Íslenskur jarðfræðilykill – Lykillinn að landinu

Skrifað um July 18, 2012 · in Almennt · 2 Comments

BÆKUR – Náttúrufræðirit
Íslenskur jarðfræðilykill
Eftir Ara Trausta Guðmundsson. 243 bls.
Útgefandi er Mál og menning. Reykjavík 2002. – Ritdómur, Morgunblaðið 23. júlí 2002.

Hin síðari hafa ýmiss konar handbækur um ferðamennsku og náttúru lands orðið vin sælar. Bækurnar eru flestar í handhægu broti, klæddar í plast og þola talsvert hnjask, svo að þær eru tilvaldar til þess að taka með sér í ferðalagið. Hér er yfirleitt um handhæg uppflettirit að ræða, þar sem auðvelt er að nálgast vissan fróðleik á fljótan og aðgöngugóðan hátt.

Nýjasta bók Ara Trausta Guðmundssonar með ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar er einmitt í flokki þessara bóka. Hér er um að ræða skýringar á um eitt hundrað fræðihugtökum og fyrirbærum í jarðfræði með sérstöku tilliti til jarðmyndana hér á landi. Orðunum er raðað í stafrófsröð og þeim gerð allgóð skil bæði í máli og myndum. Þá eru einatt tilgreindir ákveðnir staðir hvar má sjá þessi fyrirbæri, en slík upptalning getur sjaldan verið tæmandi.

Að hluta til má segja, að bók þessi sé ígildi kennslubókar, vegna þess hve skilmerkileg grein er gerð fyrir mörgum hlutum, þó að henni sé ekki beinlínis ætlað það hlutverk, Bezt mun hún henta þeim, sem lesið hafa um frumatriði jarðfræðinnar og hafa eilitla innsýn í fræðigreinina. Þetta er kjörin bók til þess að rifja upp gamalt námsefni; en eigi að síður eiga flestir áhugamenn að geta haft af henni talsverðan fróðleik. Í bók sem þessa þarf ávallt að vega og meta, hvaða hugtök skal skýra og hverjum á að sleppa. Slíkt val er ekki auðvelt, en hér hefur ágætlega tekizt til að flestu leyti. Í texta bókar eru allmörg önnur hugtök og er þeim stuttlega lýst um leið og þau koma fyrir, þar sem þess gerist þörf. Á hinn bóginn er afleitt, að ekki skuli vera atriðaskrá og því getur verið mjög tafsamt að rata rétt í bókinni; til dæmis hvarflar sennilega að fáum að leita að ölkeldum undir jarðhita og þar á ofan vantar Rauðamelsölkeldu í staðarnafnaskrána. Þá sárvantar ítarlegar millitilvísanir. Orðin bergvatnsá, straumvatn, stöðuvatn, á, lækur, fljót og vatnsfall eru ekki tilgreind, svo að menn verða að þekkja nöfnin lindá og dragá til þess að lesa sér til um íslenzkar ár. Á stundum er nokkur hringlandi, sem tekið getur nokkurn tíma að átta sig á. Orðið jökull er ekki uppsláttarorð, en undir skriðjökli er jöklum skipt í hjarnjökul og skriðjökul; en við hjarnjökul er síðan vísað í hveljökul. Í sambandi við jökla er á tveimur stöðum talað um jafnvægislínu eða snælínu; á öðrum stað er sagt að tiltekin hæðarlína sé kölluð jafnvægislína en á stundum ranglega snælína, en svo er á enn öðrum stað greint frá jöklunarmörkum og tekið fram, að sú hæðarlína sé oft nefnd snælína.

Eins og áður segir eru skýringar ljósar, texti hæfilega saman þjappaður og laus við alla mælgi. Flest, sem máli skiptir, kemur fram. Í kaflanum um jarðsögu er óvænt minnzt á frumkvöðla íslenzkra jarðfræðinga. Undarlegt má þó telja, að nafn Jóns Jónssonar hefur gleymzt í því sambandi.

Allmargra örnefna er getið í bókinni og eru þau birt í sérstakri skrá. Rauðöldur undir Heklu eru ranglega nefndar Rauðhjallar og minnzt er á svæði á milli Fnjóskadals og Skjálfanda, og er þar sennilega átt við fjöllin á milli Flateyjardals og Skjálfanda. Nokkur fleiri dæmi mætti nefna um óþarfa ónákvæmni og hnökra í máli, sem hæglega hefði mátt komast hjá með vönduðum yfirlestri handrits. Slíkt breytir þó litlu um, að bókin er handhægur leiðarvísir um meginatriði í íslenzkum jarðmyndunum og þarft uppsláttarrit, þegar fyrirbæri og hugtök í jarðfræði ber á góma. Ekki kæmi á óvart, að þetta kver ætti eftir að aukast og vaxa í það að verða að stórri bók um alfræði jarðfræðinnar. Ragnar Th. Sigurðsson hefur lagt til margar mjög góðar myndir í bókina, eins og hans var von og vísa, enda víðkunnur ljósmyndari. Á hinn bóginn er litgreining sumra mynda ekki nægjanlega góð og fáeinar nokkuð dökkar.

Ari Trausti Guðmundsson hefur hin síðari ár lagt meira af mörkum til þess að fræða almenning um jarðfræði en flestir aðrir, enda verið mjög afkastamikill bæði í útgáfu bóka og sjónvarpsmynda. Hann nálgast viðfangsefnið á látlausan hátt, hefur sýnilega gaman af því að segja frá og miðla fróðleik. Ari Trausti má vera fullsæmdur af verkum sínum.

Leitarorð:

2 Responses to “Íslenskur jarðfræðilykill – Lykillinn að landinu”
  1. SaabAuto-Or says:

    [U]Общие технические РІРѕРїСЂРѕСЃС‹. Обсуждение новостей РІ РјРёСЂРµ авто. Обмен опытом.[/U] [URL=https://saabclub.xf2.site/index.php?forums/%D0%A2%D1%8E%D0%BD%D0%B8%D0%BD%D0%B3-saab.24/]авто форум – сааб[/URL] [B]Выбор SAAB.[/B]

  2. Watch itaatkar fahişeler bir esaret klipte eğlenmek at!

    itaatkar fahişeler bir esaret klipte eğlenmek Exclusive JIZZ Offer Join BRAZZERS Only
    1$ Today! Length: 07:00 Categories: Dövmeli sıska bdsm
    genç pussyfucked tarafından sapıkça cmnf usta.

Leave a Reply