Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir svo um færð:
Hálkublettir og éljagangur er á Mývatnsöræfum, hálkublettir á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, í Jökuldal sem og á Fjarðarheiði, hálka er á Hellisheiði eystri.
(Heimild: Vegagerðin, 29.8.2012.)
Maður spyr sig: Hvernig er færð á Hólsfjöllum? Þau eru þó allstórt svæði á milli Mývatns- og Möðrudalsöræfa. – Hellisheiði er á milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa; oft nefnd Hellisheiði eystra, aldrei Eystri-Hellisheiði.
ÁHB/29.8.12
Leitarorð: hellisheiði eystra • hólsfjöll • hólsfjöllum • möðrudalsöræfi • mývatnsöræfi • vegagerðin