Greinasafn mánaðar: September 2015

Vandasamt þjófnaðarmál

Skrifað um September 29, 2015, by · in Flokkur: Almennt

Margir hafa heyrt nefndan Eyjólf Magnússon „ljóstoll“, sem fæddist á Hraunhöfn í Staðarsveit 1841 en sálaðist á heimili systur sinnar Rannveigar á Kotströnd í Ölfusi 1911. Séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli hélt yfir honum ræðurnar, en mæltist svo miðurlega, að Rannveig fór í meiðyrðamál við prest – fyrir hönd líksins. Málinu var skotið til sýslumanns, […]

Lesa meira »

Flóruveggmynd HÍN endurútgefin

Skrifað um September 15, 2015, by · in Flokkur: Almennt

Maður er nú orðinn svo gamall, að maður kippir sér ekki upp við það, þó að vaðið sé yfir mann. Við endurprentun á veggmyndinni Flóra Íslands, sem var gefin út af Hinu Ísl. náttúrufræðifélagi með styrk frá Ferðamálaráði 1985, var sagt í kynningu, „að við val á tegundum og uppröðun á myndflötinn naut Eggert aðstoðar […]

Lesa meira »

Hjartarfi – Capsella bursa-pastoris

Skrifað um September 14, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Hjartarfi – Capsella Ættkvíslin Capsella Medicus telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Til kvíslarinnar teljast fjórar tegundir, sem eru ein- eða tvíærar. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða greindur, hárlaus eða hærður neðan til. Blöð í stofnhvirfingu, stilkuð eða stilklaus, aflöng, heil eða fjöðruð. Stöngulblöð eru minni, aflöng, heilrend, tennt eða bugðótt og greipfætt. […]

Lesa meira »

Krossblómaætt – Brassicaceae

Skrifað um September 11, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Krossblómaætt (Brassicaceae, áður nefnd Crusiferae) dregur nafn sitt af fjórum krónublöðum, sem mynda jafnarma kross, ef horft er beint ofan á blómið. Til ættar teljast ein- til fjölæringar, aðallega jurtir. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða lítt greindur, á stundum holur. Blöð eru stakstæð, fjaðurstrengjótt, axlblaðalaus og mynda oft stofnhvirfingu. Blómskipun er klasi, en […]

Lesa meira »