Tágafífill ─ nýfundinn slæðingur

Skrifað um December 11, 2012 · in Flóra · 25 Comments

Blómkarfa á tágafífli. Ljósm. ÁHB.

Blómkarfa á tágafífli. Ljósm. ÁHB.

Ættkvíslin tágafíflar, Pilosella Hill, telst til körfublómaættar (Asteraceae) ásamt um 1620 öðrum kvíslum. Það eru ekki allir á eitt sáttir um að telja þetta sérstaka ættkvísl, heldur vilja innlima hana í Hieracium L. (undafífla) sem undir-ættkvísl. Helzt er það gerð aldina, sem skilur á milli þessara ættkvísla. Fjölmörg önnur atriði greina Pilosella frá Hieracium sensu stricto (í þröngri merkingu), þó að ekkert þeirra eigi við um allar tegundir.
Þetta eru jafnan lágvaxnir fjölæringar með ofanjarðarrenglur. Blómstilkur uppréttur, jafnan blaðlaus, hærður með stjarnhár. Blöð í stofnhvirfingu, tungulaga, mjóegglaga eða lensulaga; blöð eru ekki greinilega stilkuð; hærð. Körfur endastæðar eða nokkrar saman. Blóm tungukrýnd, fimmtennt, gul, rauðgul eða rauð. Stíll gulur eða rauður. Aldin er hneta (hnot).
Nafnið Pilosella er dregið af pilosus, hærður, loðinn; pilus merkir hár; pilosellus er smækkuarmynd, smáhærður.

Helztu einkenni við að greina á milli þessara tveggja ættkvísla meðal íslenzkra tegunda eru eftirfarandi:

1 Með renglur. Svifkrans með jafnhá eða nærri jafnhá hár; séu hárin mislöng, eru löngu hárin fleiri en hin …………………………………………………………….. Pilosella

1 Án rengla. Svifkrans með mishá hár …………………………………… Hieracium

Hér á landi vaxa þrjár tegundir kvíslarinnar. Ein þeirra er innlend tegund, íslandsfífill (Pilosella islandica), en hinar eru slæðingar. Önnur, roðafífill (P. aurantiaca), er ræktuð í görðum og hefur slæðzt víða um land, en hin, tágafífill (P. officinarum), fannst í fyrsta skipti fyrir tveimur árum á Seltjarnarnesi.

Lykill að tegundum:

1 Körfur rauðar eða rauðgular ……………………………………… roðafífill (P. aurantiaca)
1 Körfur gular ……………………………………………………………………….. 2
2 Stöngull greindur efst með 2-5 körfur ………………………… íslandsfífill (P. islandica)
2 Stöngull ógreindur efst, endastæð karfa …………………… tágafífill (P. officinarum)

Hér verður aðeins rætt um tágafífil; hinar bíða betri tíma.

Tágafífill ─ Pilosella officinarum F. W. Schultz & Sch. Bip.
Blöð í stofnhvirfingu lensulaga eða spaðalaga með gisin og löng hár (bursthár), grágræn; á neðra borði að auki þétt stjarnhærð. Blómstöngull kirtilhærður og bæði með stjarnhár og bursthár; svört hár á reifum. Ofanjarðarrenglur áberandi, langar, grannar, gisblöðóttar; blöð fara minnkandi út eftir renglunni. Segja má, að plantan þeki næstum svörðinn með blöðum sínum. Körfur endastæðar; blóm gul oft með rauða rönd á neðra borði.

Tágafífill myndar þétta breiðu. Ljósm. ÁHB.

Tágafífill myndar þétta breiðu. Ljósm. ÁHB.

Greindar hafa verið um 300 undirtegundir (subspecies), enda er tegundin mjög formrík. Það kemur til meðal annars af því, að henni fjölgar jafnt kynlaust sem kynjað.

Vex hér sem slæðingur í mólendi. Hefur aðeins fundizt norðvestan í Valhúsahæð á Seltjarnarnesi (reitur 350-405). Fannst fyrst 2010. Blómgast í júní. 5-25 cm á hæð.

Tegundin hefur verið notuð til lækninga; viðurnafnið officinarum er dregið af officina, sem merkir reyndar apótek. Hún er sögð slímlosandi, góð við hósta og örva munnvatnsmyndun og þvaglát. Hún var sér í lagi höfð við sýkingum í öndunarfærum en einnig til að sár greru betur, stöðva blæðingar (meðal annars úr nefi) og varna sveppasýkingum. Hún var mikið notuð við kíghósta (tussis convulsiva).

Nöfn á erlendum málum:
Enska: mouse-ear-hawkweed, hawkweed, mouse ear, mouse bloodwort, felon herb, pilosella
Danska: Håret Høgeurt
Norska: hårsvæve
Sænska: gråfibbla, gråfibla
Finnska: huopakeltano, keltano
Þýzka: Kleines Habichtskraut, Langhaariges Habichtskraut, Habichtskraut, Kleines Mauseohr, Mausröhrchen
Franska: epervière piloselle, piloselle, oreille de souris, piloselle de rat, herbe à l’épervier, veluette

Samnefni: Hieracium pilosella L.

Eftirmáli
Tágafífil fann Vilhjálmur Lúðvíksson í fyrsta sinni hér á landi í júlí 2010, þegar hann var á gangi við annan mann, Jóhann Pálsson, á Valhúsahæð. Þeir voru að kanna, hvaða plöntur gætu leynzt þar, sem hafa komið úr hinum gamla urtagarði í Nesi. Þetta var þegar undirbúningur stóð yfir að stofnun Urtagarðs í Nesi það ár að frumkvæði Garðyrkjufélagsins í samvinnu við Landlæknisembættið, Seltjarnarnesbæ og félög lækna og lyfjafræðinga í tilefni 250 ára afmælis landlæknisembættisins og 125 ára afmælis Garðyrkjufélagsins.
Það var einkennileg og skemmtileg tilviljun að rekast einmitt á þessa fornu lækningaurt. Ekki er loku fyrir það skotið, að plantan hafi slæðzt úr urtagarðinum. Einnig er þess að geta, að á þessum slóðum höfðu Bretar aðsetur á stríðsárunum og kann hún að hafa borizt með þeim þá. Til greina kemur að kalla tegundina því bretafífil eða nesfífil; á hinn bóginn er skrásett nafn tágafífill og er því haldið hér, að minnsta kosti að sinni. Á einum stað hefur hún verið nefnd íslandsfífilsbróðir vegna skyldleika við íslandsfífil.

Þurrkað eintak af tágafífill. Ljósm. ÁHB.

Þurrkað eintak af tágafífli. Ljósm. ÁHB.

ÁHB / 11.12.2012

 

Leitarorð:

25 Responses to “Tágafífill ─ nýfundinn slæðingur”
 1. ronimmawn says:

  Levaquin Purchasing With Overnight Delivery brand cialis online

 2. RmexShofs says:

  website that writes essays writings services

 3. cheap cialis online overnight shipping cialis side effects forum

 4. FmjuSaurb says:

  can you write my paper for me buy resume paper

 5. ShwvWalk says:

  treating heartworms with ivermectin and doxycycline stromectol france

 6. RwhvShofs says:

  caring pharmacy online store pharmacy near me

 7. cialis in melbourne australia cialis oral

 8. FgwvSaurb says:

  is canadian pharmacy legitimate canada drugs .com

 9. HrhsPlaby says:

  topical ivermectin for rabbits 1% ivermectin

Leave a Reply