Formálsorð Sumarið 1930 fengu þeir Henning Muus (1907-1996) og faðir minn, Hákon Bjarnason (1907-1989), styrk úr Sáttmálasjóði til þess að ferðast norður í land og suður fjöll. Í þessari ferð skoðuðu þeir plöntur, birkiskóga, en ekki sízt jarðveg og öskulög. Víða athuguðu þeir jarðvegssnið og tóku mörg sýni og mældu sýrustig (pH). Þetta var upphaf […]
Lesa meira »
Við athuganir á Sphagnum magellanicum Brid. 1798 (fagurbura) kom í ljós, að í raun er um þrjár tegundir að ræða. Til þessa var talið, að S. magellanicum yxi allt um kring norðurhvel jarðar, en einnig á suðurhveli. Tegundinni var upphaflega lýst frá suðurhluta Chile. Samkvæmt nýjum sameindarannsóknum er unnt að greina á milli tveggja ólíkra […]
Lesa meira »
Mjaðarjurt, hvað þú ert mild og skær, mjög er ég feginn, systir kær, aftur að hitta þig eina stund; atvikin banna þó langan fund: úr kvæðinu Á Rauðsgili eftir Jón Helgason Mjaðjurt (eða mjaðarjurt, mjaðurt og mjaðurjurt) er stórvaxin, fjölær og stórblöðótt planta af rósaætt (Rosaceae); fræðiheiti Filipendula ulmaria (L.) Maxim. – Blöðin eru […]
Lesa meira »
Krossblómaætt (Brassicaceae, áður nefnd Crusiferae) dregur nafn sitt af fjórum krónublöðum, sem mynda jafnarma kross, ef horft er beint ofan á blómið. Til ættar teljast ein- til fjölæringar, aðallega jurtir. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða lítt greindur, á stundum holur. Blöð eru stakstæð, fjaðurstrengjótt, axlblaðalaus og eru oft í stofnhvirfingu. Blómskipun er klasi, […]
Lesa meira »
Flóra Íslands – blómplöntur og byrkningar. 741 bls. Útg. Vaka-Helgafell 2018 Höfundar: Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra E. Þórhallsdóttir. Bókin er unnin í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Á haustmánuðum fór það ekki framhjá neinum manni, að út var komin ný bók í grasafræði. Sífelldar auglýsingar í helztu fjölmiðlum, þar sem kynnt var einstakt „stórvirki“, […]
Lesa meira »
Því miður hef eg rekizt á villu í bók minni, Mosar á Íslandi, sem rétt er að leiðrétta. Bls. 197: Höfuðlykill II: Þar hafa víxlazt töluliðir í greiningarlykli við 2 og 2*: 2 Blöð með einfalt rif …………………………………………………….. 4 2* Blöð með stutt, klofið, tvöfalt rif eða ekkert ………………… 3 Þá er rétt að […]
Lesa meira »
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er farið vinsamlegum orðum um bók mína, Mosar á Íslandi. Sjá hér:
Lesa meira »
Langt og ítarlegt viðtal við mig birtist í Bændablaðinu hinn 18. október síðast liðinn í tilefni af útkomu bókarinnar Mosar á Íslandi. Sjá hér: Grundvallarrit um mosa https://www.bbl.is/frettir/frettir/grundvallarrit-um-mosa/20541/
Lesa meira »
Um þessar mundir er ár liðið frá andláti konu minnar, Sólveigar Aðalbjargar Sveinsdóttur, (2.6.1948-15.11.2016). Það var á vordögum 2013, sem hún fann fyrir einkennum, sem síðar kom í ljós, að var upphaf að ólæknandi MND-sjúkdómi og myndi smám saman fara versnandi og leiða til dauða á þremur til fimm árum. Hér verður ekki sagt […]
Lesa meira »