Um Bæjarstaðarskóg

Skrifað um July 28, 2022 · in Almennt

Nýverið rakst eg á þetta sérprent um Bæjarstaðarskóg eftir föður minn, Hákon Bjarnason, sem mér var ókunnugt um. Það er án ártals, en segir líklega frá ferð í Bæjarstað 1933. Skógurinn var síðan girtur 1935 og sá Hákon um það verk ásamt bændum í sveitinni.

Að mörgu leyti er greinin samkvæð þeirri, sem birtist í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1936. Þó vil eg benda sérstaklega á eitt atriði hér, þar sem segir eftirfarandi:

„Það er eftirtektarvert, að hjer, sem alls staðar annars staðar, þar sem ekki er of mikill ágangur búfjár, er það björkin, sem fyrst klæðir landið á ný. Kemur hún langt á undan öllum öðrum gróðri og virðist það allskýr vísbending náttúrunnar um það, hvernig heppilegast sje að græða upp landið,“

Þetta mættu þeir hafa í huga, sem hæst tala um uppgræðslu á Skeiðarársandi.

Á myndinni hér fyrir neðan eru þeir, sem unnu við að koma upp girðingunni um Bæjarstað. Aftastur er Oddur Magnússon; þá koma sitjandi Stefán Magnússon, Jón Stefánsson, Einar Sæmundsen, Steindór Magnússon og Stefán Benediktsson; hálf út af liggjandi til sitt hvorrar handar eru Sveinn og Runólfur í Selinu. (Ljósm. H.B.)

Leitarorð: