Antitrichia – hraukmosar

Skrifað um August 7, 2017 · in Mosar · 21 Comments

Antitrichia curtipendula (hraukmosi) myndar oft þykkar breiður, sem leggjast eins og feldur yfir jörð. - Ljósm. ÁHB

Antitrichia curtipendula (hraukmosi) myndar oft þykkar breiður, sem leggjast eins og feldur yfir jörð. – Ljósm. ÁHB

Ættkvíslin Antitrichia Brid. – hraukmosar – telst til Leucodontaceae (skottmosaættar) ásamt Leucodon (skottmosum) og Nogopterium (sveigmosum). Þrjár tegundir eru innan kvíslar en aðeins ein er hér á landi. Lýsing á tegundinni er því látin nægja. Þess má geta, að sumir fræðimenn telja ættkvíslina til eigin ættar, Antitrichiaceae (hraukmosaættar).

Antitrichia er komið úr grísku, anti, á móti, og thrix, hár. Hér er átt við, að ytri og innri tennur í opkransi standist á.

 

 

Antitrichia curtipendula (Timm ex Hedw.) Brid. – hraukmosi

Plöntur eru stórar og vaxa í glansandi, grænum, dökkgrænum eða gulleitum breiðum eða um 5 cm þykkum bólstrum. Upp af stuttum, skriðulum renglum vaxa blöðóttir, 5-16 cm langir rauðbrúnir stönglar, sem eru stinnir og óreglulega greinóttir. Blöð eru útstæð og bein, þegar þau eru rök en þurr blöð eru upprétt eða aðlæg og á stundum einhliðasveigð. Þau eru 2-3 mm á lengd, oft með óglöggum langfellingum, egglaga til egglensulaga og mjókka smám saman eða snöggt fram í yddan framhluta. Rif er einfalt, nær fram í framhluta blaðs; það er breitt neðst og oft eru tvær eða fleiri hliðargreinar á rifi, sem geta náð nokkurn spöl upp eftir blaði. Blaðrönd er í efri hluta blaðs greinilega tennt, tennur oft þornkenndar, sumar baksveigðar. Þetta mjög glöggt einkenni, sem sést við litla stækkun (20x), ef blaði er haldið uppi á móti ljósi.

Við litla stækkun má sjá baksveigðar tennur á blöðum. Teikn. ÁHB.

Við litla stækkun má sjá baksveigðar tennur á blöðum. Teikn. ÁHB.

Frumur í miðju blaði eru sléttar, (21-)26-60(-66) x (4-)5-9 µm að stærð, tigullaga, með þykka, holótta veggi. Blaðhorn stór, aflöng til egglaga og ná langt upp eftir blaðrönd. Frumur þar ferhyrndar, tigullaga, kringlóttar eða frekar breiðar en langar.

Plöntur einkynja. Sjaldan með gróhirzlur.

 

Vex í fremur rýrum jarðvegi á melum, holtum, í hraunum, kjarri og á steinum og klettum. Meðal annars er hann mjög áberandi í hraunum á Þingvöllum. Hann er algengur eða mjög algengur um land allt nema í miðhálendinu og á Norðausturlandi.

 

 

Eftirmáli

Í regnskógum hitabeltisins og heittempruðu beltanna er algengt, að mosar hangi sem skegg niður úr trjánum. Mosinn festir sig í berki á stofnum og greinum, en hann dregur enga næringu úr trjánum, sem hann hangir á. Allt vatn og önnur ólífræn efni fær mosinn því eingöngu úr regnvatni.

 

Þetta sérstæða vaxtarlag verður því sjaldgæfara sem lengra dregur frá regnskógunum. Annars staðar á Norðurlöndum er þetta sárasjaldgæft við sérstakar aðstæður.

 

Þetta kynlega vaxtarform er aðeins þekkt hér á landi á einum stað, en það er í djúpri lægð í Eldborgarhrauni í Mýrasýslu, þar sem ríkja stillur og loftraki er mikill. Mosi vex þar á stofni á tveggja metra háum reyniviði (Sorbus aucuparia) og myndar þar langt skegg. Það þarf ekki að koma á óvart, að um sömu mosategund er að ræða og myndar slíkt vaxtarlag í Svíþjóð. Mosinn, sem er frekar stórgerður, er nefndur hraukmosi (Antitrichia curtipendula) og vex víða um land, einkum í fremur rýrum jarðvegi en einnig á steinum, klöppum og trjám.

Hér sést vel, hvernig mosinn hangir niður sem skegg. Ljósm. ÁHB.

Hér sést vel, hvernig mosinn hangir niður sem skegg. Ljósm. ÁHB.

Hraukmosi er annars algengur á norðurhveli jarðar og vex einnig á fjallatoppum í hitabelti Afríku. Útbreiðsla tegundarinnar hefur dregizt mjög saman annars staðar á Norðurlöndum og á Bretlandseyjum. Til að mynda var hann mun algengari í Svíþjóð á 19. öld en hann er nú. Full ástæða er til að fylgjast með útbreiðslu hans hér á landi, því að hann þolir litla mengun í andrúmslofti.

Gamalt sænskt nafn á honum er hænsnamosi, því að hann var talinn gott fóður. Algengara nafn er nú feldmosi (fällmossa), dregið af því að hann myndar ábreiðu, sem líkist feldi dýra.

 

Leitarorð:

21 Responses to “Antitrichia – hraukmosar”
 1. zortilonrel says:

  certainly like your website however you need to take a look at the spelling on quite a few of your posts. A number of them are rife with spelling problems and I find it very troublesome to inform the truth nevertheless I’ll certainly come again again.

 2. Heya this is kind of of off topic but I was wanting to know if blogs use WYSIWYG editors or if you have to manually code with HTML. I’m starting a blog soon but have no coding expertise so I wanted to get guidance from someone with experience. Any help would be enormously appreciated!

 3. I likewise think so , perfectly indited post! .

 4. Keep up the excellent work, I read few articles on this web site and I think that your site is really interesting and holds sets of wonderful information.

 5. You made a few fine points there. I did a search on the subject matter and found nearly all people will go along with with your blog.

 6. Hello. remarkable job. I did not imagine this. This is a excellent story. Thanks!

 7. I like the helpful info you provide in your articles. I will bookmark your weblog and check again here regularly. I am quite certain I will learn many new stuff right here! Best of luck for the next!

 8. Amapiano says:

  You have brought up a very excellent details, thanks for the post.

 9. moroccanoil says:

  I like this website so much, saved to my bookmarks. “To hold a pen is to be at war.” by Francois Marie Arouet Voltaire.

 10. Hi, I think your site might be having browser compatibility issues. When I look at your website in Safari, it looks fine but when opening in Internet Explorer, it has some overlapping. I just wanted to give you a quick heads up! Other then that, fantastic blog!

 11. Simply want to say your article is as astonishing. The clarity in your post is just nice and i can assume you’re an expert on this subject. Well with your permission allow me to grab your RSS feed to keep up to date with forthcoming post. Thanks a million and please continue the gratifying work.

 12. You have brought up a very superb points, thankyou for the post.

 13. Hello.This article was really fascinating, particularly because I was investigating for thoughts on this subject last Monday.

 14. website says:

  Thank you so much for giving everyone such a splendid chance to check tips from this site. It can be very useful and also packed with a good time for me and my office fellow workers to search your blog nearly three times in one week to read the fresh things you will have. And of course, I am just at all times satisfied considering the attractive hints served by you. Selected 2 areas on this page are indeed the simplest I have had.

 15. I was very pleased to find this web-site.I wanted to thanks for your time for this wonderful read!! I definitely enjoying every little bit of it and I have you bookmarked to check out new stuff you blog post.

 16. click here says:

  I?¦ve recently started a blog, the information you offer on this website has helped me tremendously. Thanks for all of your time & work.

 17. Heya i am for the first time here. I came across this board and I find It truly useful & it helped me out a lot. I hope to give something back and aid others like you aided me.

 18. This is really fascinating, You’re a very professional blogger. I have joined your rss feed and stay up for in search of extra of your excellent post. Also, I have shared your website in my social networks!

 19. Great blog right here! Additionally your website a lot up fast! What web host are you using? Can I get your affiliate hyperlink on your host? I wish my website loaded up as quickly as yours lol

 20. Great write-up, I’m regular visitor of one’s site, maintain up the excellent operate, and It is going to be a regular visitor for a lengthy time.

 21. Together with every thing that appears to be building throughout this specific area, all your opinions happen to be fairly stimulating. On the other hand, I beg your pardon, because I do not give credence to your entire idea, all be it radical none the less. It appears to everyone that your remarks are not completely validated and in simple fact you are generally yourself not even completely convinced of your assertion. In any event I did enjoy reading it.

Leave a Reply