-hypnum), svo að nú eru kannski ekki nema um 150 tegundir henni tilheyrandi. Ættkvíslin hefur þótt erfið í greiningu, því að tegundir eru náskyldar. Alltaf […]
Lesa meira »