Recent Posts by Águst

Ljós fita verður að brúnni

Written on December 9, 2014, by · in Categories: Almennt

Tvenns konar fituvefur er í mönnum (og reyndar öllum öðrum spendýrum): Ljós fituvefur og brúnn fituvefur. Ljósa fitan geymir orkugæf efni, sem nýtast í öndunarefnaskiptum líkamans, þegar hann þarf á þeim að halda, sem er nú sjaldan nú orðið. Einnig ver hún líkamann gegn kulda. Brúna fitan aftur á móti sér um myndun á varma, […]

Lesa meira »

Hvers vegna þolir maðurinn áfengi?

Written on December 5, 2014, by · in Categories: Almennt

Fram að þessu hafa menn haldið, að áfengi hafi ekki fylgt manninum nema í um níu þúsund ár. Nú hafa bandarískir fræðimenn komizt að því, að áfengis hefur verið neytt í að minnsta kosti tíu miljón ár, og það því fylgt mannkyninu mun lengur en elztu menn muna. Vitað er, að menn geta neytt áfengis […]

Lesa meira »

Ætt Dicranaceae sensu lato

Written on December 4, 2014, by · in Categories: Mosar

Ættin klofin Í eina tíð töldust um sjötíu ættkvíslir blaðmosa (baukmosa) til ættar Dicranaceae s.l. (sensu lato, í víðri merkingu; brúskmosaætt[1]). Hér á landi eru ellefu þeirra, með rétt rúmlega fjörutíu tegundum, en annars staðar á Norðurlöndum eru um tuttugu kvíslir með liðlega sjötíu tegundum. Þannig var þessu háttað, þegar Fjölrit Náttúrufræðistofnunar um brúskmosaætt kom […]

Lesa meira »

Kiaeria – hnúskmosar

Written on December 4, 2014, by · in Categories: Mosar

Kiaeria I. Hagen (hnúskmosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt) en tilheyrði áður Dicranaceae (brúskmosaætt). Almennt er talið, að sex tegundir teljist til ættkvíslarinnar og vaxa fjórar hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru uppréttir, fremur lágvaxnir blaðmosar (1-5(-8) cm), sem vaxa á móbergi, steinum, klettum, í þúfnakollum, melum, jarðvegsfylltu undirlagi, snjódældum, […]

Lesa meira »

Verkjalyfið tramadól

Written on December 3, 2014, by · in Categories: Almennt

Eitt þeirra lyfja, sem frá fyrstu tíð hefur alfarið verið búið til á rannsóknastofum, er tramadól. Þetta er mikilvirkt verkjalyf og notað við sárum verkjum. Áhrif þess eru svipuð og af morfíni, en kostirnir eru þeir helztir, að hverfandi líkur eru á því, að það sé ávanabindandi og stórir skammtar eru ekki jafn hættulegir og […]

Lesa meira »

Arctoa – totamosar

Written on December 2, 2014, by · in Categories: Mosar

Arctoa Bruch & Schimp. (totamosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt) en tilheyrði áður Dicranaceae (brúskmosaætt). Til ættkvíslarinnar teljast þrjár tegundir og vaxa tvær þeirra hér á landi. Þetta eru uppréttir, lágvaxnir blaðmosar, sem vaxa á móbergi, steinum, klettum, í þúfnakollum, melum og jarðvegsfylltu undirlagi. Þeir líkjast Dicranum tegundum, en eru jafnan minni (0,5-3 cm á […]

Lesa meira »

Stríðinu við bakteríur er hvergi nærri lokið

Written on November 24, 2014, by · in Categories: Almennt

Áður hefur verið fjallað um örverur hér á síðum. Sjá til dæmis: Bakteríur stjórna hegðun okkar Baráttan við bakteríur Binda mosar nitur úr andrúmslofti? Gerlar sem grenna Hvað er til ráða? Umgangspestir og handþvottur Chlamydia – gerlar til góðs eða ills   Ekki er þetta að ástæðulausu, því að talið er, að menn eigi eftir að […]

Lesa meira »

Mengun í andrúmslofti

Written on November 22, 2014, by · in Categories: Almennt

https://www.youtube.com/watch?v=x1SgmFa0r04   Á meðfylgjandi myndbandi má sjá á þremur mínútum og sex sekúndum, dag fyrir dag, hvernig vindar blésu á norðurhveli jarðar 2006 og feyktu með sér mengandi lofttegundum þúsundir kílómetra frá náttúrlegum brunnum og iðnaði ásamt ýmsum efnum öðrum, sem myndast vegna athafnasemi mannsins. Því rauðari flekkir þeim mun meira koldíoxíð (CO2), en það […]

Lesa meira »

Orð í tíma töluð

Written on November 18, 2014, by · in Categories: Almennt

Eftir að eg lauk kennslu í MS hef eg lítið sem ekkert skipt mér af kennslumálum. Engu að síður reyni eg að fylgjast með umræðu þar um. Það verður að segjast eins og er, að eg hef verið lítt hrifinn af þeirri orðræðu. Þó brá svo við í morgun, að eg er hjartanlega sammála leiðarahöfundi […]

Lesa meira »

Einskisverðir ritdómar

Written on November 14, 2014, by · in Categories: Almennt

Í eina tíð þótti mér lítið til ritdóma um náttúrufræðibækur koma, sem birtust í dagblöðum. Þeir voru iðulega ýmist hástemmt lof eða almennt froðusnakk en sögðu ekkert um fræðilegt innihald. Dómarnir voru enda ritaðir af bókmenntagagnrýnendum, sem höfðu enga eða mjög takmarkaða þekkingu á náttúrufræðum, eins og gefur að skilja; og kannski ekki mikinn áhuga […]

Lesa meira »
Page 14 of 40 1 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 40