Leiðréttingar (I)

Skrifað um April 23, 2019 · in Mosar

Því miður hef eg rekizt á villu í bók minni, Mosar á Íslandi, sem rétt er að leiðrétta.

Bls. 197: Höfuðlykill II: Þar hafa víxlazt töluliðir í greiningarlykli við 2 og 2*:

2 Blöð með einfalt rif …………………………………………………….. 4

2* Blöð með stutt, klofið, tvöfalt rif eða ekkert ………………… 3

 

Þá er rétt að bæta inn einu atriði í greiningarlykilinn C. BLÖÐ JÖÐRUÐ við liði 9 og 9* á bls. 81:

9 Blaðfrumur stórar, breiðari en 30 µm eða blöð >7 mm. Jaðar og rif græn (sjaldan brún) …….. 10

9* Blaðfrumur minni en 30 µm (einstakar 35 µm); blöð <6 mm. Jaðar og rif rauðbrún …… Cinclidium

 

Ættkvíslirnar Warnstorfia og Sarmentypnum eru náskyldar. Leiði greiningarlykill til annarrar hvorrar, er skynsamlegt að skoða tegundir hinnar kvíslarinnar líka.

Sjálfsagt leynast fleiri villur í bókinni og er þakksamlega þegið, ef notendur rekast á þær. Á fáeinum stöðum eru fræðiheiti ekki skáletruð, en eg hirði ekki um að leiðrétta það.

 

Dicranoweisia crispula (Hedw.) Milde‚ kármosi

Víða áveðra á steinum má sjá gulgræna, 3 cm háa bólstra. Í rekju standa blöð upprétt, en í þurrki verða þau undin og hrokkin; á þessum árstíma með gulgræna bauka, sem verða smám saman er líður á sumarið gulbrúnir.

Tegundin er mjög breytileg og erfitt að nefna afdráttarlaus einkenni. Þurr blöð veita ákveðna vísbendingu og ljósir hryggir á frumuveggjum um mitt blað staðfesta oftast rétta greiningu.

 Leave a Reply