Þeir, sem fylgjast með umræðu um gróður og gróðurverndarmál hér á landi, verða fljótt þess áskynja, að þráfaldlega er verið að fjalla um sömu atriðin æ ofan í æ. Það er líkast því, sem menn séu alltaf á byrjunarreit og þurfi sýnkt og heilagt að eiga í þjarki við „efasemdamenn“, sem hafa leyft sér að […]
Lesa meira »Recent Posts by Águst
Ættkvíslin Rorippa Scop. telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Þetta eru ein-, tví- og fjölærar tegundir, oftast í deigju eða votlendi. Stöngull er uppréttur, uppsveigður eða jarðlægur, greindur eða ógreindur og blöðóttur. Stofnblöð á stilk, einföld, heilrend, tennt, bugðótt, lírulaga, kambskift eða fjaðurskipt. Stöngulblöð stilkuð eða stilklaus, fleyglaga, mjókka jafnt, með blaðeyru eða örlaga neðst, […]
Lesa meira »Líkræða yfir gömlum drykkjumanns ræfli Fyrir skömmu birti eg stuttan pistil „Vandasamt þjófnaðarmál“, þar sem sagt er frá meiðyrðamáli, sem Rannveig Helgadóttir á Kotströnd höfðaði á hendur séra Ólafi Magnússyni í Arnarbæli í nafni líks hálfbróður hennar, Eyjólfs ljóstolls. Nú hefur ágætur vinur minn bent mér á, að kafli úr líkræðu prests birtist í […]
Lesa meira »Melablóm – Arabidopsis Ættkvíslin Arabidopsis (DC.) Heynh. í krossblómaætt (Brassicaceae) hefur verið rannsökuð meira og betur en flestar aðrar kvíslir. Erfðafræðingar hafa lokið við að rafgreina allt erfðamengi í plöntu í fyrsta sinn, og var það Arabidopsis thaliana (vorskriðnablóm), sem varð fyrir valinu. Löngum hafa verið deildar meiningar um, hve margar tegundir og hverjar teljast […]
Lesa meira »Aronsvendir – Erysimum Aronsvendir, Erysimum L., tilheyra krossblómaætt (Brassicaceae, syn. Crusiferae); einærar til fjölærar jurtir; sumar eru þó trénaðar neðst. Hærðar plöntur, oft með tví-, þrí- eða margkvísluðum hárum. Stöngull er uppréttur eða stofnsveigður, stinnur, greindur, ýmist efst eða neðst, eða ógreindur, með fá eða mörg blöð. Blöð eru stakstæð, lensulaga, heilrend, bugtennt eða tennt, […]
Lesa meira »Margir hafa heyrt nefndan Eyjólf Magnússon „ljóstoll“, sem fæddist á Hraunhöfn í Staðarsveit 1841 en sálaðist á heimili systur sinnar Rannveigar á Kotströnd í Ölfusi 1911. Séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli hélt yfir honum ræðurnar, en mæltist svo miðurlega, að Rannveig fór í meiðyrðamál við prest – fyrir hönd líksins. Málinu var skotið til sýslumanns, […]
Lesa meira »Maður er nú orðinn svo gamall, að maður kippir sér ekki upp við það, þó að vaðið sé yfir mann. Við endurprentun á veggmyndinni Flóra Íslands, sem var gefin út af Hinu Ísl. náttúrufræðifélagi með styrk frá Ferðamálaráði 1985, var sagt í kynningu, „að við val á tegundum og uppröðun á myndflötinn naut Eggert aðstoðar […]
Lesa meira »Hjartarfi – Capsella Ættkvíslin Capsella Medicus telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Til kvíslarinnar teljast fjórar tegundir, sem eru ein- eða tvíærar. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða greindur, hárlaus eða hærður neðan til. Blöð í stofnhvirfingu, stilkuð eða stilklaus, aflöng, heil eða fjöðruð. Stöngulblöð eru minni, aflöng, heilrend, tennt eða bugðótt og greipfætt. […]
Lesa meira »Krossblómaætt (Brassicaceae, áður nefnd Crusiferae) dregur nafn sitt af fjórum krónublöðum, sem mynda jafnarma kross, ef horft er beint ofan á blómið. Til ættar teljast ein- til fjölæringar, aðallega jurtir. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða lítt greindur, á stundum holur. Blöð eru stakstæð, fjaðurstrengjótt, axlblaðalaus og mynda oft stofnhvirfingu. Blómskipun er klasi, en […]
Lesa meira »Í fyrsta lagi stendur hvergi í grein minni, að þetta sé í Vesturdal, heldur akvegur fram í Vesturdal og áfram suður. Sem sagt upphaf þess vegar og liggur á milli bæjanna Tóveggs og Meiðavalla. Í öðru lagi er fullyrt, að „gróðurlagið (svarðlagið) er enn til staðar“, þó að þúfur hafi verið jafnaðar með […]
Lesa meira »