„Grundvallarrit um mosa“

Written on November 12, 2018 · in Almennt

Langt og ítarlegt viðtal við mig birtist í Bændablaðinu hinn 18. október síðast liðinn í tilefni af útkomu bókarinnar Mosar á Íslandi.   Sjá hér: Grundvallarrit um mosa https://www.bbl.is/frettir/frettir/grundvallarrit-um-mosa/20541/

Lesa meira »

ER LÍKIÐ EKKI FARIÐ?

Written on November 10, 2017 · in Almennt

  Um þessar mundir er ár liðið frá andláti konu minnar, Sólveigar Aðalbjargar Sveinsdóttur, (2.6.1948-15.11.2016). Það var á vordögum 2013, sem hún fann fyrir einkennum, sem síðar kom í ljós, að var upphaf að ólæknandi MND-sjúkdómi og myndi smám saman fara versnandi og leiða til dauða á þremur til fimm árum. Hér verður ekki sagt […]

Lesa meira »

Bryum – hnokkmosar

Written on September 7, 2017 · in Mosar

Í ættkvíslinni Bryum Hedw. – hnokkmosum – sem tilheyrir Bryaceae (hnokkmosaætt), eru nærri 200 tegundir vel skilgreindar. Þetta er þó aðeins tæpur helmingur af þeim, sem lýst hefur verið. Ættkvíslin hefur löngum þótt erfið og menn hafa ekki verið á einu máli um, hvernig skilgreina beri tegundir. Unnið hefur verið að því að rannsaka kvíslina […]

Lesa meira »

Antitrichia – hraukmosar

Written on August 7, 2017 · in Mosar

Ættkvíslin Antitrichia Brid. – hraukmosar – telst til Leucodontaceae (skottmosaættar) ásamt Leucodon (skottmosum) og Nogopterium (sveigmosum). Þrjár tegundir eru innan kvíslar en aðeins ein er hér á landi. Lýsing á tegundinni er því látin nægja. Þess má geta, að sumir fræðimenn telja ættkvíslina til eigin ættar, Antitrichiaceae (hraukmosaættar). Antitrichia er komið úr grísku, anti, á […]

Lesa meira »

Andreaea – sótmosar

Written on August 6, 2017 · in Mosar

Ættkvíslin Andreaea Hedw. – sótmosar – er talin til Andreaeaceae (sótmosaættar). Þetta eru brúnar, rauðbrúnar eða svartar og uppréttar, kvíslgreindar og smáar (<2 cm) plöntur, sem vaxa í þéttum bólstrum vel festar á steinum eða í urðum. Blöð brotgjörn en ofarlega á stöngli eru þau þroskuð en neðstu blöð yfirleitt ekki. Frumur í blöðum eru […]

Lesa meira »

Apablóm – Erythranthe (syn. Mimulus)

Written on July 26, 2017 · in Flóra

Ættkvíslin apablóm Erythranthe Spach hefur lengstum verið talin til Mimulus L., en nýverið voru allmargar tegundir fluttar í kvíslina Erythranthe samkvæmt ítarlegum rannsóknum. Áður töldust um 150 tegundir til Mimulus en nú eru þar aðeins sjö eftir. Sagan hér að baki er löng og verður ekki farið út í þá sálma hér. Í annan stað […]

Lesa meira »

Bartramia – strýmosar

Written on July 12, 2017 · in Mosar

Ættkvíslin Bartramia Hedw. – strýmosar – telst til Bartramiaceae (strýmosaættar) ásamt þremur öðrum kvíslum hérlendis, Philonotis (hnappmosum), Conostomum (þófamosum) og Plagiopus (bólsturmosum). Rúmlega 70 tegundum hefur verið lýst og af þeim eru 28 almennt viðteknar. Fjórar tegundir vaxa á Norðurlöndum, þar af þrjár á Íslandi. Ættkvíslarnafnið Bartramia er til heiðurs norður-amerískum grasafræðingi, John Bartram (1699-1777). […]

Lesa meira »

Blindia – almosar

Written on July 12, 2017 · in Mosar

  Ættkvíslin Blindia Bruch & Schimp. – almosar – tilheyrir Seligeriaceae (bikarmosaætt) ásamt Seligeria (bikarmosum). Á árum áður taldist Glyphomitrium (hnyðrumosar) einnig til ættarinnar en þeir hafa nú verið færðir í Rhabdoweisiaceae (kármosaætt). Yfirleitt eru tegundir ættarinnar frekar smávaxnar og vaxa stakar eða þétt saman. Hinar hávaxnari mynda frekar litla toppa eða þúfur. Frumur í […]

Lesa meira »

Amblystegium – rytjumosar

Written on July 11, 2017 · in Mosar

Ættkvíslin Amblystegium Schimp. – rytjumosar – heyrir til Amblystegiaceae (rytjumosaættar). Til þeirrar ættar teljast 20-25 kvíslir með samtals um 140 tegundir. Tegundir ættarinnar eru æði ólíkar, en margar þeirra eru þó með sveigð blöð og einfalt rif. Flestar tegundir vaxa í einhvers konar votlendi eða á rökum stöðum. Fyrrum töldust níu tegundir til þessarar kvíslar […]

Lesa meira »

Hygroamblystegium – tjátlumosar

Written on July 11, 2017 · in Mosar

  Ættkvíslin Hygroamblystegium Loeske,. – tjátlumosar – heyrir til Amblystegiaceae (rytjumosaættar). Til þeirrar ættar teljast 20-25 kvíslir með samtals um 140 tegundir. Tegundir ættarinnar eru æði ólíkar, en flestar eru þó með sveigð blöð og einfalt rif. Þær vaxa jafnan í einhvers konar votlendi eða á rökum stöðum.   Til ættkvíslarinnar heyrir nú aðeins ein […]

Lesa meira »
Page 4 of 41 1 2 3 4 5 6 7 8 9 41