Amblystegium – rytjumosar

Skrifað um July 11, 2017 · in Mosar · 15 Comments

Amblystegium serpens, rytjumosi, vex hér við stöðuvatn. Ljósm. ÁHB.

Amblystegium serpens, rytjumosi, vex hér við stöðuvatn. Ljósm. ÁHB.

Ættkvíslin Amblystegium Schimp. – rytjumosar – heyrir til Amblystegiaceae (rytjumosaættar). Til þeirrar ættar teljast 20-25 kvíslir með samtals um 140 tegundir. Tegundir ættarinnar eru æði ólíkar, en margar þeirra eru þó með sveigð blöð og einfalt rif. Flestar tegundir vaxa í einhvers konar votlendi eða á rökum stöðum.

Fyrrum töldust níu tegundir til þessarar kvíslar en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að þær flestar eru lítið sem ekkert skyldar. Af þessum níu tegundum uxu þrjár hér á landi. Nú hafa tvær þeirra verið sameinaðar í eina tegund og fluttar í aðra ættkvísl (Hygroamblystegium), svo að eftir stendur ein í þessari kvísl. Hér er lykill til þess að greina sundur þessar tvær tegundir:

1 Rif 40 µm eða mjórra við blaðgrunn. Blöð fíntennt frá grunni og fram í blaðenda ….. A. serpens

2 Rif 45-100 µm við grunn. Blöð heilrend eða ógreinilega tennt framarlega …… Hygroamblystegium varium

Amblystegium er úr grísku, amblys, snubbóttur, oddlaus og stege, þak, þekja, hvelfing. Hér er átt við lok á gróhirzlu.

 

Amblystegium serpens (Hedw.) Schimp. – rytjumosi (skógarytja)

Jarðlægar plöntur, óreglulega greinóttar, grænar, jafnvel gul- eða brúnleitar, fíngerðar í gisnum eða þéttum breiðum. Rætlingar sléttir. Axlarhár er aðeins eitt við hvert blað með 1, sjaldan 2, efstu frumu um 6 µm á breidd. Blöð eru 0,5-1,1 mm á lengd, lensu- eða egglensulaga og mjókka smám saman í mjóan odd. Þau eru upprétt eða útstæð, bein eða lítið eitt bogin. Blaðrönd er fíntennt oft frá grunni og fram í odd. Rif er einfalt, mjótt, 10-30 (-40) µm við grunn, breytilegt að lengd, um 30-80% af blaðlengd.

Frumur eru tigullaga, 12-55 x 7-12 µm, 3-5:1, veggir fremur þykkir, holulausir. Frumur í blaðhornum svipaðar öðrum frumum.

Plöntur eru tvíkynja. Oft með gróhirzlur.

Vex á ýmsum skuggsælum og rökum stöðum á ýmsu undirlagi eins og trjám, jarðvegi, timbri, steinsteypu, sjávarfitjum og í hrauni. Er hér og hvar um landið nema sízt á Suður- og Austurlandi.

Viðurnafnið serpens merkir líkur snáki og þar er átt við að plantan skríður, er jarðlæg.

 

Leitarorð:

15 Responses to “Amblystegium – rytjumosar”
 1. expacuava says:

  https://buypropeciaon.com/ – buy generic propecia online

 2. comprar viagra generica online espana

 3. Propecia says:

  Kamagra Oral Jelly Quanto Prima

 4. Over The Counter Kamagra

 5. Propecia E Infertilidad Efectos Secundarios

 6. Zithromax says:

  Nemazole Without Prescription

Leave a Reply