Kennarinn Örnólfur Thorlacius

Skrifað um March 5, 2017 · in Almennt · 1 Comment

 

Örnólfur Thorlacius lézt 5. febrúar síðast liðinn á 86. aldursári. Örnólfur kom víða við á langri ævi. Meginstarf hans var innan veggja tveggja skóla, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem hann fékkst við kennslu og gegndi síðan starfi rektors. Auk þessa var hann mikilvirkur þýðandi, flutti fræðsluþætti í útvarpi og sjónvarpi og þá þýddi hann og samdi allmargar kennslubækur í líffræði handa framhaldskólum.

Örnólfur var mjög eftirminnilegur kennari og bryddaði upp á mörgum nýjungum í kennslu; þó að hann hafi einu sinni sagt, að notadrýgst í allri kennslu væru „kjafturinn og krítin”.

Hér fylgja tvær myndir, sem Jón Sigurðsson, læknir, tók af Örnólfi veturinn 1964/65 við kennslu í náttúrufræði í 4.-R í Þrúðvangi, sem var útihús frá MR.

Minningargrein um Örnólf (hér).

Hér skýrir Örnólfur út grundvallargerð veiru; bendir á erfðaefnið. - Ljósm. Jón Sigurðsson.

Hér skýrir Örnólfur út grundvallargerð veiru; bendir á erfðaefnið. – Ljósm. Jón Sigurðsson.

Það var sjaldan, sem Örnólfur sat við kennslu, en hér hefur hann tyllt sér niður. - Ljósm. Jón Sigurðsson.

Það var sjaldan, sem Örnólfur sat við kennslu, en hér hefur hann tyllt sér niður. – Ljósm. Jón Sigurðsson.


One Response to “Kennarinn Örnólfur Thorlacius”
  1. Stefán Einarsson says:

    Sæll,

    Þetta þekki ég vel enda vann ég með Örnólfi í mörg ár. Hann var stríðinn og át upp einhver skammaryrði frá Sveini Yngvarssyni “Helvítis ormurinn þinn”. Sem ég fékk eitt sinn yfir mig á kennarastofu MH. Hann hélt þessu töluvert að mér og ég var nú ekki par ánægður að heyra þetta endurtekið. Þó lét karlinn mig og dr. Hörð Kristjánsson hafa spíra, þó að hann hafi vitað að við mundum drekka hann. Ég var hins vegar ekki hræddur við Örnólf og við sömdum próf saman í bróðerni. Hann lét mig vita af því að við værum vinir, þó að hann vissi að við Sveinn Yngvarsson værum ekki alltaf vinir, bara stundum. Margir kennarar töluðu illa um Örnólf og töldu hann lítinn stjórnanda.Ég var ekki einn af þeim. Sveinn var ekki sáttur við þessa vináttu okkar Örnólfs og þoldi illa að ég sæti við háborðið sem gerðist eitt sinn í skíðaskálanum. Þar fór ýmislegt úrskeiðis hjá sumum og þó vonandi ekki út af mér. Ég hef gaman af að rifja upp sögur af þessum merka manni og hann á ótrúlega vel gefin börn, en Lárus Thorlacíus er sennilega öflugastur þessara barna, allt lá svo vel fyrir honum í náminu við MH. Hann var einungis 17 ára, þegar hann tók stúdentsprófið. Ég fékk á sínum tíma mikinn og óvæntan stuðning frá TR og Sjúkratryggingum í doktorsnáminu í Þrándheimi. Sá stuðningur gæti hafa komið frá ættboga Örnólfs, t.d. Sigurði syni hans. Maður uppgötvar stundum að maður hefur fengið stuðning á erfiðum stundum. Þegar ákveðið var að ég léti af störfum við MH var líkt og að Örnólfur tæki það nærri sér, en hann lét þau orð falla að með þetta próf í efnaverkfræði frá TU Berlín mundi ég fá góða vinnu. Það má segja að þar hafi Örnólfur reynst sannspár, en það leið töluverður tími áður en ég gat heildað þessa kunnáttu í vitundina. En mér sýnist það hafa gerst. Ef gáfnaljósin standa með manni þá er það ótrúlega öflugt veganesti. Við Örnólfur vorum mjög miklir vinir. Blessuð sé minning hans.

Leave a Reply