Hlöðukálfaeldi í Háskóla Íslands

Skrifað um August 14, 2012 · in Almennt · 3 Comments

Stundakennari við Háskóla Íslands (guðfræðideild), Kristinn Ólason, hefur orðið uppvís að því að hafa sagt ósatt um doktorspróf sitt (Die Sprache des Vertrauens). Hann hefur kennt þar í nokkur ár, en nú var honum gert að hætta kennslu eins og sjálfsagt er.

Haft var eftir Ástráði Eysteinssyni, prófessor við HÍ, að mistökin að ráða hann hafi komið til af því, að þar á bæ væru menn ekki beðnir um prófskírteini, vegna þess að jafnan þekktust menn svo vel, að það hefur verið talið óþarft til þessa.

Þessi ummæl eru staðfesting á því, sem alltaf hefur verið vitað um HÍ. Það er að segja, að þangað eru bara ráðnir vinir og kunningjar, öðru nafni hlöðukálfar.

Í HÍ hefur alla tíð verið stundað hlöðukálfaeldi og því ætti þessi frétt ekki að koma neinum á óvart. Á meðan svo er getur HÍ aldrei orðið alvöru háskóli. Í annan stað vekur það eilitla furðu, að enginn kennari við háskólann skuli hafa haft áhuga á að lesa ritgerðina, þegar maðurinn var ráðinn. Þá þegar hefði hið sanna komið í ljós.

 

Leitarorð:

3 Responses to “Hlöðukálfaeldi í Háskóla Íslands”
 1. Sigmundur Guðmundsson says:

  Hér fann ég svo aðra bók, eftir allt aðra höfunda, með titlinum “Die Sprache des Vertrauens”

  https://www.morebooks.de/store/gb/book/die-sprache-des-vertrauens/isbn/978-3-942821-16-2

  Undirtitilinn “Die Kunst, skeptische Kunden zu überzeugen” sýnir að sr. Kristinn Ólason er greinilega á réttri hillu.

 2. JTH says:

  Einhvern veginn held ég að “doktor” Kristinn Ólafsson og séra Kristinn Ólason séu ekki einn og sami maðurinn. Eftir að hafa gúglað svolítið er ég ekki viss um að Ólafsson hafi hlotið prestvígslu.

 3. Sigmundur Guðmundsson says:

  JTH: Skoðaðu endilega bls. 5 í eftirfarandi skjali

  https://s3-eu-west-1.amazonaws.com/hladvarp/arbok/arbok-kirkjunnar-2010.pdf

  þar er greint frá vígslu “doktors” Kristins Ólasonar.

  Ekki veit ég hvort hægt sé að taka þetta trúanlega.

Leave a Reply