Recent Posts by Águst

Beitilyng ─ Calluna vulgaris

Written on August 14, 2012, by · in Categories: Flóra

Beitilyng (Calluna vulgaris (L.) Hull) er eina tegundin í ættkvíslinni Calluna Salisb., sem telst til lyngættar (Ericaceae) og tilheyrir þar undirættinni Ericoideae. Calluna er dregið af gríska orðinu kallynein, fegra (kallos), eða fægja, sópa. Nafnið er komið til af því, að beitilyng var haft í sópa. Beitilyng er jarðlægur eða uppsveigður, kræklóttur smárunni. Ætlað er, […]

Lesa meira »

Hlöðukálfaeldi í Háskóla Íslands

Written on August 14, 2012, by · in Categories: Almennt

Stundakennari við Háskóla Íslands (guðfræðideild), Kristinn Ólason, hefur orðið uppvís að því að hafa sagt ósatt um doktorspróf sitt (Die Sprache des Vertrauens). Hann hefur kennt þar í nokkur ár, en nú var honum gert að hætta kennslu eins og sjálfsagt er. Haft var eftir Ástráði Eysteinssyni, prófessor við HÍ, að mistökin að ráða hann […]

Lesa meira »

Lyngætt – Ericaceae

Written on August 13, 2012, by · in Categories: Flóra

Til lyngættar (Ericaceae) teljast jurtir, smárunnar, runnar og tré með heil, oft leðurkennd, barrlík, sí- eða sumargræn blöð. Blöðin eru stakstæð, gagnstæð eða kransstæð, á stundum í stofnhvirfingu. Blóm eru regluleg (óregluleg hjá Rhododendron), tvíkynja, fjór- eða fimm-deild. Bikar er oft samblaða. Krónan er laus- eða samblaða, oft bjöllulaga en getur verið lítil og ósjáleg. […]

Lesa meira »

Plöntur á þurrkasumri

Written on August 11, 2012, by · in Categories: Gróður

Margir eru áhyggjufullir yfir þurrkum, sem gengið hafa yfir landið í sumar og telja það valdi ofþornun jarðvegs, sem síðan bitni á vexti plantna. Mér hafa sagt eldri menn, að það sé ekki óvanalegt hér á landi, að rigning komi með óreglulegu millibili en heildarúrkoma ársins sé jafnan ekki mjög breytileg. Áður hafa komið þau […]

Lesa meira »

Álftalauksætt – Isoëtaceae

Written on August 9, 2012, by · in Categories: Flóra

Álftalaukar – Isoëtes L. Nafnið dregið af gríska orðinu isos, samur, eins; og etos, er; sá sem er eins allt árið. Fjölærar vatnaplöntur. Jarðstöngull hnöllóttur, stuttur. Blöð í þéttum stofnhvirfingum með breiðan fót, sem lykur um gróhirzlur; stórgró þroskast í hirzlum í ytri blöðum snemma á vaxtartíma en smágró í hinum innri síðla sumars. Séu blöðin […]

Lesa meira »

Reyrgresi

Written on August 7, 2012, by · in Categories: Grasnytjar

  Reyrgresi eða reyr (Hierochloë-odorata) var oft lagt í fatakistur hér á árum áður. Reyr er grastegund, sem vex víða um land, aðallega þó á láglendi. Hann er einkum að finna í útjöðrum skóga og í lágvöxnu kjarri en líka á grýttu valllendi og miklu víðar. Þó að margir eigi erfitt með að greina grastegundir […]

Lesa meira »

Skaflinn í Esju ─ Rauðskrokksjökull

Written on August 4, 2012, by · in Categories: Almennt

Rauðskrokksjökull Hallgrímur Sigursteinn Hallgrímsson, bókavörður, var víst um margt mjög sérstæður maður; oft kallaður „red body“. Eitt sinn síðla sumars stóðu þeir við glugga í Safnahúsinu við Hverfisgötu Páll Eggert Ólason prófessor og Hallgrímur bókavörður. Þá verður Hallgrími litið til Esjunnar og segir: „Nei, sérðu, Páll, það er enn snjór í Esjunni.“ „Já, veiztu það […]

Lesa meira »

Tómatplanta óx í Surtsey 1969

Written on July 29, 2012, by · in Categories: Almennt

Sumarið 1969 vann eg hjá Surtseyjarfélaginu við að fylgjast með landnámi plantna í Surtsey. Ekki skal orðlengja um það hér, því að greint hefur verið frá öllu á öðrum vettvangi, nema einu atriði, sem hefur legið í þagnargildi alla tíð.   Eitt sinn, þegar eg var í Reykjavík, bárust þau skilaboð úr Surtsey, að fundizt […]

Lesa meira »

Eitraðar og varasamar plöntur

Written on July 27, 2012, by · in Categories: Almennt

  Inngangur Allar lífverur verða fyrir áreiti í lífi sínu. Þær verða því að geta varið sig eða borið hönd fyrir höfuð sér, eins og oft er sagt. Plönturnar eru ekki undanskildar hér en vitaskuld verða þær að beita svolítið öðrum brögðum en dýrin.   Plönturnar framleiða lífræn efni, eins og sykur, fitu og prótín […]

Lesa meira »

Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn

Written on July 24, 2012, by · in Categories: Gróður

  Grein þessi er í vinnslu. Meðal annars er eftir að setja inn margar myndir.   Inngangur Lágt grágrýtisholt er ofan Hafnafjarðar, sem engu að síður ber nafnið Ásfjall, þó að það rísi aðeins 127 m yfir sjó. Vestan undir fjallinu stóð bærinn Ás, en sunnan undir því er Hvaleyrarvatn. Suðurhlíð fjallsins upp af vatninu […]

Lesa meira »
Page 36 of 40 1 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40