Vefplöntur þáðu margt frá sveppum

Skrifað um October 23, 2013 · in Almennt · 6 Comments

Víst er, að landplöntur eru komnar af þörungum, sem lifa í sjó og ferskvatni. Mönnum hefur þó löngum verið ráðgáta, hvernig plönturnar „skriðu“ á land. Vitað er, að þörunga skortir mörg gen, sem hljóta að hafa verið vefplöntum nauðsynleg.

Nú er hins vegar margt, sem bendir til þess, að þessi gen séu komin úr svepparíkinu. Áður en vefplöntur urðu til hafa fléttur, sem eru myndaðar af sambýli þörunga og sveppa , náð að vaxa á þurru landi. Fyrstu landplöntur höfðu vitaskuld engar rætur og jarðvegur var lítill sem enginn. Sennilegt má telja, að í sambýli við sveppi hafi þeim tekizt að ná til sín nægilegu magni ólífrænna efna (steinefna), enda geta sveppþræðir losað um steinefni úr hörðu bergi. Enn lifa margar vefplöntur í sambýli við sveppi (sbr. svepprót).

Ætla má, að mörg efni önnur séu komin úr svepparíkinu við það, að gen hafi hoppað yfir í plöntur. Þar má nefna gen sem ráða litarefni í blómum, lígnín-gen til að auka styrk, gen til að verjast útfjólubláu ljósi og árás skordýra. Engin slík gen er að finna í þörungum, en þau eru hins vegar til meðal sveppa..

ÁHB / 23. okt. 2013

Sveppir eru afar furðulegar lífverur og eru nú taldir til sérstaks ríkis, svepparíkis. Ljósm. ÁHB.

Sveppir eru afar furðulegar lífverur og eru nú taldir til sérstaks ríkis, svepparíkis. Ljósm. ÁHB.


6 Responses to “Vefplöntur þáðu margt frá sveppum”
  1. Hey there! I know this is kinda off topic but I was wondering which blog platform are you using for this website? I’m getting fed up of Wordpress because I’ve had issues with hackers and I’m looking at options for another platform. I would be fantastic if you could point me in the direction of a good platform.

  2. I like what you guys are up also. Such smart work and reporting! Keep up the superb works guys I?¦ve incorporated you guys to my blogroll. I think it’ll improve the value of my web site 🙂

  3. It’s arduous to find educated folks on this matter, but you sound like you recognize what you’re talking about! Thanks

  4. The other day, while I was at work, my cousin stole my iPad and tested to see if it can survive a 30 foot drop, just so she can be a youtube sensation. My iPad is now broken and she has 83 views. I know this is totally off topic but I had to share it with someone!

  5. Hello. splendid job. I did not imagine this. This is a fantastic story. Thanks!

  6. I’m not that much of a internet reader to be honest but your blogs really nice, keep it up! I’ll go ahead and bookmark your site to come back down the road. Many thanks

Leave a Reply