Flóra

Þríhyrnuburkni – Phegopteris connectilis

Skrifað um March 28, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Myndin sýnir neðra borð á snubbóttum og heilrendum bleðli; gróblettir eru kringlóttir eða sporöskjulaga, engin gróhula. Teikn. ÁHB. Þríhyrnuburknaætt – Thelypteridaceae Um 900 tegundir teljast til ættarinnar og skiptast á 5 til 30 ættkvíslir. Flestar eru landplöntur en sumar vaxa á grjóti. Þær dreifast um heim allan en flestar tegundir ættarinnar lifa í hitabeltinu. Sameinkenni […]

Lesa meira »

Köldugras – Polypodium vulgare

Skrifað um March 25, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Sæturótarætt – Polypodiaceae Sæturótarætt er oft skipt niður í margar undirættir. Til hennar teljast tæplega 60 ættkvíslir með samtals um 1200 tegundir frá meðalstórum til smárra burkna. Margar tegundir eru ásætur. Fyrrum var þessi ætt miklu mun stærri með nálægt 7000 tegundir, en hefur verið klofin niður hin síðari ár. Ættin mun þó enn vera […]

Lesa meira »

Mosaburkni – Hymenophyllum wilsonii

Skrifað um March 23, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Mosaburknaætt – Hymenophyllaceae Til ættarinnar teljast um 600 tegundir. Flestar þeirra vaxa á rökum stöðum, oft undir ýringi frá fossum. Þær eru algengastar í regnskógum hitabeltisins. Þó er ein og ein tegund, sem teygir sig norður á bóginn með ströndum Atlantshafsins. Plöntur ættarinnar eru jafnan dökkgrænar eða svartleitar; auðvelt er að villast á þeim og […]

Lesa meira »

Hlíðaburkni – Cryptogramma crispa

Skrifað um March 23, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Vængburknaætt – Pteridaceae Áður var hlíðaburknaætt (Adiantaceae), sem er fremur lítil ætt, klofin út úr vængburknaætt (Pteridaceae). Innan hennar eru sex ættkvíslir, Adiantum, Aspidotis, Notholaena, Cheilanthes, Pellaea og Cryptogramma; flestar tegundir eru ásætur í hitabeltinu. Aðeins ein tegund síðast nefndu ættkvíslarinnar vex á Norðurlöndum. Sameiginlegt einkenni allra tegunda er, að gróhula er engin; þess í […]

Lesa meira »

Greiningarlykill að ættkvíslum grasa

Skrifað um March 20, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  KULDAKASTIÐ síðustu viku hefur haldið aftur af plöntunum, sem voru í þann mund að komast af stað í hlýindum í apríl-mánuði. (Skrifað í maí 2013.) Rétt örlar á krónublöðum vetrarblómsins, bæði suður við Kleifarvatn og í Úlfarsfelli, og hafa þau ekkert breytzt síðast liðnar vikur. Vetrarblómið þarf vart nema 2 eða 3 daga hlýja […]

Lesa meira »

Blámi ─ Hepatica

Skrifað um March 3, 2013, by · in Flokkur: Flóra

ÆTTKVÍSLIN blámi (Hepatica Miller) er í sóleyjaætt (Ranunculaceae). Til hennar heyra fjölærar jurtir í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Hér á landi vaxa tvær tegundir í görðum en engin villt í náttúrunni. Blöð eru stofnstæð, jafnan þrí-flipótt (sjaldan fimm-flipótt), leðurkennd og haldast græn um vetur; fjólublá á neðra borði. Blóm eru tvíkynja, blómhlíf einföld. Rétt undir […]

Lesa meira »

Sýkigras ─ Tofieldia pusilla

Skrifað um February 28, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Sýkigrasaætt (Tofieldiaceae) Í EINA TÍÐ var liljuættin (Liliaceae) gríðarstór. Sannast sagna var allmörgum plöntutegundum troðið inn í hana, sem menn vissu ekki gerla, hvar ættu að heima að öðrum kosti. Nú má segja, að verulega hafi verið hreinsað til þar og að minnsta kosti 14 ættir klofnar út úr henni. Engin hinna þriggja íslenzku […]

Lesa meira »

Þallarætt – Pinaceae

Skrifað um February 18, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Æðafræplöntur má kalla einu nafni þær, sem fjölga sér með fræi og hafa leiðsluvefi (viðarvef og sáldvef). Til þessa hóps teljast gnetuviðir, musterisviðir, köngulpálmar, blómplöntur og barrviðir. Af barrviðum má nefna þrjár ættir, sem greina má að á eftirfarandi hátt: Lykill að ættum barrviða: 1 Kvenkynhirzlur einstakar. Fræ umlukt rauðum hjúpi … Taxaceae (ýviðarætt) 1 […]

Lesa meira »

Smjörgras ─ Bartsia alpina

Skrifað um January 19, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Hanatoppar ─ Bartsia L. Ættkvíslin hanatoppar (Bartsia L.) hefur til þessa verið jafnan talin til grímublómaættar (Scrophulariaceae). Nú benda rannsóknir til, að skynsamlegra sé að telja hana til ættarinnar Orobanchaceae, sem hefur verið nefnd sníkjurótarætt (Stóra blómabók Fjölva 1972), ásamt ættkvíslunum Rhinanthus, Pedicularis, Melampyrum og Euphrasia. Til ættarinnar heyra um 2000 tegundir innan um 90 […]

Lesa meira »

Grímublómaætt ─ Scrophulariaceae

Skrifað um January 15, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Innan grímublómaættar (Scrophulariaceae) eru um 275 ættkvíslir með um það bil 5000 tegundum. Hér á landi eru 7 innlendar ættkvíslir með 14 tegundum; að auki eru einar 3 ættkvíslir aðrar og um 13 tegundir, sem vaxa hér sem slæðingar. Þá má geta þess, að allmargar tegundir ættarinnar eru ræktaðar í görðum. Tegundirnar eru ýmist einærar […]

Lesa meira »
Page 8 of 11 1 3 4 5 6 7 8 9 10 11