Greinasafn mánaðar: May 2013

Gerlar sem grenna

Skrifað um May 16, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Á ahb.is hefur áður verið fjallað um bakteríur (gerla) í þörmum (sjá til dæmis hér og einnig hér. Hin síðari ár hefur mönnum orðið æ betur ljóst en áður, að bakteríur hafa mun meiri áhrif á starfsemi líkamans en menn héldu. Nýverið var greint frá því, að ofurþungar mýs, sem voru mataðar á sérstakri þarma-bakteríu, […]

Lesa meira »

Hvar eru Möðrudalsöræfi?

Skrifað um May 16, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Eitt langar mig til þess að bera undir menn almennt. Í nær daglegum tilkynningum frá Vegagerðinni er færð lýst á helztu leiðum. Meðal annars er sagt frá færð um Mývatnsöræfi og síðan Möðrudalsöræfi. Aldrei getið um færð á Hólsfjöllum. Nú veit eg reyndar ekki, hve gamalt örnefnið Möðrudalsöræfi er, en hvergi hef eg séð það […]

Lesa meira »

Zink-mengun

Skrifað um May 13, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Haustið 2006 vann eg að umhverfismati á flóru og gróðri vegna fyrirhugaðrar háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík. Þá tók eg eftir því, að við gamla línu frá Selfjalli að Hamranesi bar allmikið á gróðurskemmdum. Á um 10-15 metra breiðu belti og um 20-50 metra í norðvestur frá möstrunum voru allar mosa- og fléttutegundir dauðar. Blómplöntur […]

Lesa meira »

Skilaboð frá ::Vistfræðistofunni::

Skrifað um May 10, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Skilaboð :: Vistfræðistofan :: Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, fil. dr. Laugateigi 39 • 105 Reykjavík Tölvupóstur agusthbj@gmail.com Símar 553 6306 og 662 1199 Reykjavík, í maí 2013 Nú fer sumarið í hönd og það er sá tími, sem grasafræðingar reyna að nýta sem bezt, enda ekki ýkja langt. Eg vil vinsamlega vekja athygli á, að […]

Lesa meira »

Engjarós – Comarum palustre

Skrifað um May 8, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Engjarósir – Comarum L. Aðeins ein tegund telst til ættkvíslarinnar Comarum L., sem er af rósaætt (Rosaceae). Það er því óþarft að lýsa henni sérstaklega. Vert er að geta þess, að tegundin er oft talin til Potentilla ásamt fjölmörgum öðrum tegundum. Það, sem skilur að þessar tvær kvíslir, er, að blómbotninn í Comarum-kvíslinni þrútnar út við […]

Lesa meira »

Fjallasmári – Sibbaldia procumbens

Skrifað um May 7, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Heiðasmárar – Sibbaldia Fjallasmári er í ættkvíslinni heiðasmárar (Sibbaldia L.), sem telst til rósaættar (Rosaceae). Það eru á milli tíu og tuttugu tegundir aðrar, sem teljast til kvíslarinnar og vaxa flestar í fjöllum í Asíu. Í Evrópu eru aðeins tvær tegundir, S. procumbens L. og S. parviflora Willd., og aðeins hin fyrr nefnda á Norðurlöndum. Þetta […]

Lesa meira »

Hrútaberjaklungur – Rubus saxatilis

Skrifað um May 5, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Hrútaberjaklungur eða hrútaber (Rubus saxatilis L.) teljast til ættkvíslarinnar klungur (Rubus). Ættkvíslin Rubus L. (klungur) er innan rósaættar (Rosaceae L.) og telst jafnan til undirættarinnar Rosoideae ásamt þeim ættkvíslum, sem álitið er, að séu henni skyldastar, eins og rósir (Rosa L.), mjaðjurtir (Filipendula Mill.), murur (Potentilla L.), blóðkollar (Sanguisorba L.), döggblöðkur (Alchemilla L.) og jarðarber […]

Lesa meira »