Kennarinn Örnólfur Thorlacius

Skrifað um March 5, 2017 · in Almennt

 

Örnólfur Thorlacius lézt 5. febrúar síðast liðinn á 86. aldursári. Örnólfur kom víða við á langri ævi. Meginstarf hans var innan veggja tveggja skóla, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem hann fékkst við kennslu og gegndi síðan starfi rektors. Auk þessa var hann mikilvirkur þýðandi, flutti fræðsluþætti í útvarpi og sjónvarpi og þá þýddi hann og samdi allmargar kennslubækur í líffræði handa framhaldskólum.

Örnólfur var mjög eftirminnilegur kennari og bryddaði upp á mörgum nýjungum í kennslu; þó að hann hafi einu sinni sagt, að notadrýgst í allri kennslu væru „kjafturinn og krítin”.

Hér fylgja tvær myndir, sem Jón Sigurðsson, læknir, tók af Örnólfi veturinn 1964/65 við kennslu í náttúrufræði í 4.-R í Þrúðvangi, sem var útihús frá MR.

Minningargrein um Örnólf (hér).

Hér skýrir Örnólfur út grundvallargerð veiru; bendir á erfðaefnið. - Ljósm. Jón Sigurðsson.

Hér skýrir Örnólfur út grundvallargerð veiru; bendir á erfðaefnið. – Ljósm. Jón Sigurðsson.

Það var sjaldan, sem Örnólfur sat við kennslu, en hér hefur hann tyllt sér niður. - Ljósm. Jón Sigurðsson.

Það var sjaldan, sem Örnólfur sat við kennslu, en hér hefur hann tyllt sér niður. – Ljósm. Jón Sigurðsson.Leave a Reply