Blóðarfi ─ Polygonum aviculare

Skrifað um January 8, 2013 · in Flóra · 34 Comments

Blóm á blóðarfa. Ljósm. ÁHB.

Blóm á blóðarfa. Ljósm. ÁHB.

Hnútagrös ─ Polygonum

Til ættkvíslarinnar hnútagrasa (Polygonum L.) af súruætt (Polygonaceae) teljast einærar tegundir, með jarðlæga eða upprétta, oft marggreinda, stöngla. Blöð stilkstutt eða stilklaus, sporbaugótt eða öfugegglaga, geta verið mjólensu- eða striklaga og stofnendi blöðku yddur eða ávalur. Axlarslíður brún- eða hvítleit. Blóm eru lítil, tvíkynja, í blaðöxlum eða einstök. Blómhlífarblöð fimm, grænleit með rauðan eða hvítan fald. Fræflar eru fimm til átta. Fræni eru þrjú. Aldin er þríhyrnd hneta.
Polygonum er komið úr grísku, polys, margur; gony, ef. gonatos, hnútur, kné. Nafnið hnútagras er af þessu dregið, en hnúskar myndast á stöngli við liðamót.
Fyrrum töldust allmargar tegundir til þessarar ættkvíslar, en þær hafa verið fluttar í aðrar kvíslir eins og Persicaria og Bistorta. Blóðarfi er eina hérlenda tegundin, sem nú telst til þessarar ættkvíslar.

Blóðarfi ─ Polygonum aviculare L.

 

Blóðarfi í flagi. Ljósm. ÁHB.

Blóðarfi í flagi. Ljósm. ÁHB.

Einær jurt með marggreinóttan, jarðlægan eða uppréttan, gáróttan stöngul. Blöð eru lensulaga, sporbaugótt eða öfugegglaga og oftast nær alveg snubbótt, nærri stilklaus, heilrend og oft blágræn. Axlarslíður eru hvítleit og þunn.
Blóm eru lítil, einstök eða fá saman í blaðöxlum. Blómhlífarblöð græn með hvítan eða rauðlitan fald; blóm oft nokkuð rauleit. Aldin er þríhyrnd hneta.

Tegund þessi er mjög breytileg og hefur mörgum undirtegundum og afbrigðum verið lýst. Nú eru sex undirtegundir taldar vaxa á Norðurlöndum (Flora Nordica 1.) og eru tvær hérlendis. Erfitt getur verið að greina á milli þessara undirtegunda; helzt er það gerð og stærð blómhlífar. Þá er hnetan á fyrri undirtegund umlukt blómhlíf en á hinni síðari nær hún oftast út úr henni.
Lykill að undirtegundum:

1 Blómhlíf 3,3-5,5 mm, blaðka 77-65% af heildarlengd. Hneta umlukt blómhlíf …….. ssp. boreale
1 Blómhlíf 2,3-3,4 mm, blaðka 52-72% af heildarlengd. Hneta nær aðeins út úr blómhlíf …….. …………………………………………………………………………………ssp. neglectum

a) ssp. boreale (Lange) Karlsson er mjög algeng og vex nánast um land allt, aðallega í fjörum og við bæi, nema í miðhálendinu, en þangað hefur hún slæðzt á nokkra staði með fóðri.
b) ssp. neglectum (Besser) Arcang. hefur fundizt við Geysi í Biskupstungum; sennilega slæðingur.

Vex við hús og bæi og í fjörum. Algengur um land allt nema í miðhálendinu er hann fremur sjaldgæfur. Blómgast í júní og er oft í blóma fram í ágúst. 10-25 (-60) cm á lengd.

Mörg nöfn eru dregin af útliti. Hnútagras af smáhnútum á stöngli, rauðarfi af blómalit og tunguarfi og oddvari af blaðlögun. Nöfnin hlaðarfi, veggjaarfi, veggjahrís, varpaarfi og varpalyng benda á vaxtarstaði. Viðurnafnið aviculare er dregið af latneska orðinu avis, fugl, en fuglar nærast mjög á fræjunum, samanber nöfnin fuglaarfi og fuglabaunir. – Þegar kippt er í plöntuna kemur hún upp með rótum eins og allar einærar tegundir. (Það þarf aldrei að grafa upp rætur einærra plantna eins og mönnum er ráðlagt á ónefndum netmiðlum.)
Seyði af urtinni var brúkað við niðurgangi, matarólyst og blóðlátum, eins og nafnið blóðarfi bendir til. Gömul er sú trúa, að seyði af plöntunni stöðvi vöxt barna.

Myndin sýnir axlarslíður, blómknappa og laufblöð. Ljósm. ÁHB.

Myndin sýnir axlarslíður, blómknappa og laufblöð. Ljósm. ÁHB.

Því hefur verið haldið fram, að þetta sé útbreiddasta plöntutegund á jörðinni. Hún þolir mikið traðk og fræin geta lifað í 50 ár í jarðvegi. Annars staðar á Norðurlöndum var hún höfð í te ásamt öðrum tegundum til að lækna menn af slæmum hósta og til að örva þvaglát. Þá voru fræin höfð til matar.

Nöfn á erlendum málum:
Enska: (common) knotgrass, birdweed, pigweed, lowgrass, prostrate knotweed, wireweed, beggarweed, doorweed, ninety-knot, hundred jointed, centinode, allseed, birdweed, bird knotgrass, bird’s tounge, sparrow tounge, pigweed, cowgrass, crawlgrass, hogweed, armstrong
Danska: Almindelig Pileurt
Norska: tungras, tungress, grisgras
Sænska: trampört, trampgräs, vanlig trampört, bägartrampört, fogelknäa, trampnäva, vägört, gårdsgräs, fågelfrö, svingräs, rättadå
Finnska: pihatatar
Þýzka: Vogel-Knöterich, Knotenwegerich, Wegtritt
Franska: renouée des oiseaux, herbe aux cent nœuds, centinode

Þurrkað eintak af blóðarfa. Ljósm. ÁHB.

Þurrkað eintak af blóðarfa. Ljósm. ÁHB.

Samnefni: Polygonum aviculare L. ssp. heterophyllum (Lindm.) Asch. & Graebn., P. erectum Roth, P. heterophyllum Lindm., P. boreale (Lange) Small (ssp. boreale), P. aequale Lindm., P. aviculare L. ssp. aequale (Lindm.) Asch. & Graebn., P. calcatum Lindm., P. neglectum Besser (ssp. neglectum).

ÁHB / 8.1. 2013

Leitarorð:

34 Responses to “Blóðarfi ─ Polygonum aviculare”
 1. RobertPaw says:

  careprost eye drops [url=https://careprost33.us]careprost at cheapest prices[/url] careprost eyelash growth ebay
  careprost lash careprost eyelash growth reviews careprost amazon

 2. CyrilTak says:

  cefdinir antibiotic uti [url=https://cefdinir22.us]cefdinir medscape dosing[/url] cefdinir seizure
  cefdinir 300 capsule cefdinir dose pediatric om 14 cefdinir 300 mg

 3. Anthonyscash says:

  online medication cialis [url=https://cialis29.us]tadalafil 5mg cost[/url] daily cialis review
  cialis 100mg tablets tadalafil 5mg prices tadalafil citrate bodybuilding

 4. Wallacelendy says:

  warnings for tadalafil [url=https://cialis32.us]cialis 5 mg[/url] cialis
  is cialis safe what cialis does cialis 40mg india

 5. Timothyslorm says:

  cialis commercial [url=https://cialis25.us]20 mg cialis price[/url] cialis pharmacy india
  cialis for sell cialis 10mg price usa cialis side effects

 6. ErnestoNof says:

  drugs like viagra [url=https://viagra742.us]viagra by phone[/url] viagra com
  sildenafil 50mg uk sildenafil 100mg usa viagra amazon

 7. RaymondCom says:

  levitra effectiveness [url=https://levitra734.us]levitra for daily use[/url] levitra drug class
  buying levitra online levitra pricing vardenafil 20mg tablets

 8. Erichric says:

  meloxicam 15mg cost [url=https://meloxicam20.us]mobic meloxicam dosing[/url] meloxicam medication daily
  meloxicam dosage for arthritis meloxicam dosage for pigs meloxicam 15mg tab 15

 9. GeraldSom says:

  metronidazole dosing children [url=https://metronidazole21.us]flagyl dosing trichomonas[/url] metronidazole for fish
  flagyl metronidazole cost metronidazole cream dosage metronidazole cream sig

 10. Stefanref says:

  domperidone maleate medication [url=https://motilium33.us]motilium 10mg janssen[/url] domperidone gastric emptying
  motilium canada domperidone indication motility agent domperidone

 11. DvvShofs says:

  what is quetiapine fumarate quetiapine 100mg high

 12. MichaelSkili says:

  tadalafil 5 mg [url=https://cialis740.us]generic tadalafil usa[/url] generic cialis reviews
  cialis tablets generic tadalafil uses cialis pharmacy prices

 13. RnhShofs says:

  acid reflux omeprazole not working prilosec otc review

 14. Avdbfraks says:

  what are the side effects of amlodipine 5 mg norvasc 5 mg tablet

 15. ShysWalk says:

  diovan hydrochlorothiazide dosage hydrochlorothiazide-lisinopril

 16. Frhroady says:

  bupropion escitalopram interaction escitalopram tab

Leave a Reply