Fjallagrös

Skrifað um July 20, 2012 · in Grasnytjar · 44 Comments

Cetraria islandica

Cetraria islandica

 

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur (skófir) og eru í raun sambýli tveggja lífvera, svepps og þörungs. Lítið ber á þörungnum, því að þalið er aðallega myndað af sveppþráðum. Fjallagrös vaxa á öllu norðurhveli jarðar, og hér á landi eru þau mjög algeng, einkum upp til heiða og fjalla, þar sem þau mynda víðlenda fláka.

Fjallagrös eru mjög breytileg að útliti, bæði hvað varðar lit og lögun. Þau geta verið rennulaga og þá oftast nær svört eða dökkbrún en oft eru þau mjög breið og jafnan ljósbrún, jafnvel grænleit. Þau eru upprétt eða liggja út af, um 10 cm á hæð. Bleðlarnir eru mjög misbreiðir; hinir mjóstu 1-6 mm á breidd (kallast klóungur), en geta verið allt að 20 mm breiðir eða meira (kallast þá skæðagrös). Rendur bleðla eru settar smáum krókum. Efra borð bleðla er ýmist matt eða gljáir. Fjallagrös eru lauslega fest við undirlagið og er því mjög auðvelt að tína þau eða raka saman.

Víst þykir, að fjallagrös hafi verið notuð til manneldis allt frá fyrstu tíð og að minnsta kosti í sumum landshlutum er enn farið til grasa. Í ýmsum heimildum frá fyrri öldum er getið um nytsemi fjallagrasa, grasalestur sem hlunnindi eða ítak, grasafeng, grasalitun og verðgildi grasahesta.

Grasaferðir
Oftast var farið á grasafjall rétt fyrir slátt en sums staðar að hausti, aðallega á Norðurlandi. Enda segja Þingeyingar, að ein hausttína sé á við tvær vortínur. Oft þurfti að fara langan veg til grasa, því að þau vaxa ekki þar, sem vetrarbeit er, og líka var sagt, að þau væru stærst og kröftugust upp til heiða. Algengt var, að farið væri frá mörgum bæjum samtímis og ekki mátti fara á sama svæði ár eftir ár, því að grösin þurfa nokkur ár til þess að vaxa að nýju.

Grösunum var safnað í rekju eða rigningu, og í þurrkatíð voru þau tínd á nóttunni. Einkum mun kvenfólk hafa safnað grösum, og var vikuverk að tína fjórar tunnur af fjallagrösum, en það var einn hestburður (grasahestur, grasakapall). Grösunum var safnað í gisna poka, tunnupoka, sem oft voru unnir úr togi, á stundum voru notuð tvö samansaumuð brekán eða hærupokar, ofnir úr faxhári. Litlar hagldir voru festar hringinn í kring um opið og togband haft þar í, svo að unnt væri að spenna pokann yfir herðar, þegar tínt var, og reima svo fyrir, þegar sekkurinn var orðinn fullur.

Fjallagrös

Fjallagrös


Holl fæða
Fjallagrös voru mikið höfð til búdrýginda. Það var álitið, að tvær tunnur grasa hefðu sama næringargildi og ein tunna mjöls, og víða þótti sveitaheimili illa búið til vetrar, væri ekki farið til grasa. Í Jónsbók (1281) er lagt bann við því að lesa grös í annars manns landi og flytja heim, og eru sömu viðurlög þar við og við berjatínslu.

Fjallagrös hafa löngum verið almennur matur, og hafa þau verið notuð í grasagrauta, brauð, blóðmör, grasamjólk og skyrhræring. Þá voru þau til mikilla búbóta til þess að drýgja kornmat og einkum á seinni árum hafa menn drukkið grasavatn, te eða seyði sér til heilsubótar. Þau þykja holl og næringarmikil fæða og hafa ýmsir mikla trú á þeim til lækninga.

Sem dæmi skal hér vitnað í nokkra heimildarmenn, sem hafa kynnzt notkun þeirra af eigin raun.
»Seyði af þeim hið ágætasta meðal við kvefi og brjóstþyngslum.« – »Grösin seydd, seyðið af þeim bætt með sykri, er þetta þá hin bezta brjóstsaft.« – »… voru notuð bæði við kvefi og magakvillum. Til var að sjóða fjallagrös í mjólk þar til allt var orðið að hálfþykkum graut. Var haft til lækninga við lífsýki (niðurgangi) og gafst vel.« – »… þótti mjög gott við niðurgangi, jafnvel gefið ungbörnum.« – »Við brjóstþyngslum þótti gott að nota fjallagrasahlaup þannig tilbúið: Grösin soðin lengi, allt að þrjár klukkutíma, síuð frá en út í löginn var blandað niðurmuldum kandíssykri, svo miklu, að lögurinn hefur varla getað leyst upp meira. Gefið spónblað í senn, að minnsta kosti fjórum sinnum á dag. Þótti létta og losa frá brjósti.«
Fjallagrös voru talin mjög græðandi. Oft voru þau bleytt og lögð sem bakstrar yfir sár, sem vildu ekki gróa, exem og þurra húð.

Ölgerðarefni

Í Svíþjóð hafa grösin verið notuð til víngerðar, enda geyma þau mikinn sykur (30-50%), og í einni sveit hér á landi eru fjallagrös þó nokkuð notuð til ölgerðar. Af þeim fæst mjög aðgöngugóður drykkur og ekki síðri en úr innfluttum hráefnum.

Eftir Guðrúnu Jakobsdóttur (1914-2003) á Víkingavatni má búa til öl á þennan hátt:
14 l vatn
Um 500 g fjallagrös
1 kg sykur
1 desertskeið perluger

Sykurinn er brúnaður og soðið upp á honum og grösunum. Grösin eru síuð frá og lögurinn látinn bíða þar til hann er nýmjólkurvolgur. Þá er ger sett út í og látið gerjast í 1-2 sólarhringa. Síðan var ölinu tappað á tandurhreinar flöskur og það sett í kæli.

Gefa gulan lit
Sums staðar á landinu tíðkaðist að lita gult úr fjallagrösum, einkum ullardúka. Eggert Ólafsson lýsir því svo:
»Grösunum er þá stráð yfir dúkinn, og krækjast þau í allar ójöfnur hans, því að rendur þeirra eru alsettar hvössum smákrókum. Að því búnu er dúkurinn vafinn utan um prik og látinn í ketil eða járnpott, líkt og áður er lýst um sortulitun. Þá er hreinu vatni hellt í pottinn, unz það flýtur yfir, og eldur er kyntur undir honum. Eftir 6 stunda suðu er potturinn tekinn af eldinum, og hefur dúkurinn þá fengið dökkgulan, haldgóðan lit.«

Væru sokkaplögg lituð gul, sem var alltítt, var grösunum troðið í sokkana og soðið síðan.

Meðhöndlun

Þegar komið var heim af grasafjalli, voru fjallagrösin breidd á snögga jörð eða nýslegna og látin þorna þar í sólarhring. Meðan þau voru að þorna voru þau hreyfð til og greidd í sundur. Við það hrundu úr þeim kvistir, sprek og annað rusl og varð eftir niðri í rótinni. Þetta var kallað að vinza grösin. Á stundum voru þau aftur látin í poka og þeir hengdir upp á þurrum stað til geymslu. Þannig voru þau aðallega notuð í grauta. Líka var til, að þau væru þurrkuð á grind yfir hægum hlóðareldi og síðan mulin. Var það ýmist gert með steini á hörðu skinni eða þau söxuð í grasastokki með sérstöku grasajárni.

Matargerð

Ýmsar aðferðir tíðkast við matreiðslu fjallagrasa. Oftast eru þau látin liggja í bleyti í sólarhring áður og jafnvel nú orðið brúnuð á pönnu og síðan soðin í mysu, mjólk, undanrennu eða vatni. Í matreiðslubókum er að finna allmargar uppskriftir og vísast að mestu til þeirra. Hér fylgja þó nokkrar aðferðir við matreiðslu.

Ætla má, að þannig hafi algengast verið að tilreiða grasamjólk sem hversdagsrétt og er hann ætlaður 6 manns:
4000 g mjólk
140 g fjallagrös
½ matskeið salt

Grösin eru tínd blað fyrir blað og þvegin þangað til þau eru hrein. Grösin eru soðin í mjólkinni í 2,5 til 3 tíma eða þangað til mjólkin er orðin vel sæt og grösin vel soðin. Salt er látið í, þegar búið er að taka ofan.

Vatnsgraut má útbúa þannig, að fjallagrösin eru bleytt og skorin smátt. Heitu vatni hellt yfir. Síðan er hveiti eða hrísgrjónum bætt út í. Soðið dágóða stund. Borðað með mjólk.

Þá má sjóða heil fjallagrös í þynntri mjólk og borða eins og súpu. Kallast það fjallagrasamjólk. Hæfilegt er að hafa um 50 g af fjallagrösum, ½ l vatn og 1 l mjólk. Gott að bragðbæta með fáeinum matskeiðum af hrásykri eða hunangi.

Fjallagrasaseyði er útbúið þannig. Grösin eru soðin í vatni dágóða stund, síðan síuð frá og vökvinn drukkinn. Þetta er talið mjög heilsusamlegur drykkur og notaður við kvillum í öndunarfærum, eins og kvefi, lungnakvefi, asma og berklum. Einnig þykir hann góður við lasleika í meltingarfærum, magabólgum og hægðatregðu. Seyðið er einnig talið mjög lystaukandi.

Fjallagrasate er á hinn bóginn gert þannig. Tveimur til þremur dl af sjóðandi vatni er hellt yfir 2 til 3 teskeiðar af fjallagrösum og látið standa í lokuðum potti í um 10 mínútur. Gott þykir að setja sítrónu og hunang út í.

 

Leitarorð:

44 Responses to “Fjallagrös”
 1. Throughout the awesome design of things you secure a B- just for effort. Where you misplaced everybody ended up being on the specifics. As they say, details make or break the argument.. And that could not be more true in this article. Having said that, allow me tell you precisely what did give good results. Your text is definitely pretty engaging and that is probably why I am making the effort to opine. I do not really make it a regular habit of doing that. Secondly, although I can certainly see a jumps in logic you come up with, I am not necessarily certain of just how you appear to unite the points which help to make the conclusion. For the moment I will, no doubt subscribe to your position however trust in the near future you link your facts much better.

 2. AlanJab says:

  [url=https://tadalafil.works/]cialis 20 mg tablet cost[/url]

 3. CarlJab says:

  [url=https://ciprofloxacin.monster/]ciprofloxacin 500 cost[/url]

 4. EyeJab says:

  [url=http://onlinecialisdrugwithoutrx.quest/]cialis one a day[/url]

 5. AbertAcume says:

  війна в україні 2022 пророцтва скільки буде тривати війна в україні 2022 скільки буде тривати війна в україні 2022

 6. CarlJab says:

  [url=http://hydroxyzineatarax.monster/]atarax otc usa[/url]

 7. TeoJab says:

  [url=https://tadalafil.codes/]tadalafil generic canada 20 mg[/url]

 8. EyeJab says:

  [url=http://drospirenoneyasmin.quest/]yasmin 35[/url]

 9. DjehShofs says:

  ivermectin 4 tablets price ivermectin 12

 10. RwhShofs says:

  sildenafil citrate side effects sildenafil citrate 100 mg

 11. AshJab says:

  [url=http://dapoxetinepriligy.monster/]priligy no prescription[/url]

 12. FehhSaurb says:

  cost of ivermectin 3mg tablets ivermectin 0.2mg

 13. DgwiShofs says:

  ivermectin lotion for lice ivermectin 0.5 lotion

 14. Cehhroady says:

  generic ivermectin cream ivermectin 3mg

 15. NtgbShofs says:

  viagra online pharmacy viagra for sale

 16. Cmmnroady says:

  is tadalafil a name brand drug tadalafil professional

 17. JebnShofs says:

  boot pharmacy store locator envision rx pharmacy

 18. JebnShofs says:

  most commonly abused prescription drugs navarro pharmacy store locator

Leave a Reply