Breytingar innan Sphagnum-ættkvíslar

Skrifað um December 17, 2019 · in Mosar

Við athuganir á Sphagnum magellanicum Brid. 1798 (fagurbura) kom í ljós, að í raun er um þrjár tegundir að ræða. Til þessa var talið, að S. magellanicum yxi allt um kring norðurhvel jarðar, en einnig á suðurhveli. Tegundinni var upphaflega lýst frá suðurhluta Chile.

Samkvæmt nýjum sameindarannsóknum er unnt að greina á milli tveggja ólíkra tegunda innan þess hóps, sem var flokkaður sem S. magellanicum. Þær tegundir, sem voru klofnar út úr S. magellanicum eru S. divinum (sp. nov.) og S. medium Limpr., en hinni síðarnefndu var þegar lýst árið 1881 og hefur hún núna verið endurreist.

 

Nú er ljóst, að hin suðræna tegund S. magellanicum vex ekki hér á landi. Öll eintök, sem eg hef skoðað úr Reykholtsdal, Borgarfjarðarsýslu, eru ótvírætt tegundin Sphagnum divinum Flatberg & Hessel. Tegundin hefur hlotið nafnið prúðburi.

 

Það er alls ekki loku fyrir það skotið, að S. medium Limpr. vaxi hér einnig, en það hefur ekki verið athugað enn sem komið er.

 

Heimild:

Kristian Hassel, Magni O. Kyrkjeeide, Narjes Yousefi, Tommy Prestø, Hans K. Stenøien, Jonathan A. Shaw & Kjell Ivar Flatberg (2018): Sphagnum divinum (sp. nov.) and S. medium Limpr. and their relationship to S. magellanicum Brid., Journal of Bryology, DOI:10.1080/03736687.2018.1474424

Slóð: https://doi.org/10.1080/03736687.2018.1474424

 

Leitarorð:


Leave a Reply