Álftalauksætt – Isoëtaceae

Skrifað um August 9, 2012 · in Flóra

Álftalaukar – Isoëtes L.
Nafnið dregið af gríska orðinu isos, samur, eins; og etos, er; sá sem er eins allt árið.
Fjölærar vatnaplöntur. Jarðstöngull hnöllóttur, stuttur. Blöð í þéttum stofnhvirfingum með breiðan fót, sem lykur um gróhirzlur; stórgró þroskast í hirzlum í ytri blöðum snemma á vaxtartíma en smágró í hinum innri síðla sumars. Séu blöðin skorin þvert, sést greinilega, að þau eru sett fjórum pípum eða rásum að endilöngu. Um 140 tegundir tilheyra ættkvíslinni, tvær hérlendis.
Lykill að tegundum:
1. Blöð stinn og nærri jafngild fram í odd, jafnvel ferstrend. Þurr stórgró grá, vörtótt og/eða með kamb og upphleyptar rákir ……………………………..…. vatnalaukur (I. lacustris)
1. Blöð lin og oddmjó. Þurr stórgró hvít, göddótt …….….….. álftalaukur (I. echinospora) 

Álftalaukur Isoëtes echinospora Durieu
Lítil vatnajurt; jarðstöngull 0,5-1 cm á þykkt. Blöð í stofnhvirfingu, ljós- eða gulgræn, útsveigð, 4-10 cm löng, 1-2 mm þykk, oddmjó, sem oft eru örlítið brett upp í odd og verða brúnleit efst. Stórgró eru göddótt.
5-15 cm á hæð. Vex á kafi í vatni. Fremur sjaldgæfur; víða um sunnan- og vestanvert landið.Enska: Spring-(sporet) Quillwort
Danska: Gulgrøn Brasenføde
Sænska: Taggsporigt braxengräs
Norska: Mjukt brasmegras
Finnska: Vaalealahnanruoho
Þýzka: Stachel-sporiges Brachenkraut
Franska: Isoète à spores hérissées

Vatnalaukur Isoëtes lacustris L.
Lítil vatnajurt; jarðstöngull 0,5-1,5 cm á þykkt. Blöð í stofnhvirfingu, dökk- eða svartgræn, útsveigð, jafnvel afturbeygð, 5-12 cm löng, 1,5-3 mm þykk,nærri jafnbreið fram í odd, verða oft brúnleit efst. Stórgró með netlaga ójöfnur.
4-8 cm á hæð. Vex á kafi í vatni. Hér og hvar, einkum um vestan- og austanvert landið.

Enska: Lake Quillwort
Danska: Sortgrøn Brasenføde
Sænska: Vårt-sporigt braxengräs
Norska: Stivt brasmegras
Finnska: Tummala-hnanruoho
Þýzka: See Brachenkraut, Sumpf Brachen
Franska: Isoète des lacs

 

Leitarorð:


Leave a Reply